Vill flóttamannabúðir í Níger og Súdan Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2015 10:10 Matteo Renzi segir að hægt væri að vinna úr hælisumsóknum flóttafólk í flóttamannabúðum í Evrópu. Vísir/EPA Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að Evrópusambandið verði að bregðast hratt við og móta ítarlega áætlun til að stöðva flæði flóttamanna frá Líbýu. Hann segir mögulegt að setja upp flóttamannabúðir í Níger, Súdan og mögulega fleiri löndum í Afríku sem deili landamærum með Líbýu, með aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Þar væri hægt að vinna úr hælisumsóknum flóttafólks. Þannig myndu öll Evrópulöndin bera ábyrgð á fólkinu, en ekki bara Ítalía. Renzi sagði ítalska þinginu í morgun að hernaðaraðgerðir þyrfti til að stöðva smyglara. Varnarmálaráðherra Ítalíu segir að áætlanir liggi fyrir. „Við vitum hvar þeir geyma bátana sína og hvar þeir safnast saman. Áætlanir til hernaðaríhlutunar eru til staðar,“ sagði Roberta Pinotti í sjónvarpsviðtali eftir ávarp forsætisráðherrans á þinginu. Undanfarin misseri hefur Ítalía þurft að bjarga hundruðum flóttamanna á Miðjarðarhafinu. Samkvæmt AP fréttaveitunni kom strandgæsla Ítalíu með 446 flóttamenn að landi, sem bjargað hafði verið í gær. Leiðtogar Evrópusambandsins munu koma saman á morgun til að ræða mögulegar aðgerðir. Pinotti segist vongóð um að ESB muni taka skref til að koma til móts við vandamálið sem þessi mikli fjöldi flóttamanna hefur skapað. „Við teljum að tími sé kominn til að ESB setji í gang alþjóðlega lögregluaðgerð til að stöðva þessa glæpamenn,“ sagði hún. Renzi sagði á þinginu í morgun að aðgerðir Ítalíu væru ekki nægjanlegar og meira þyrfti til. Frá byrjun 2014 hefur Ítalía bjargað um 200 þúsund flóttamönnum sem lent hafa í sjálfheldu á Miðjarðarhafinu. „Við erum að biðja Evrópu um að vera Evrópa, ekki bara þegar kemur að því að búa til fjárhagsáætlanir.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Um 800 manns eru taldir hafa farist í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og aðeins tókst að bjarga 27. 21. apríl 2015 07:51 Sigldi á björgunarskipið Skipstjóri fiskiskipsins sem sökk í miðjarðarhafinu sigldi á portúgalska björgunarskipið sem komið var á svæðið til að aðstoða flóttafólkið. 22. apríl 2015 08:45 Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira
Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að Evrópusambandið verði að bregðast hratt við og móta ítarlega áætlun til að stöðva flæði flóttamanna frá Líbýu. Hann segir mögulegt að setja upp flóttamannabúðir í Níger, Súdan og mögulega fleiri löndum í Afríku sem deili landamærum með Líbýu, með aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Þar væri hægt að vinna úr hælisumsóknum flóttafólks. Þannig myndu öll Evrópulöndin bera ábyrgð á fólkinu, en ekki bara Ítalía. Renzi sagði ítalska þinginu í morgun að hernaðaraðgerðir þyrfti til að stöðva smyglara. Varnarmálaráðherra Ítalíu segir að áætlanir liggi fyrir. „Við vitum hvar þeir geyma bátana sína og hvar þeir safnast saman. Áætlanir til hernaðaríhlutunar eru til staðar,“ sagði Roberta Pinotti í sjónvarpsviðtali eftir ávarp forsætisráðherrans á þinginu. Undanfarin misseri hefur Ítalía þurft að bjarga hundruðum flóttamanna á Miðjarðarhafinu. Samkvæmt AP fréttaveitunni kom strandgæsla Ítalíu með 446 flóttamenn að landi, sem bjargað hafði verið í gær. Leiðtogar Evrópusambandsins munu koma saman á morgun til að ræða mögulegar aðgerðir. Pinotti segist vongóð um að ESB muni taka skref til að koma til móts við vandamálið sem þessi mikli fjöldi flóttamanna hefur skapað. „Við teljum að tími sé kominn til að ESB setji í gang alþjóðlega lögregluaðgerð til að stöðva þessa glæpamenn,“ sagði hún. Renzi sagði á þinginu í morgun að aðgerðir Ítalíu væru ekki nægjanlegar og meira þyrfti til. Frá byrjun 2014 hefur Ítalía bjargað um 200 þúsund flóttamönnum sem lent hafa í sjálfheldu á Miðjarðarhafinu. „Við erum að biðja Evrópu um að vera Evrópa, ekki bara þegar kemur að því að búa til fjárhagsáætlanir.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Um 800 manns eru taldir hafa farist í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og aðeins tókst að bjarga 27. 21. apríl 2015 07:51 Sigldi á björgunarskipið Skipstjóri fiskiskipsins sem sökk í miðjarðarhafinu sigldi á portúgalska björgunarskipið sem komið var á svæðið til að aðstoða flóttafólkið. 22. apríl 2015 08:45 Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira
Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Um 800 manns eru taldir hafa farist í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og aðeins tókst að bjarga 27. 21. apríl 2015 07:51
Sigldi á björgunarskipið Skipstjóri fiskiskipsins sem sökk í miðjarðarhafinu sigldi á portúgalska björgunarskipið sem komið var á svæðið til að aðstoða flóttafólkið. 22. apríl 2015 08:45
Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03
Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00
Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32