Stutt í Golf R 400 Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2015 16:00 Volkswagen R 400 verður snaröflugt tryllitæki. Hér hefur áður verið sagt frá hugmyndum Volkswagen að smíði enn aflmeiri Golf bíls en 300 hestafla Golf R kraftabílsins. Volkswagen hefur sýnt Golf R 400 á bílasýningum, en margir hafa ætlað að þessi bíll færi engu að síður aldrei í framleiðslu. Það hefur þó verið staðfest og það sem meira er, það eru ekki nema örfáir mánuðir í komu hans að sögn yfirmanns vélarframleiðslu Volkswagen, Dr. Heinz-Jakob Neusser. Golf R 400 er eins og nafnið bendir til með 400 hestöfl undir húddinu og fjöðrun og bremsur sem hæfa svo miklu afli. Búist er við því að Golf R 400 verði sýndur í endanlegri mynd á bílasýningunni í Frankfurt í september. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent
Hér hefur áður verið sagt frá hugmyndum Volkswagen að smíði enn aflmeiri Golf bíls en 300 hestafla Golf R kraftabílsins. Volkswagen hefur sýnt Golf R 400 á bílasýningum, en margir hafa ætlað að þessi bíll færi engu að síður aldrei í framleiðslu. Það hefur þó verið staðfest og það sem meira er, það eru ekki nema örfáir mánuðir í komu hans að sögn yfirmanns vélarframleiðslu Volkswagen, Dr. Heinz-Jakob Neusser. Golf R 400 er eins og nafnið bendir til með 400 hestöfl undir húddinu og fjöðrun og bremsur sem hæfa svo miklu afli. Búist er við því að Golf R 400 verði sýndur í endanlegri mynd á bílasýningunni í Frankfurt í september.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent