Íslensku handboltalandsliðin munu reyna að tryggja sér sæti í næstu stórmótum í júnímánuði þegar úrslitin ráðast í undankeppni EM karla 2016 og HM kvenna 2015.
Íslenska karlalandsliðið er í baráttunni við Serbíu og Svartfjallaland um tvö laus sæti í sínum undanriðli og íslenska kvennalandsliðið er að fara í umspilsleiki á móti Svartfjallalandi.
Evrópumót karla fer fram í Póllandi 17. til 31. janúar 2016 en Heimsmeistaramót kvenna fer fram í Danmörku 5. til 20. desember 2015.
HSÍ hefur ákveðið að spila síðustu heimaleiki íslensku liðanna sama daginn og það verður því tvíhöfði í Laugardalshöllinni sunnudaginn 14. júní næstkomandi.
Stelpurnar spila klukkan 14.30 en þetta verður seinni umspilsleikurinn við Svartfellinga því sá fyrri fer fram í Podgorica í Svartfjallalandi viku fyrr.
Strákarnir spila síðan klukkan 17.00 en þetta er lokaleikur liðsins í riðlinum. Fjórum dögum fyrr spila þeir við Ísrael á útivelli.
Ísland er með fimm stig eins og Serbía en Svartfellingar eru með einu stigi meira þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.
Ísland mætir Svartfjallalandi tvisvar sama daginn í Höllinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn