Skjálftinn í Nepal: Bjargað eftir 82 tíma í rústunum Atli ÍSleifsson skrifar 29. apríl 2015 10:19 Khanal var staddur í íbúð sinni á annarri hæð byggingar þegar skjálftinn skóri varð. Vísir/AFP Frönsk björgunarsveit bjargaði í dag hinum 28 ára Rishi Khanal úr rústum byggingar í Katmandú þar sem hann hafði verið fastur í 82 klukkustundir. Khanal var staddur í íbúð sinni á annarri hæð byggingar þegar skjálftinn stóri varð á laugardaginn. Hann segir að byggingin hafi byrjað að vagga á laugardaginn en síðan hafi allt orðið svart. Skjálftinn á laugardaginn mældist 7,8 að stærð og stóð yfir í rúmar tvær mínútur. Staðfest er að rúmlega fimm þúsund manns hafi farist í skjálftanum og er óttast að fjöldinn komi til með að hækka enn frekar. Fjölda fólks er enn saknað. Khanal lýsir því hvernig hann hafi verið fastur í rústum byggingarinnar þegar hann komst til meðvitundar. Hann byrjaði þá að hrópa á hjálp og en það var fyrst þremur sólarhringum síðar sem franska sveitim kom honum til bjargar. Khanal segir að allt í kringum hann hafi verið lík látinna íbúa hússins. Hann segir að lyktin af rotnandi líkum hafi magnast með hverjum klukkutíma og að hann hafi þurft að drekka eigið þvag til að deyja ekki úr vökvaskorti. „Í gær hafði ég misst alla trú og var viss um að ég yrði eftir í rústunum. Ég var viss um að ég myndi deyja þar. Neglur mínar voru alveg hvítar og varirnar sprungnar. Þrátt fyrir það hélt ég áfram að banka og að lokum var einhver sem heyrði í mér og aðstoð barst,“ segir Khanal í samtali við ITV. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Veita aðstoð í smábæjum Í lok vikunnar heldur Anup Gurung til Nepal frá Íslandi, en hann er búsettur hér. 29. apríl 2015 12:00 Þjóðarsorg lýst yfir í Nepal Forsætisráðherra Nepals segir að fjöldi látinna gæti nálgast tíu þúsund. 29. apríl 2015 07:00 Íslendingar taka höndum saman og safna fyrir bágstadda í Nepal Meðlimir í félagi Nepala á Íslandi hvetja fólk til þess að gefa í safnanir vegna jarðskjálftanna í Nepal. Margt smátt gerir eitt stórt og hver einasta gjöf, hvort sem er peningur eða föt, hjálpar. 29. apríl 2015 09:00 Bjargaði lífi Ingólfs að vera ekki í grunnbúðunum "Það er erfitt að sætta sig við þetta en ég mun ekki klífa Everest á þessu ári,“ segir Ingólfur Axelsson. 29. apríl 2015 08:42 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Frönsk björgunarsveit bjargaði í dag hinum 28 ára Rishi Khanal úr rústum byggingar í Katmandú þar sem hann hafði verið fastur í 82 klukkustundir. Khanal var staddur í íbúð sinni á annarri hæð byggingar þegar skjálftinn stóri varð á laugardaginn. Hann segir að byggingin hafi byrjað að vagga á laugardaginn en síðan hafi allt orðið svart. Skjálftinn á laugardaginn mældist 7,8 að stærð og stóð yfir í rúmar tvær mínútur. Staðfest er að rúmlega fimm þúsund manns hafi farist í skjálftanum og er óttast að fjöldinn komi til með að hækka enn frekar. Fjölda fólks er enn saknað. Khanal lýsir því hvernig hann hafi verið fastur í rústum byggingarinnar þegar hann komst til meðvitundar. Hann byrjaði þá að hrópa á hjálp og en það var fyrst þremur sólarhringum síðar sem franska sveitim kom honum til bjargar. Khanal segir að allt í kringum hann hafi verið lík látinna íbúa hússins. Hann segir að lyktin af rotnandi líkum hafi magnast með hverjum klukkutíma og að hann hafi þurft að drekka eigið þvag til að deyja ekki úr vökvaskorti. „Í gær hafði ég misst alla trú og var viss um að ég yrði eftir í rústunum. Ég var viss um að ég myndi deyja þar. Neglur mínar voru alveg hvítar og varirnar sprungnar. Þrátt fyrir það hélt ég áfram að banka og að lokum var einhver sem heyrði í mér og aðstoð barst,“ segir Khanal í samtali við ITV.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Veita aðstoð í smábæjum Í lok vikunnar heldur Anup Gurung til Nepal frá Íslandi, en hann er búsettur hér. 29. apríl 2015 12:00 Þjóðarsorg lýst yfir í Nepal Forsætisráðherra Nepals segir að fjöldi látinna gæti nálgast tíu þúsund. 29. apríl 2015 07:00 Íslendingar taka höndum saman og safna fyrir bágstadda í Nepal Meðlimir í félagi Nepala á Íslandi hvetja fólk til þess að gefa í safnanir vegna jarðskjálftanna í Nepal. Margt smátt gerir eitt stórt og hver einasta gjöf, hvort sem er peningur eða föt, hjálpar. 29. apríl 2015 09:00 Bjargaði lífi Ingólfs að vera ekki í grunnbúðunum "Það er erfitt að sætta sig við þetta en ég mun ekki klífa Everest á þessu ári,“ segir Ingólfur Axelsson. 29. apríl 2015 08:42 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Veita aðstoð í smábæjum Í lok vikunnar heldur Anup Gurung til Nepal frá Íslandi, en hann er búsettur hér. 29. apríl 2015 12:00
Þjóðarsorg lýst yfir í Nepal Forsætisráðherra Nepals segir að fjöldi látinna gæti nálgast tíu þúsund. 29. apríl 2015 07:00
Íslendingar taka höndum saman og safna fyrir bágstadda í Nepal Meðlimir í félagi Nepala á Íslandi hvetja fólk til þess að gefa í safnanir vegna jarðskjálftanna í Nepal. Margt smátt gerir eitt stórt og hver einasta gjöf, hvort sem er peningur eða föt, hjálpar. 29. apríl 2015 09:00
Bjargaði lífi Ingólfs að vera ekki í grunnbúðunum "Það er erfitt að sætta sig við þetta en ég mun ekki klífa Everest á þessu ári,“ segir Ingólfur Axelsson. 29. apríl 2015 08:42