Börnin skelkuð en heil á húfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2015 20:30 Margrét er hér með dóttur hjónanna sem sjá um börnin á heimilinu í fanginu sem þau nefndu eftir henni. Mynd/Margrét Ingadóttir Margrét Ingadóttir, sem rekur heimili fyrir munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal, segir að það hafi verið afar erfitt að ná ekki sambandi við heimilið eftir að gríðaröflugur jarðskjálfti reið yfir landið í dag. Rafmagnslaust og símabandslaust varð víða í Nepal í kjölfar skjálftans og segir Margrét að það hafi líklega liðið um fjórir tímar frá því skjálftinn reið yfir og þar til hún náði í Baal, sem er pabbinn á heimilinu. „Börnin voru öll heima því það er laugardagur og enginn skóli. Við erum með 12 börn á okkar framfæri, svo eiga hjónin sem sjá um þau tvö börn og svo var systir konunnar einnig í húsinu. Þau hlupu öll út þegar jarðskjálftinn reið yfir en við erum heppin með að húsið okkar er nokkuð gott og það þoldi skjálftann,“ segir Margrét í samtali við Vísi.Sjá einnig: Með ellefu börn á framfæri: Kaupi frekar grjón en merkjavöru Hún segir þau ekki þora að vera í húsinu en eru búin að slá upp tjaldi á grasbletti skammt frá og dvelja þar núna. „Börnin eru skiljanlega skelkuð og þora ekki að vera í húsinu. Það hafa komið margir snarpir eftirskjálftar og fólk óttast að það komi annar stór skjálfti.“Frá útilegu sem börnin á heimilinu fóru í seinasta haust.Mynd/Margrét IngadóttirFer til Nepal í næstu viku Margrét segir að börnin og fjölskyldan sem sér um þau séu með nægar birgðir af vatni og mat og það sé að vissu leyti heppilegt að heimilið sé í úthverfi borgarinnar. „Þetta er nokkuð dreifbýlt svæði og það eru því ekki mörg hús þarna í kring. Ég er þó ekki viss um hvernig byggingum í næsta nágrenni hefur reitt af. Ég sá til dæmis myndir úr matvörubúð sem er í svona fjögurra kílómetra fjarlægð frá heimilinu og þar var allt í rúst.“ Margrét býr og starfar í Sádi Arabíu en hún hyggst fljúga út til Nepal í fyrri hluta næstu viku. „Það á í raun eftir að koma í ljós hvort að það sé allt í standi með húsið, kannski hafa orðið einhverjar skemmdir, svo það þarf að kanna það. Svo langar mig auðvitað bara að fara og vera með börnunum og fjölskyldunni.“Styrktarreikningur: Þeir sem vilja vita meira um heimilið sem Margrét og félagar reka geta fundið upplýsingar á Facebook-síðu þeirra. Hægt er að styrkja heimilið með fjárframlögum. Reikningsnúmerið er: 526-26-6313 og kennitala: 631013-0310. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32 SOS Barnaþorp senda neyðaraðstoð í kjölfar skjálfta Senda að lágmarki tvær milljónir króna til neyðaraðstoðar í Nepal. 25. apríl 2015 14:16 Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19 Tugir þúsunda á vergangi í Nepal Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að 1500 manns hafi farist í skjálftanum en óttast er að tala látinna eigi enn eftir að hækka. 25. apríl 2015 10:03 Hefja neyðarsöfnun vegna skjálftans í Nepal Rauði krossinn á Íslandi hyggst leggja fimm milljónir króna til hjálparstarfsins í Nepal í kjölfar jarðskjálftans sem varð þar í dag. 25. apríl 2015 18:12 Hópur íslenskra ungmenna í Nepal óhultur "Þau voru að hafa samband í gegnum Facebook og þau eru nú óhult á hóteli í Pokhara,“ segir Hjörtur Smárason, faðir annars drengjanna. 25. apríl 2015 11:57 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Margrét Ingadóttir, sem rekur heimili fyrir munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal, segir að það hafi verið afar erfitt að ná ekki sambandi við heimilið eftir að gríðaröflugur jarðskjálfti reið yfir landið í dag. Rafmagnslaust og símabandslaust varð víða í Nepal í kjölfar skjálftans og segir Margrét að það hafi líklega liðið um fjórir tímar frá því skjálftinn reið yfir og þar til hún náði í Baal, sem er pabbinn á heimilinu. „Börnin voru öll heima því það er laugardagur og enginn skóli. Við erum með 12 börn á okkar framfæri, svo eiga hjónin sem sjá um þau tvö börn og svo var systir konunnar einnig í húsinu. Þau hlupu öll út þegar jarðskjálftinn reið yfir en við erum heppin með að húsið okkar er nokkuð gott og það þoldi skjálftann,“ segir Margrét í samtali við Vísi.Sjá einnig: Með ellefu börn á framfæri: Kaupi frekar grjón en merkjavöru Hún segir þau ekki þora að vera í húsinu en eru búin að slá upp tjaldi á grasbletti skammt frá og dvelja þar núna. „Börnin eru skiljanlega skelkuð og þora ekki að vera í húsinu. Það hafa komið margir snarpir eftirskjálftar og fólk óttast að það komi annar stór skjálfti.“Frá útilegu sem börnin á heimilinu fóru í seinasta haust.Mynd/Margrét IngadóttirFer til Nepal í næstu viku Margrét segir að börnin og fjölskyldan sem sér um þau séu með nægar birgðir af vatni og mat og það sé að vissu leyti heppilegt að heimilið sé í úthverfi borgarinnar. „Þetta er nokkuð dreifbýlt svæði og það eru því ekki mörg hús þarna í kring. Ég er þó ekki viss um hvernig byggingum í næsta nágrenni hefur reitt af. Ég sá til dæmis myndir úr matvörubúð sem er í svona fjögurra kílómetra fjarlægð frá heimilinu og þar var allt í rúst.“ Margrét býr og starfar í Sádi Arabíu en hún hyggst fljúga út til Nepal í fyrri hluta næstu viku. „Það á í raun eftir að koma í ljós hvort að það sé allt í standi með húsið, kannski hafa orðið einhverjar skemmdir, svo það þarf að kanna það. Svo langar mig auðvitað bara að fara og vera með börnunum og fjölskyldunni.“Styrktarreikningur: Þeir sem vilja vita meira um heimilið sem Margrét og félagar reka geta fundið upplýsingar á Facebook-síðu þeirra. Hægt er að styrkja heimilið með fjárframlögum. Reikningsnúmerið er: 526-26-6313 og kennitala: 631013-0310.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32 SOS Barnaþorp senda neyðaraðstoð í kjölfar skjálfta Senda að lágmarki tvær milljónir króna til neyðaraðstoðar í Nepal. 25. apríl 2015 14:16 Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19 Tugir þúsunda á vergangi í Nepal Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að 1500 manns hafi farist í skjálftanum en óttast er að tala látinna eigi enn eftir að hækka. 25. apríl 2015 10:03 Hefja neyðarsöfnun vegna skjálftans í Nepal Rauði krossinn á Íslandi hyggst leggja fimm milljónir króna til hjálparstarfsins í Nepal í kjölfar jarðskjálftans sem varð þar í dag. 25. apríl 2015 18:12 Hópur íslenskra ungmenna í Nepal óhultur "Þau voru að hafa samband í gegnum Facebook og þau eru nú óhult á hóteli í Pokhara,“ segir Hjörtur Smárason, faðir annars drengjanna. 25. apríl 2015 11:57 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32
SOS Barnaþorp senda neyðaraðstoð í kjölfar skjálfta Senda að lágmarki tvær milljónir króna til neyðaraðstoðar í Nepal. 25. apríl 2015 14:16
Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19
Tugir þúsunda á vergangi í Nepal Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að 1500 manns hafi farist í skjálftanum en óttast er að tala látinna eigi enn eftir að hækka. 25. apríl 2015 10:03
Hefja neyðarsöfnun vegna skjálftans í Nepal Rauði krossinn á Íslandi hyggst leggja fimm milljónir króna til hjálparstarfsins í Nepal í kjölfar jarðskjálftans sem varð þar í dag. 25. apríl 2015 18:12
Hópur íslenskra ungmenna í Nepal óhultur "Þau voru að hafa samband í gegnum Facebook og þau eru nú óhult á hóteli í Pokhara,“ segir Hjörtur Smárason, faðir annars drengjanna. 25. apríl 2015 11:57