Æstir aðdáendur íslenska karlalandsliðsins bíða nú margir hverjir í röð á vefsíðu Mida.is í von um að tryggja sér miða á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016.
Miði.is hefur breytt sölufyrirkomulagi sínu á þann veg að þegar þú ætlar að kaupa miða þá ferðu í röð. Svo færistu, eðli málsins samkvæmt, framar og framar í röðinni þangað til að kemur að þér. Þá geturðu valið sæti og skellt þér á miða.
Einn aðdáandi landsliðsins sem fréttastofa ræddi við var númer 2300 í röðinni rétt upp úr klukkan tólf. Þegar hann kom sér í röðina á slaginu tólf var hann númer 2700 í röðinni sem gefur til kynna þann mikla áhuga sem er á strákunum okkar í landsliðinu.
Miðasala í fullum gangi: „Þú ert númer 2700 í röðinni“

Tengdar fréttir

Slegist um 4.000 miða á leikinn gegn Tékklandi í hádeginu í dag
Miðasala á leikinn mikilvæga hjá strákunum okkar gegn Tékklandi hefst klukkan 12.00.

5.500 miðar farnir áður en almenn miðasala hefst
Framkvæmdastjóri KSÍ útskýrir hvers vegna aðeins 4.000 miðar verða til sölu á leikinn gegn Tékkum í hádeginu.