Hjálpargögn send til Nepal Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2015 13:31 Nú þegar hefur UNICEF sent 120 tonn af lífsnauðsynlegum hjálpargögnum með flugi til Kathmandu. Vísir/AFP Skortur er á vatni, mat, rafmagni og hætt er við sjúkdómum í Nepal. Talsmaður yfirvalda þar í landi hefur beðið alþjóðasamfélagið um að koma þeim til hjálpar og nágrannar landsins hafa þegar sent björgunarsveitir, heilbrigðisstarfsmenn og ýmsar birgðir á svæðið. Í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi segir að starfsfólk þeirra vinni nú dag og nótt að því að útvega börnum og fjölskyldum þeirra nauðsynleg neyðargögn. Nú þegar hefur UNICEF sent 120 tonn af lífsnauðsynlegum hjálpargögnum með flugi til Kathmandu, þar á meðal vatnshreinsitöflur, lyf, hreinlætisgögn, næringarsölt og teppi. Hins vegar hafa fréttir borist af því að ekki sé hægt að lenda á flugvellinum í Kathmandu vegna anna og plássleysis og að flugvél með hjálpargögn frá Indlandi hafi þurft að snúa við. Á vef BBC segir að það hafi hægt á hjálparstarfinu. Starfsmenn UNICEF í Nepal hafa útvegað segldúk og efni í skýli fyrir fjölskyldur sem hafast nú við undir beru lofti víða á skjálftasvæðinu. Einnig hefur verið dreift tjöldum til að nota sem neyðarskýli á sjúkrahúsum fyrir stóran hóp slasaðra. Í tilkynningunni frá UNICEF segir að minnst 940 þúsund börn muni þurfa á brýnni aðstoð að halda. Á næstu vikum og mánuðum hefur UNICEF einsett sér að koma lífsnauðsynlegri aðstoð til 2,8 milljón barna á skjálftasvæðunum. UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UNICEF fyrir Nepal með þvi að senda SMSið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1500 krónur til neyðaraðgerða vegna jarðskjálftans eða leggja inná söfnunarreikning 701-26-102040 kt: 481203-2950. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Myndband frá ótrúlegri björgun í Nepal: Var fastur í tvo sólahringa Ótrúlegt myndband sýnir hvernig björgunarsveitarmenn náðu manni út úr húsi sem hafði fallið í jarðskjálftanum í Nepal á laugardaginn. 27. apríl 2015 12:50 Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00 Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00 Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Neyðarástand ríkir í Nepal og alþjóðleg björgunarteymi streyma til landsins, Gísli Rafn Ólafsson er á leið á vettvang. 27. apríl 2015 07:00 Tala látinna komin yfir 3.600 Minnst 6.500 eru sagðir hafa slasast í jarðskjálftanum í Nepal. 27. apríl 2015 10:15 Þrír úr hópi Ingólfs fórust Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest. 27. apríl 2015 08:23 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Skortur er á vatni, mat, rafmagni og hætt er við sjúkdómum í Nepal. Talsmaður yfirvalda þar í landi hefur beðið alþjóðasamfélagið um að koma þeim til hjálpar og nágrannar landsins hafa þegar sent björgunarsveitir, heilbrigðisstarfsmenn og ýmsar birgðir á svæðið. Í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi segir að starfsfólk þeirra vinni nú dag og nótt að því að útvega börnum og fjölskyldum þeirra nauðsynleg neyðargögn. Nú þegar hefur UNICEF sent 120 tonn af lífsnauðsynlegum hjálpargögnum með flugi til Kathmandu, þar á meðal vatnshreinsitöflur, lyf, hreinlætisgögn, næringarsölt og teppi. Hins vegar hafa fréttir borist af því að ekki sé hægt að lenda á flugvellinum í Kathmandu vegna anna og plássleysis og að flugvél með hjálpargögn frá Indlandi hafi þurft að snúa við. Á vef BBC segir að það hafi hægt á hjálparstarfinu. Starfsmenn UNICEF í Nepal hafa útvegað segldúk og efni í skýli fyrir fjölskyldur sem hafast nú við undir beru lofti víða á skjálftasvæðinu. Einnig hefur verið dreift tjöldum til að nota sem neyðarskýli á sjúkrahúsum fyrir stóran hóp slasaðra. Í tilkynningunni frá UNICEF segir að minnst 940 þúsund börn muni þurfa á brýnni aðstoð að halda. Á næstu vikum og mánuðum hefur UNICEF einsett sér að koma lífsnauðsynlegri aðstoð til 2,8 milljón barna á skjálftasvæðunum. UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UNICEF fyrir Nepal með þvi að senda SMSið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1500 krónur til neyðaraðgerða vegna jarðskjálftans eða leggja inná söfnunarreikning 701-26-102040 kt: 481203-2950.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Myndband frá ótrúlegri björgun í Nepal: Var fastur í tvo sólahringa Ótrúlegt myndband sýnir hvernig björgunarsveitarmenn náðu manni út úr húsi sem hafði fallið í jarðskjálftanum í Nepal á laugardaginn. 27. apríl 2015 12:50 Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00 Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00 Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Neyðarástand ríkir í Nepal og alþjóðleg björgunarteymi streyma til landsins, Gísli Rafn Ólafsson er á leið á vettvang. 27. apríl 2015 07:00 Tala látinna komin yfir 3.600 Minnst 6.500 eru sagðir hafa slasast í jarðskjálftanum í Nepal. 27. apríl 2015 10:15 Þrír úr hópi Ingólfs fórust Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest. 27. apríl 2015 08:23 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Myndband frá ótrúlegri björgun í Nepal: Var fastur í tvo sólahringa Ótrúlegt myndband sýnir hvernig björgunarsveitarmenn náðu manni út úr húsi sem hafði fallið í jarðskjálftanum í Nepal á laugardaginn. 27. apríl 2015 12:50
Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00
Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00
Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Neyðarástand ríkir í Nepal og alþjóðleg björgunarteymi streyma til landsins, Gísli Rafn Ólafsson er á leið á vettvang. 27. apríl 2015 07:00
Tala látinna komin yfir 3.600 Minnst 6.500 eru sagðir hafa slasast í jarðskjálftanum í Nepal. 27. apríl 2015 10:15
Þrír úr hópi Ingólfs fórust Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest. 27. apríl 2015 08:23