Eitt umdeildasta atvik kvöldsins gerðist eftir klukkutíma leik þegar Real Madrid leikmaðurinn Dani Carvajal virtist bæði bíta og slá Króatann Mario Mandzukic.
Dómararnir tóku ekki eftir neinu og Dani Carvajal slapp með skrekkinn. Hann gat ekki neitað því að hafa slegið til Mandzukic en fór hinsvegar á twitter eftir leikinn þar sem hann neitaði því að hafa bitið Mandzukic.
„Ég sá eftir leikinn að ég var sakaður um það að hafa bitið mótherja. Við skulum hafa eitt á hreinu, ég hef aldrei bitið neinn eða reynt að bíta neinn," skrifaði Dani Carvajal á twitter.
Hér fyrir neðan má sjá myndband með þessu umdeilda atviki og það er Ríkharð Óskar Guðnason sem lýsir.