Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Henry Birgir Gunnarsson í Mosfellsbæ skrifar 6. maí 2015 17:02 Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Mosfellsbænum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Haukarnir tóku frumkvæðið snemma í leiknum. Spiluðu fínan sóknarleik, sterka vörn og Morkunas sem fyrr í banastuði í markinu. Eftir aðeins 18 mínútna leik var munurinn orðinn sex mörk, 4-10. Þá kom Jóhann Gunnar Einarsson inn í lið Aftureldingar til þess að reyna að rétta hlut heimamanna. Hann skilaði sínu en hefði mátt fá meira framlag frá félögum sínum sem voru í vandræðum í sókninni og munurinn fimm mörk í hálfleik, 9-14. Það hjálpaði Mosfellingum ekki að ungir dómarar leiksins, Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson, fundu ekki alveg taktinn og þeir hentu Mosfellingum nokkrum sinnum af velli í fyrri hálfleik fyrir litlar, eða nánast engar, sakir. Þeir voru skárri í síðari hálfleik en skorti samt á köflum kjark. Það breytir því samt ekki að Haukarnir voru sterkari. Sóknarleikurinn fjölbreyttari og hraðari og vörnin mun betri. Verk að vinna fyrir Aftureldingu í seinni hálfleik. Það verk voru Mosfellingar til í að vinna. Baráttuglaðir heimamenn fóru nefnilega að spila alvöru vörn og vörn heimamanna varði í það minnsta fimm skot í seinni hálfleik. Það sem vörnin varði ekki varði Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson en hann var í jötunham í síðari hálfleik og var um tíma með yfir 60 prósent markvörslu. Þegar þrjár og hálf mínúta var eftir tókst Afturelding loksins að jafna leikinn, 21-21. Þeir höfðu fengið tækifærin fyrr en voru þá sjálfum sér verstir. Er þeir jafna var allt með þeim á meðan Haukarnir voru í miklum vanda. Þeir sýndu þó mikinn karakter og með Árna Stein og Janus Daða hugrakkka og ákveðna fyrir utan tókst þeim að klára leikinn. Janus Daði skoraði svo sigurmark leiksins sex sekúndum fyrir leikslok. Var kominn í þrönga stöðu hægra megin á vellinum en náði að skjóta góðu skoti á fjærstöng sem fór í stöngina og inn. Frábært skot. Afturelding náði ekki að nýta þær sekúndur sem voru eftir og Haukar stálu fyrsta leiknum í einvíginu. Skellur fyrir heimamenn en afar sterkur sigur fyrir Haukana. Margir héldu að fríið langa myndi koma þeim illa enda voru þeir komnir á mikla siglingu fyrir landsleikjafríið. Það var ekkert ryð í þeim í fyrri hálfleik er þeir léku mjög vel. Haukarnir sýndu svo afar sterkan karakter með því ða klára leikinn er á reyndi. Janus Daði og Árni bestir eins og áður segir. Einar Pétur nýtti færin sín vel og Morkunas varði vel í fyrri hálfleik en lítil markvarsla var hjá Haukum í þeim síðari. Slakur fyrri hálfleikur varð Aftureldingu að falli. Þeir fundu ekki alveg sinn takt og komu til að mynda boltanum ekkert inn á línuna á Pétur sem er eitt af þeirra sterkari vopnum. Er þeir fengu tækifærin til að taka leikinn voru þeir klaufar og þeir geta því engum um kennt nema sjálfum sér að hafa misst heimaleikjaréttinn í kvöld. Pálmar var geggjaður í markinu og Örn Ingi dró vagninn í sókninni. Flestir aðrir eiga meira inni.Janus Daði: Fannst ég verða að taka skotið "Ég var ekkert að hugsa neitt sérstakt í lokin. Maður er bara inn í leiknum. Mér finnst ég verða að taka skotið og boltinn endar í fjærhorninu," sagði Janus Daði Smárason, hetja Hauka í kvöld, en hann skoraði markið sem skildi