Sala nýju snjallsíma Samsung hefur farið betur af stað en spáð hafði verið og greinendur telja að Samsung þurfi að auka framleiðslu símanna. Apple hefur áhyggjur af því að geta ekki fengið nægilega marga örgjafa í nýja iPhone síma fyrirtækisins frá Samsung.
Apple hefur því ákveðið að fá annað fyrirtæki sem heitir TSMC til að framleiða þriðjung örgjafanna.
Samsung er sagt hafa gert samning við Apple um að framleiða örgjafa í nýja kynslóða iPhone síma. Vegna söluvæntinga Samsung er talið að fyrirtækið muni setja framleiðslu fyrir eigin vöru í forgang. Því er mögulegt að Apple myndi skorta örgjafa í síma sína.
Á vef Business Insider segir að greinandinn Ming-Chi Kuo, telji að Samsung muni auka framleiðslu S6 og S6 Edge um 40 prósent á árinu. Apple er þekkt fyrir að litlar sem engar upplýsingar leka úr herbúðum þeirra en Apple Insider birti fyrstu fréttina um málið.
Samsung hefur allt til síðasta árs framleitt alla örgjafa fyrir síma Apple.
Apple hefur áhyggjur af gangi Samsung Galaxy S6
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið

Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu
Viðskipti innlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa
Viðskipti innlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum
Viðskipti erlent

Valgerður Hrund hættir hjá Sensa
Viðskipti innlent
