Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. apríl 2015 18:30 Hilmir Gauti lék við hvern sinn fingur í dag en hann verður líklega útskrifaður af sjúkrahúsinu á næstu dögum. Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. Í dag er aðeins vika síðan að Hilmir Gauti, sem er níu ára, var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir að hafa fest í affalli Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. Þegar við hittum hann og fjölskyldu hans á Barnaspítala Hringsins í dag lék Hilmir Gauti, við hvern sinn fingur en hann verður líklega útskrifaður af sjúkrahúsinu á næstu dögum. „Fyrstu fréttir voru náttúrulega skelfilegar þannig að þetta er algjörlega búið að snúast við síðan þá,“ segir Bjarni Einarsson faðir Hilmis Gauta. Foreldrarnir eru að vonum í skýjunum með það hversu hratt Hilmir Gauti hefur náð fyrri heilsu. Móðir hans segir það kraftaverki líkast hversu vel fór. „Alveg magnað,“ segir Hafdís Jónsdóttir. Sérhæfð kælimeðferð var notuð þegar komið var með Hilmi Gauta á spítalann til að koma í veg fyrir heilaskaða. Þannig var líkami Hilmis Gauta kældur í tvo sólarhringa í 32-34 gráður. Foreldrar Hilmis höfðu aldrei heyrt af þessari meðferð áður. „Ég hef ekki vitað af, vitað af, þessum kælimeðferðum og ekki kannski þorað að ímynda mér það,“ segir Bjarni. Þau segjast þakklát öllum sem komu að björgun drengjanna. „Allt starfsfólk og sjúkrahúsið og lögreglan og allir sem að hafa komið að þessari björgun og þessari umönnun drengjanna okkar er alveg ótrúleg og barnanna allra og við erum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir Bjarni. Þegar Hilmir Gauti festist í affallinu var mikill vatnsstraumur í stíflunni. Einar Árni bróðir hans reyndi að koma honum til bjargar en festist líka. „Mjög skrýtnar aðstæður að það skuli geta myndast þetta sog og þessi hringrás þarna. Það er eitthvað sem við gerðum okkur ekki grein fyrir. Ég hefði allavega aldrei hleypt börnunum mínum að leika þarna ef að ég hefði haft hugmynd það að þessi hætta hefði verið þarna. Maður einhvern veginn finnst þetta vera svo langt frá sér bæði svona slys og að gera sér grein fyrir því að þessar aðstæður skuli vera svona nánast inni í miðjum bæ og nálægt því afdrepi sem að við höfum haft í Hafnarfirði. Þannig að mín tilmæli eru bara að fólk verði á varðbergi og skoði umhverfi sitt og hættur sem að geta leynst sem einhvern veginn fólk hefur bara horft framhjá hingað. Áttað sig ekki á,“ segir Bjarni. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni "Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna, “ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir slys við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 15:11 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. Í dag er aðeins vika síðan að Hilmir Gauti, sem er níu ára, var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir að hafa fest í affalli Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. Þegar við hittum hann og fjölskyldu hans á Barnaspítala Hringsins í dag lék Hilmir Gauti, við hvern sinn fingur en hann verður líklega útskrifaður af sjúkrahúsinu á næstu dögum. „Fyrstu fréttir voru náttúrulega skelfilegar þannig að þetta er algjörlega búið að snúast við síðan þá,“ segir Bjarni Einarsson faðir Hilmis Gauta. Foreldrarnir eru að vonum í skýjunum með það hversu hratt Hilmir Gauti hefur náð fyrri heilsu. Móðir hans segir það kraftaverki líkast hversu vel fór. „Alveg magnað,“ segir Hafdís Jónsdóttir. Sérhæfð kælimeðferð var notuð þegar komið var með Hilmi Gauta á spítalann til að koma í veg fyrir heilaskaða. Þannig var líkami Hilmis Gauta kældur í tvo sólarhringa í 32-34 gráður. Foreldrar Hilmis höfðu aldrei heyrt af þessari meðferð áður. „Ég hef ekki vitað af, vitað af, þessum kælimeðferðum og ekki kannski þorað að ímynda mér það,“ segir Bjarni. Þau segjast þakklát öllum sem komu að björgun drengjanna. „Allt starfsfólk og sjúkrahúsið og lögreglan og allir sem að hafa komið að þessari björgun og þessari umönnun drengjanna okkar er alveg ótrúleg og barnanna allra og við erum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir Bjarni. Þegar Hilmir Gauti festist í affallinu var mikill vatnsstraumur í stíflunni. Einar Árni bróðir hans reyndi að koma honum til bjargar en festist líka. „Mjög skrýtnar aðstæður að það skuli geta myndast þetta sog og þessi hringrás þarna. Það er eitthvað sem við gerðum okkur ekki grein fyrir. Ég hefði allavega aldrei hleypt börnunum mínum að leika þarna ef að ég hefði haft hugmynd það að þessi hætta hefði verið þarna. Maður einhvern veginn finnst þetta vera svo langt frá sér bæði svona slys og að gera sér grein fyrir því að þessar aðstæður skuli vera svona nánast inni í miðjum bæ og nálægt því afdrepi sem að við höfum haft í Hafnarfirði. Þannig að mín tilmæli eru bara að fólk verði á varðbergi og skoði umhverfi sitt og hættur sem að geta leynst sem einhvern veginn fólk hefur bara horft framhjá hingað. Áttað sig ekki á,“ segir Bjarni.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni "Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna, “ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir slys við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 15:11 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni "Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna, “ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir slys við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 15:11