á milli í lokin. "Ég fékk gott sjónarhorn og boltinn var inni hjá mér í þetta skiptið," sagði Janus Daði hógvær. Hann var að vonum hæstánægður með þennan góða sigur. "Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur. Við höfðum ekki enn unnið hér í vetur fyrr en núna. Í bæði skiptin vorum við með leikinn í okkar höndum en glutruðum honum frá okkur. Það var jákvætt að vinna en margt sem þarf að laga fyrir næsta leik." Haukarnir misstu flugið í síðari hálfleik en náðu að standa í lappirnar og klára dæmið. "Þegar við mætum og spilum okkar besta leik þá erum við erfiðir. Mér finnst þetta velta bara á okkur sjálfum. Það er vendipunktur í þessari rimmu að stela þessum leik en það gefur okkur ekkert ef við töpum á föstudag."Einar Andri: Gerum of mikið af klaufamistökum "Það var hrikalega fúlt að ná ekki að vinna þennan leik," sagði afar svekktur þjálfari Aftureldingar, Einar Andri Einarsson. "Við vorum ömurlegir í fyrri hálfleik en góðir í seinni hálfleik. Við gerum samt mikið af klaufamistökum. Engu að síður hefði þessa spilamennska í seinni hálfleik getað dugað okkur til sigurs." Þjálfarinn gat ekki fest almennilega fingur á hvað hefði verið að í leik liðsins í fyrri hálfleik. "Við vorum ekki tilbúnir og óagaðir í okkar leik. Það var sanngjarnt að við værum fimm mörkum undir í hálfleik," sagði Einar en hann er eðlilega fúll með að vera búinn að tapa heimaleikjaréttinum. "Það væri gaman að skoða söguna en ég held að lið hafi aldrei nýtt heimaleikjaréttinn fullkomlega. Við höfum sótt sigur á Ásvöllum áður í vetur og nú verðum við bara að gera það aftur." Einar Andri virkaði ekkert allt of sáttur með unga dómara leiksins sem virtust ekki alveg valda sínu starfi í kvöld. "Ég vona að dómararnir standi í lappirnar út leikina það sem eftir er og leyfi eðlilegan sóknarleik í lok leikja eins og allan leikinn. Það var grátlegt að fá 35 sekúndna sókn hér í restina," sagði Einar Andri fúll. "Þetta eru ungir og efnilegir dómarar sem læra af þessu. Menn verða samt að vera klárir í slaginn. Þessir strákar hafa dæmt vel í vetur og verða að fá að stíga sín skref en það verða aðrir að meta hvort þeir séu klárir í svona stórleiki."Patrekur: Sýndum karakter Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, er ekki yfirlýsingaglaðasti maðurinn í bransanum og hann hélt að sér spilunum í leikslok eins og svo oft áður. "Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og planið var að halda áfram á sömu braut. Það gekk því miður ekki og ég veit ekki af hverju. Afturelding spilaði líka vel í síðari hálfleik og gerði okkur erfitt fyrir," sagði Patrekur en hann var að vonum ánægður með sína menn að halda út. "Við vissum alltaf að þetta yrði mjög erfitt gegn sterku liði en við kláruðum þetta og það er karakter." Haukarnir voru komnir á mikla siglingu áður en farið var í frí og Patrekur fór sjálfur utan að stýra liði Austurríkis. Það virtist ekki hafa of mikil áhrif á leik liðsins. "Það þýðir ekkert að væla yfir því. Það hefur legið löngu fyrir að þetta yrði svona. Ég var í ágætu sambandi þó svo ég væri úti og stalst til þess að senda mönnum pósta. "Ég er búinn að upplifa margt í þessum bransa og þó svo við hefðum tapað í kvöld þá væri þetta ekkert búið. Þetta er bara rétt að byrja en mjög gott að byrja svona vel."Vísir/StefánVísir/StefánJanus Daði Smárason var hetja Haukaliðsins í kvöld.Vísir/StefánVísir/Stefán Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Mosfellsbænum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Haukarnir tóku frumkvæðið snemma í leiknum. Spiluðu fínan sóknarleik, sterka vörn og Morkunas sem fyrr í banastuði í markinu. Eftir aðeins 18 mínútna leik var munurinn orðinn sex mörk, 4-10. Þá kom Jóhann Gunnar Einarsson inn í lið Aftureldingar til þess að reyna að rétta hlut heimamanna. Hann skilaði sínu en hefði mátt fá meira framlag frá félögum sínum sem voru í vandræðum í sókninni og munurinn fimm mörk í hálfleik, 9-14. Það hjálpaði Mosfellingum ekki að ungir dómarar leiksins, Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson, fundu ekki alveg taktinn og þeir hentu Mosfellingum nokkrum sinnum af velli í fyrri hálfleik fyrir litlar, eða nánast engar, sakir. Þeir voru skárri í síðari hálfleik en skorti samt á köflum kjark. Það breytir því samt ekki að Haukarnir voru sterkari. Sóknarleikurinn fjölbreyttari og hraðari og vörnin mun betri. Verk að vinna fyrir Aftureldingu í seinni hálfleik. Það verk voru Mosfellingar til í að vinna. Baráttuglaðir heimamenn fóru nefnilega að spila alvöru vörn og vörn heimamanna varði í það minnsta fimm skot í seinni hálfleik. Það sem vörnin varði ekki varði Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson en hann var í jötunham í síðari hálfleik og var um tíma með yfir 60 prósent markvörslu. Þegar þrjár og hálf mínúta var eftir tókst Afturelding loksins að jafna leikinn, 21-21. Þeir höfðu fengið tækifærin fyrr en voru þá sjálfum sér verstir. Er þeir jafna var allt með þeim á meðan Haukarnir voru í miklum vanda. Þeir sýndu þó mikinn karakter og með Árna Stein og Janus Daða hugrakkka og ákveðna fyrir utan tókst þeim að klára leikinn. Janus Daði skoraði svo sigurmark leiksins sex sekúndum fyrir leikslok. Var kominn í þrönga stöðu hægra megin á vellinum en náði að skjóta góðu skoti á fjærstöng sem fór í stöngina og inn. Frábært skot. Afturelding náði ekki að nýta þær sekúndur sem voru eftir og Haukar stálu fyrsta leiknum í einvíginu. Skellur fyrir heimamenn en afar sterkur sigur fyrir Haukana. Margir héldu að fríið langa myndi koma þeim illa enda voru þeir komnir á mikla siglingu fyrir landsleikjafríið. Það var ekkert ryð í þeim í fyrri hálfleik er þeir léku mjög vel. Haukarnir sýndu svo afar sterkan karakter með því ða klára leikinn er á reyndi. Janus Daði og Árni bestir eins og áður segir. Einar Pétur nýtti færin sín vel og Morkunas varði vel í fyrri hálfleik en lítil markvarsla var hjá Haukum í þeim síðari. Slakur fyrri hálfleikur varð Aftureldingu að falli. Þeir fundu ekki alveg sinn takt og komu til að mynda boltanum ekkert inn á línuna á Pétur sem er eitt af þeirra sterkari vopnum. Er þeir fengu tækifærin til að taka leikinn voru þeir klaufar og þeir geta því engum um kennt nema sjálfum sér að hafa misst heimaleikjaréttinn í kvöld. Pálmar var geggjaður í markinu og Örn Ingi dró vagninn í sókninni. Flestir aðrir eiga meira inni.Janus Daði: Fannst ég verða að taka skotið "Ég var ekkert að hugsa neitt sérstakt í lokin. Maður er bara inn í leiknum. Mér finnst ég verða að taka skotið og boltinn endar í fjærhorninu," sagði Janus Daði Smárason, hetja Hauka í kvöld, en hann skoraði markið sem skildi á milli í lokin. "Ég fékk gott sjónarhorn og boltinn var inni hjá mér í þetta skiptið," sagði Janus Daði hógvær. Hann var að vonum hæstánægður með þennan góða sigur. "Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur. Við höfðum ekki enn unnið hér í vetur fyrr en núna. Í bæði skiptin vorum við með leikinn í okkar höndum en glutruðum honum frá okkur. Það var jákvætt að vinna en margt sem þarf að laga fyrir næsta leik." Haukarnir misstu flugið í síðari hálfleik en náðu að standa í lappirnar og klára dæmið. "Þegar við mætum og spilum okkar besta leik þá erum við erfiðir. Mér finnst þetta velta bara á okkur sjálfum. Það er vendipunktur í þessari rimmu að stela þessum leik en það gefur okkur ekkert ef við töpum á föstudag."Einar Andri: Gerum of mikið af klaufamistökum "Það var hrikalega fúlt að ná ekki að vinna þennan leik," sagði afar svekktur þjálfari Aftureldingar, Einar Andri Einarsson. "Við vorum ömurlegir í fyrri hálfleik en góðir í seinni hálfleik. Við gerum samt mikið af klaufamistökum. Engu að síður hefði þessa spilamennska í seinni hálfleik getað dugað okkur til sigurs." Þjálfarinn gat ekki fest almennilega fingur á hvað hefði verið að í leik liðsins í fyrri hálfleik. "Við vorum ekki tilbúnir og óagaðir í okkar leik. Það var sanngjarnt að við værum fimm mörkum undir í hálfleik," sagði Einar en hann er eðlilega fúll með að vera búinn að tapa heimaleikjaréttinum. "Það væri gaman að skoða söguna en ég held að lið hafi aldrei nýtt heimaleikjaréttinn fullkomlega. Við höfum sótt sigur á Ásvöllum áður í vetur og nú verðum við bara að gera það aftur." Einar Andri virkaði ekkert allt of sáttur með unga dómara leiksins sem virtust ekki alveg valda sínu starfi í kvöld. "Ég vona að dómararnir standi í lappirnar út leikina það sem eftir er og leyfi eðlilegan sóknarleik í lok leikja eins og allan leikinn. Það var grátlegt að fá 35 sekúndna sókn hér í restina," sagði Einar Andri fúll. "Þetta eru ungir og efnilegir dómarar sem læra af þessu. Menn verða samt að vera klárir í slaginn. Þessir strákar hafa dæmt vel í vetur og verða að fá að stíga sín skref en það verða aðrir að meta hvort þeir séu klárir í svona stórleiki."Patrekur: Sýndum karakter Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, er ekki yfirlýsingaglaðasti maðurinn í bransanum og hann hélt að sér spilunum í leikslok eins og svo oft áður. "Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og planið var að halda áfram á sömu braut. Það gekk því miður ekki og ég veit ekki af hverju. Afturelding spilaði líka vel í síðari hálfleik og gerði okkur erfitt fyrir," sagði Patrekur en hann var að vonum ánægður með sína menn að halda út. "Við vissum alltaf að þetta yrði mjög erfitt gegn sterku liði en við kláruðum þetta og það er karakter." Haukarnir voru komnir á mikla siglingu áður en farið var í frí og Patrekur fór sjálfur utan að stýra liði Austurríkis. Það virtist ekki hafa of mikil áhrif á leik liðsins. "Það þýðir ekkert að væla yfir því. Það hefur legið löngu fyrir að þetta yrði svona. Ég var í ágætu sambandi þó svo ég væri úti og stalst til þess að senda mönnum pósta. "Ég er búinn að upplifa margt í þessum bransa og þó svo við hefðum tapað í kvöld þá væri þetta ekkert búið. Þetta er bara rétt að byrja en mjög gott að byrja svona vel."Vísir/StefánVísir/StefánJanus Daði Smárason var hetja Haukaliðsins í kvöld.Vísir/StefánVísir/Stefán
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira