1.047 nýir bílar seldir í maí Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2015 14:47 Bílum fjölgaði vel á fyrstu dögum maí. Á vefsíðu Samgöngustofu má nú sjá að 1.047 nýir fólksbílar eru þegar seldir í maí þó svo aðeins 9 virkir dagar séu liðnir í mánuðinum. Þessi 1.047 bíla sala nær til síðasta föstudags, 15. maí. Á vormánuðum er ávallt góð sala í nýjum bílum þar sem þá eru afhentir flestir þeirra bílaleigubíla sem notaðir eru af ferðamönnum hér á landi. Af einstaka bílgerðum er Toyota með flesta selda bíla, eða 208. Næst flestir eru af Opel gerð, eða 101. Þar á eftir eru svo Chevrolet (95), Kia (90), Ford (70), Dacia (70) og Skoda (50). Ágæt sala virðist áfram vera í lúxusbílum en 17 Land Rover/Range Rover bílar eru seldir í maí, 10 Mercedes Benz, 6 Volvo, 5 Porsche, 5 Lexus, 5 BMW, 5 Audi bílar og 2 Tesla bílar. Þá eru 64 sendibílar seldir það sem af er maí, 12 hópferðabílar og 13 vörubílar. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent
Á vefsíðu Samgöngustofu má nú sjá að 1.047 nýir fólksbílar eru þegar seldir í maí þó svo aðeins 9 virkir dagar séu liðnir í mánuðinum. Þessi 1.047 bíla sala nær til síðasta föstudags, 15. maí. Á vormánuðum er ávallt góð sala í nýjum bílum þar sem þá eru afhentir flestir þeirra bílaleigubíla sem notaðir eru af ferðamönnum hér á landi. Af einstaka bílgerðum er Toyota með flesta selda bíla, eða 208. Næst flestir eru af Opel gerð, eða 101. Þar á eftir eru svo Chevrolet (95), Kia (90), Ford (70), Dacia (70) og Skoda (50). Ágæt sala virðist áfram vera í lúxusbílum en 17 Land Rover/Range Rover bílar eru seldir í maí, 10 Mercedes Benz, 6 Volvo, 5 Porsche, 5 Lexus, 5 BMW, 5 Audi bílar og 2 Tesla bílar. Þá eru 64 sendibílar seldir það sem af er maí, 12 hópferðabílar og 13 vörubílar.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent