BMW hægir á framleiðslu í Kína vegna minnkandi sölu Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 15:08 BMW X3 og aðrir jepplingar lúxusframleiðendanna seljast áfram vel í Kína, en um hefur hægst í sölu fólksbíla. BMW ætlar bæði að minnka framleiðslu í Kína á öðrum ársfjórðungi ársins og lækka verð bíla sinna vegna minnkandi sölu og er það til merkis um að um sé að hægjast á sölu bíla þar eystra. Volkswagen og Ford hafa einnig lækkað verð á bílum sínum í Kína til að bregðast við minnkandi sölu. Sala erlendra bíla er nú svo til sú sama og í fyrra en sala innlendrar framleiðslu heldur þó áfram að aukast og heldur uppi þeim vexti sem er á sölu bíla í Kína. Eftirspurn lúxusbíla hefur staðnað að undaförnu og háir innflutningstollar hafa haft þar mikil áhrif á síðustu mánuðum. Svo virðist sem jepplingasala lúxusbílaframleiðendanna muni þó tryggja áfram ágæta sölu, en svo til öll aukning í bílasölu í Kína eru vegna sölu á slíkum bílum, sem og minnstu fólksbílunum. BMW hyggur á framleiðslu minni bíls en BMW 3-línunnar fyrir Kínamarkað. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
BMW ætlar bæði að minnka framleiðslu í Kína á öðrum ársfjórðungi ársins og lækka verð bíla sinna vegna minnkandi sölu og er það til merkis um að um sé að hægjast á sölu bíla þar eystra. Volkswagen og Ford hafa einnig lækkað verð á bílum sínum í Kína til að bregðast við minnkandi sölu. Sala erlendra bíla er nú svo til sú sama og í fyrra en sala innlendrar framleiðslu heldur þó áfram að aukast og heldur uppi þeim vexti sem er á sölu bíla í Kína. Eftirspurn lúxusbíla hefur staðnað að undaförnu og háir innflutningstollar hafa haft þar mikil áhrif á síðustu mánuðum. Svo virðist sem jepplingasala lúxusbílaframleiðendanna muni þó tryggja áfram ágæta sölu, en svo til öll aukning í bílasölu í Kína eru vegna sölu á slíkum bílum, sem og minnstu fólksbílunum. BMW hyggur á framleiðslu minni bíls en BMW 3-línunnar fyrir Kínamarkað.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent