1.047 nýir bílar seldir í maí Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2015 14:47 Bílum fjölgaði vel á fyrstu dögum maí. Á vefsíðu Samgöngustofu má nú sjá að 1.047 nýir fólksbílar eru þegar seldir í maí þó svo aðeins 9 virkir dagar séu liðnir í mánuðinum. Þessi 1.047 bíla sala nær til síðasta föstudags, 15. maí. Á vormánuðum er ávallt góð sala í nýjum bílum þar sem þá eru afhentir flestir þeirra bílaleigubíla sem notaðir eru af ferðamönnum hér á landi. Af einstaka bílgerðum er Toyota með flesta selda bíla, eða 208. Næst flestir eru af Opel gerð, eða 101. Þar á eftir eru svo Chevrolet (95), Kia (90), Ford (70), Dacia (70) og Skoda (50). Ágæt sala virðist áfram vera í lúxusbílum en 17 Land Rover/Range Rover bílar eru seldir í maí, 10 Mercedes Benz, 6 Volvo, 5 Porsche, 5 Lexus, 5 BMW, 5 Audi bílar og 2 Tesla bílar. Þá eru 64 sendibílar seldir það sem af er maí, 12 hópferðabílar og 13 vörubílar. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Á vefsíðu Samgöngustofu má nú sjá að 1.047 nýir fólksbílar eru þegar seldir í maí þó svo aðeins 9 virkir dagar séu liðnir í mánuðinum. Þessi 1.047 bíla sala nær til síðasta föstudags, 15. maí. Á vormánuðum er ávallt góð sala í nýjum bílum þar sem þá eru afhentir flestir þeirra bílaleigubíla sem notaðir eru af ferðamönnum hér á landi. Af einstaka bílgerðum er Toyota með flesta selda bíla, eða 208. Næst flestir eru af Opel gerð, eða 101. Þar á eftir eru svo Chevrolet (95), Kia (90), Ford (70), Dacia (70) og Skoda (50). Ágæt sala virðist áfram vera í lúxusbílum en 17 Land Rover/Range Rover bílar eru seldir í maí, 10 Mercedes Benz, 6 Volvo, 5 Porsche, 5 Lexus, 5 BMW, 5 Audi bílar og 2 Tesla bílar. Þá eru 64 sendibílar seldir það sem af er maí, 12 hópferðabílar og 13 vörubílar.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent