Audi með keppinaut Tesla Model X Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2015 12:40 Audi hefur sent frá sér þessa teikningu af nýjum rafmagnsjepplingi. Tesla mun hefja sölu á rafmagnsjepplingnum Model X í ár og mun því eiga sviðið hvað rafdrifna jepplinga varðar í einhvern tíma. Það verður þó ekki svo lengi því Audi vinnur nú að smíði jepplings sem eingöngu verður drifinn rafmagni og kemst 500 kílómetra á hverri hleðslu. Bíll Audi verður sérhannaður til verksins og því verður ekki um að ræða núverandi bílgerð Audi sem breytt verður í rafmagnsbíl. Audi segist ætla að markaðssetja þennan bíl snemma á árinu 2018. Með 500 kílómetra drægni Audi bílsins slær hann við 430 drægni Tesla Model X. Líklegt veður þó að teljast að Tesla verði komið með rafhlöður í Model X eða aðra bíla sína sem draga jafn mikið eða meira þegar árið 2018 gengur í garð. Audi er með þessu ekki að veðja mest á bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Trú forsvarsmanna Audi er á tvíorkubíla, þ.e. bíla með hefðbundinni vél og rafmagnsmótorum, og það verði svo næstu 10-15 árin. Þessir bílar eru oft nefndir Plug-In-Hybrid bílar og fjölgar þeim mjög á meðal bílgerða Audi. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Tesla mun hefja sölu á rafmagnsjepplingnum Model X í ár og mun því eiga sviðið hvað rafdrifna jepplinga varðar í einhvern tíma. Það verður þó ekki svo lengi því Audi vinnur nú að smíði jepplings sem eingöngu verður drifinn rafmagni og kemst 500 kílómetra á hverri hleðslu. Bíll Audi verður sérhannaður til verksins og því verður ekki um að ræða núverandi bílgerð Audi sem breytt verður í rafmagnsbíl. Audi segist ætla að markaðssetja þennan bíl snemma á árinu 2018. Með 500 kílómetra drægni Audi bílsins slær hann við 430 drægni Tesla Model X. Líklegt veður þó að teljast að Tesla verði komið með rafhlöður í Model X eða aðra bíla sína sem draga jafn mikið eða meira þegar árið 2018 gengur í garð. Audi er með þessu ekki að veðja mest á bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Trú forsvarsmanna Audi er á tvíorkubíla, þ.e. bíla með hefðbundinni vél og rafmagnsmótorum, og það verði svo næstu 10-15 árin. Þessir bílar eru oft nefndir Plug-In-Hybrid bílar og fjölgar þeim mjög á meðal bílgerða Audi.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent