Fleiri rafmagnsbílar seldir en tengiltvinnbílar Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2015 09:43 BMW i8 er tengiltvinnbíll. Í fyrra voru seldir fleiri hreinræktaðir rafmagnsbílar í Evrópu en tengiltvinnbílar (Plug-In-Hybrid), en það á eftir að breytast á næstunni. Sífellt fleiri tengiltvinnbílar streyma frá bílaframleiðendum og mun fleiri þannig bílgerðir verða kynntar á næstunni en bílar sem eingöngu ganga fyrir rafmagni. Vöxtur í sölu rafmagnsbíla var 73% í Evrópu á síðasta ári en vöxturinn í sölu tengiltvinnbíla var 26%. Búast má þó við gríðarlegri aukningu í sölu á tengiltvinnbílum á þessu ári og þeim næstu og að gríðarlega aukið framboð bílgerða með þessari tækni muni verða til þess að slíkir bílar seljist brátt í enn meira magni en rafmagnsbílar. Í fyrra seldust 58.244 rafmagnsbílar í Evrópu og 39.547 tengiltvinnbílar. Eingöngu í Noregi seldust 18.090 rafmagnsbílar í fyrra. Var vöxtur í sölu þeirra þar 130% milli ára. Næststærsta söluland rafmagnsbíla í álfunni var Frakkland með 10.56 bíl og þar á eftir Þýskaland með 8.522 bíla og svo Bretland með 7.416 bíla. Stærsta söluland tengiltvinnbíla í Evrópu er Holland með 9.938 bíla í fyrra og þar á eftir Bretland með 7.945. Spár benda til þess að sala tengiltvinnbíla árið 2020 verði orðin 1,35 milljónir bíla í heiminum og 2,7 milljónir árið 2025. Þrátt fyrir svo mikla aukningu myndi það aðeins telja um 2% allra framleiddra bíla. Þá er því spáð að rafmagnsbílar verði aðeins um 1% af öllum framleiddum bílum árið 2020. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Í fyrra voru seldir fleiri hreinræktaðir rafmagnsbílar í Evrópu en tengiltvinnbílar (Plug-In-Hybrid), en það á eftir að breytast á næstunni. Sífellt fleiri tengiltvinnbílar streyma frá bílaframleiðendum og mun fleiri þannig bílgerðir verða kynntar á næstunni en bílar sem eingöngu ganga fyrir rafmagni. Vöxtur í sölu rafmagnsbíla var 73% í Evrópu á síðasta ári en vöxturinn í sölu tengiltvinnbíla var 26%. Búast má þó við gríðarlegri aukningu í sölu á tengiltvinnbílum á þessu ári og þeim næstu og að gríðarlega aukið framboð bílgerða með þessari tækni muni verða til þess að slíkir bílar seljist brátt í enn meira magni en rafmagnsbílar. Í fyrra seldust 58.244 rafmagnsbílar í Evrópu og 39.547 tengiltvinnbílar. Eingöngu í Noregi seldust 18.090 rafmagnsbílar í fyrra. Var vöxtur í sölu þeirra þar 130% milli ára. Næststærsta söluland rafmagnsbíla í álfunni var Frakkland með 10.56 bíl og þar á eftir Þýskaland með 8.522 bíla og svo Bretland með 7.416 bíla. Stærsta söluland tengiltvinnbíla í Evrópu er Holland með 9.938 bíla í fyrra og þar á eftir Bretland með 7.945. Spár benda til þess að sala tengiltvinnbíla árið 2020 verði orðin 1,35 milljónir bíla í heiminum og 2,7 milljónir árið 2025. Þrátt fyrir svo mikla aukningu myndi það aðeins telja um 2% allra framleiddra bíla. Þá er því spáð að rafmagnsbílar verði aðeins um 1% af öllum framleiddum bílum árið 2020.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent