41% aukning hagnaðar hjá Benz Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2015 09:53 Mjög góð sala var í Mercedes Benz C-Class. Áfram gengur vel hjá þýsku lúxusbílaframleiðendunum og fyrsti ársfjórðungur Mercedes Benz skilaði fyrirtækinu 41% meiri hagnaði en í fyrra. Þar er ekki um litlar tölur að ræða en á þessum þremur fyrstu mánuðum ársins skiluðu 434 milljörðum króna sér í kassann í hagnað fyrir skatta. Hagnaður af sölu var 9,2% og reis frá 7,0% frá fyrra ári. Stefna Mercedes Benz í þeim efnum er að ná 10% hagnaði af sölu. Annað markmið Mercedes Benz er að ná bæði BMW og Audi í sölu bíla fyrir enda þessa áratugar og víst er að Benz er að draga á hina tvo þessa dagana. Mercedes Benz seldi 18% fleiri bíla á ársfjórðungnum en í fyrra og næsta öruggt er að það er meiri vöxtur en bæði BMW og Audi hafa náð. Mercedes Benz ætlar að fjárfesta fyrir 3.650 milljarða króna í nýjum bílum og verksmiðjum til enda ársins 2016. Það er ekki bara góð sala í fólksbílum sem skilað hefur Mercedes Benz þessum góða árangri á fjórðungnum heldur einnig mjög góð sala í trukkum og sendibílum. Heitasti sölubíll Benz, þ.e. C-Class seldist 58% betur í ár en í fyrra og ágæt sala Smart bíla hjálpaði þeirri deild sem hefur með sölu smærri bíla fyrirtækisins og skilaði hún miklum hagnaði fyrir vikið. Trukkadeildin jók sölu sína um 38% á milli ára og sendibíladeildin um 75%. Það eru því góðir tímar sem gengið hafa í garð hjá Mercedes Benz. Mercedes Benz er fyrst allra þýskra lúxusbílaframleiðenda að skila tölum fyrir fyrsta ársfjórðung en von er á uppgjöri frá BMW og Audi í næstu viku. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Áfram gengur vel hjá þýsku lúxusbílaframleiðendunum og fyrsti ársfjórðungur Mercedes Benz skilaði fyrirtækinu 41% meiri hagnaði en í fyrra. Þar er ekki um litlar tölur að ræða en á þessum þremur fyrstu mánuðum ársins skiluðu 434 milljörðum króna sér í kassann í hagnað fyrir skatta. Hagnaður af sölu var 9,2% og reis frá 7,0% frá fyrra ári. Stefna Mercedes Benz í þeim efnum er að ná 10% hagnaði af sölu. Annað markmið Mercedes Benz er að ná bæði BMW og Audi í sölu bíla fyrir enda þessa áratugar og víst er að Benz er að draga á hina tvo þessa dagana. Mercedes Benz seldi 18% fleiri bíla á ársfjórðungnum en í fyrra og næsta öruggt er að það er meiri vöxtur en bæði BMW og Audi hafa náð. Mercedes Benz ætlar að fjárfesta fyrir 3.650 milljarða króna í nýjum bílum og verksmiðjum til enda ársins 2016. Það er ekki bara góð sala í fólksbílum sem skilað hefur Mercedes Benz þessum góða árangri á fjórðungnum heldur einnig mjög góð sala í trukkum og sendibílum. Heitasti sölubíll Benz, þ.e. C-Class seldist 58% betur í ár en í fyrra og ágæt sala Smart bíla hjálpaði þeirri deild sem hefur með sölu smærri bíla fyrirtækisins og skilaði hún miklum hagnaði fyrir vikið. Trukkadeildin jók sölu sína um 38% á milli ára og sendibíladeildin um 75%. Það eru því góðir tímar sem gengið hafa í garð hjá Mercedes Benz. Mercedes Benz er fyrst allra þýskra lúxusbílaframleiðenda að skila tölum fyrir fyrsta ársfjórðung en von er á uppgjöri frá BMW og Audi í næstu viku.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent