Bílaleiga Akureyrar kaupir 11 rafmagnsbíla Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2015 09:08 Forsvarsmenn Heklu, Öskju, BL og Bílaleigu Akureyrar voru viðstaddir þegar bílarnir voru afhentir við Bílaleigu Akureyrar í Skeifunni. Höldur-Bílaleiga Akureyrar fékk á dögunum afhenta 11 rafmagnsbíla og er því með mesta úrval umhverfisvænna rafmagnsbíla á landinu. Bílarnir eru Kia Soul EV frá Öskju, Nissan Leaf frá BL og Volkswagen e-Golf frá Heklu. Bílarnir eru allir 100% rafknúnir og því afar umhverfisvænir þar sem enginn útblástur er frá þeim. „Við erum markvisst að leita leiða til að minnka útblástur bílaflotans og er þessi viðbót við bílaflota okkar því samkvæmt okkar umhverfisstefnu. Við teljum að viðskiptavinir okkar taki vel á móti þessum bílum sem eru mjög góðir í akstri," sagði Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Hún er fyrsta bílaleigan á Íslandi til að öðlast vottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 1400 og er einnig handhafi Umhverfisverðlauna Ferðamálastofu árið 2013. Steingrímur segir að Bílaleiga Akureyrar verði með um 3400 bíla í flotanum í sumar og muni kaupa um 1200 nýja bíla á þessu ári. ,,Undanfarin ár hafa verið annasöm og töluverður vöxtur í greininni samfara auknum fjölda ferðamanna, en árstíðasveiflurnar eru samt enn mjög miklar. Árið 2015 lítur mjög vel út en auðvitað geta verkföll sett stórt strik í reikninginn. Þau gætu haft mjög slæm áhrif á rekstur bílaleiga og raunar mjög slæmar afleyðingar fyrir íslenskt efnahagslíf. Bílaleigur eru aftur á móti afar mikilvægar fyrir íslenska ferðaþjónustu og þjóðfélagið í heild. Þær dreifa ferðamönnum hvað best um landið og eru mjög virðisaukandi. Til gamans má geta þess að yfir háannatíma þá lætur nærri að ferðamenn á bílaleigubílum kaupi eldsneyti fyrir tæpar 60 milljónir á dag eða 1,8 milljarð á mánuði. Af því fær ríkissjóður jú dágóða fjárhæð svo þessi rekstur skiptir samfélagið mjög miklu máli svo ekki sé meira sagt," segir Steingrímur. Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent
Höldur-Bílaleiga Akureyrar fékk á dögunum afhenta 11 rafmagnsbíla og er því með mesta úrval umhverfisvænna rafmagnsbíla á landinu. Bílarnir eru Kia Soul EV frá Öskju, Nissan Leaf frá BL og Volkswagen e-Golf frá Heklu. Bílarnir eru allir 100% rafknúnir og því afar umhverfisvænir þar sem enginn útblástur er frá þeim. „Við erum markvisst að leita leiða til að minnka útblástur bílaflotans og er þessi viðbót við bílaflota okkar því samkvæmt okkar umhverfisstefnu. Við teljum að viðskiptavinir okkar taki vel á móti þessum bílum sem eru mjög góðir í akstri," sagði Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Hún er fyrsta bílaleigan á Íslandi til að öðlast vottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 1400 og er einnig handhafi Umhverfisverðlauna Ferðamálastofu árið 2013. Steingrímur segir að Bílaleiga Akureyrar verði með um 3400 bíla í flotanum í sumar og muni kaupa um 1200 nýja bíla á þessu ári. ,,Undanfarin ár hafa verið annasöm og töluverður vöxtur í greininni samfara auknum fjölda ferðamanna, en árstíðasveiflurnar eru samt enn mjög miklar. Árið 2015 lítur mjög vel út en auðvitað geta verkföll sett stórt strik í reikninginn. Þau gætu haft mjög slæm áhrif á rekstur bílaleiga og raunar mjög slæmar afleyðingar fyrir íslenskt efnahagslíf. Bílaleigur eru aftur á móti afar mikilvægar fyrir íslenska ferðaþjónustu og þjóðfélagið í heild. Þær dreifa ferðamönnum hvað best um landið og eru mjög virðisaukandi. Til gamans má geta þess að yfir háannatíma þá lætur nærri að ferðamenn á bílaleigubílum kaupi eldsneyti fyrir tæpar 60 milljónir á dag eða 1,8 milljarð á mánuði. Af því fær ríkissjóður jú dágóða fjárhæð svo þessi rekstur skiptir samfélagið mjög miklu máli svo ekki sé meira sagt," segir Steingrímur.
Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent