Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2015 07:51 Aðeins tókst að bjarga 27 manns. Vísir/EPA Ítölsk yfirvöld segja að skipstjóri og einn áhafnarmeðlimur flóttamannabátsins sem sökk undan ströndum Líbýu á sunnudag hafi verið handteknir. Um 800 manns eru taldir hafa farist í slysinu og aðeins tókst að bjarga 27. Þar á meðal voru mennirnir tveir og greindu flóttamennirnir sem komust lífs af yfirvöldum frá því að mennirnir væru ekki flóttamenn heldur fólkssmyglarar. Þeir voru handteknir seint í gærkvöldi þegar strandgæsluskipið sem bjargaði þeim kom til hafnar á Sikiley. Skipstjórinn er sakaður um fjölda morða af gáleysi, samkvæmt frétt á vef BBC. Lögreglan rannsakar dauða fólksins sem morð. Evrópusambandið tilkynnti um hertar aðgerðir á miðjarðarhafi í gær, gæsla verður stóraukin á svæðinu auk þess sem gerð verður gangskör í því að reyna að handsama þá sem standa að hinum stórtæku fólksflutningum yfir miðjarðarhafið. Upprunalega var talið að um 700 manns hefðu látið lífið, en Carlotta Sami hjá Sameinuðu þjóðunum segir að eftir að rætt hafi verið við eftirlifendur hafi komið í ljós að talan væri hærri. „Það voru um 800 manns um borð, þar á meðal tíu til tólf ára gömul börn.“ Hún sagði að flestir af flóttamönnunum hefðu komið frá Sýrlandi, Erítreu og Sómalíu. Þar að auki sagði hún að hundruð flóttamannanna hafi verið læst neðan þilja í skipinu þegar það sökk.Hér má sjá útskýringu á helstu leiðum flóttafólks frá Afríku.Vísir/GraphicNews Flóttamenn Tengdar fréttir Köstuðu flóttamönnum útbyrðis Fimmtán flóttamenn hafa verið handteknir fyrir að kasta öðrum í Miðjarðarhafið eftir átök. 16. apríl 2015 17:03 Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Francois Hollande fór í dag fram á ráðherrafund hjá ESB um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi. 19. apríl 2015 21:13 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07 Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á fimmtudaginn. 20. apríl 2015 14:57 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Ítölsk yfirvöld segja að skipstjóri og einn áhafnarmeðlimur flóttamannabátsins sem sökk undan ströndum Líbýu á sunnudag hafi verið handteknir. Um 800 manns eru taldir hafa farist í slysinu og aðeins tókst að bjarga 27. Þar á meðal voru mennirnir tveir og greindu flóttamennirnir sem komust lífs af yfirvöldum frá því að mennirnir væru ekki flóttamenn heldur fólkssmyglarar. Þeir voru handteknir seint í gærkvöldi þegar strandgæsluskipið sem bjargaði þeim kom til hafnar á Sikiley. Skipstjórinn er sakaður um fjölda morða af gáleysi, samkvæmt frétt á vef BBC. Lögreglan rannsakar dauða fólksins sem morð. Evrópusambandið tilkynnti um hertar aðgerðir á miðjarðarhafi í gær, gæsla verður stóraukin á svæðinu auk þess sem gerð verður gangskör í því að reyna að handsama þá sem standa að hinum stórtæku fólksflutningum yfir miðjarðarhafið. Upprunalega var talið að um 700 manns hefðu látið lífið, en Carlotta Sami hjá Sameinuðu þjóðunum segir að eftir að rætt hafi verið við eftirlifendur hafi komið í ljós að talan væri hærri. „Það voru um 800 manns um borð, þar á meðal tíu til tólf ára gömul börn.“ Hún sagði að flestir af flóttamönnunum hefðu komið frá Sýrlandi, Erítreu og Sómalíu. Þar að auki sagði hún að hundruð flóttamannanna hafi verið læst neðan þilja í skipinu þegar það sökk.Hér má sjá útskýringu á helstu leiðum flóttafólks frá Afríku.Vísir/GraphicNews
Flóttamenn Tengdar fréttir Köstuðu flóttamönnum útbyrðis Fimmtán flóttamenn hafa verið handteknir fyrir að kasta öðrum í Miðjarðarhafið eftir átök. 16. apríl 2015 17:03 Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Francois Hollande fór í dag fram á ráðherrafund hjá ESB um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi. 19. apríl 2015 21:13 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07 Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á fimmtudaginn. 20. apríl 2015 14:57 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Köstuðu flóttamönnum útbyrðis Fimmtán flóttamenn hafa verið handteknir fyrir að kasta öðrum í Miðjarðarhafið eftir átök. 16. apríl 2015 17:03
Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Francois Hollande fór í dag fram á ráðherrafund hjá ESB um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi. 19. apríl 2015 21:13
Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00
Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07
Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á fimmtudaginn. 20. apríl 2015 14:57