Nýr Subaru sýndur í Shanghai Finnur Thorlacius skrifar 17. apríl 2015 10:27 Subaru Exiga Crossover 7. Þessi nýi tilraunabíll Subaru, Exiga Crossover 7, verður sýndur á bílasýningunni í Shanghai sem opnar eftir helgina. Þessi bíll er 7 sæta með þremur sætaröðum og svipar mjög til Subaru Outback og er háfættur jepplingur. Hann er byggður á sama undirvagni og Outback og er með sömu 2,5 lítra boxervélina og finna má í Outback og skilar 171 hestafli í þessum bíl. Þessi nýi bíll er sérstaklega ætlaður fyrir heimamarkað í Japan og Fuji Heavy Industries, eigandi Subaru bílasmiðsins, mun aðeins framleiða um 600 eintök af honum í hverjum mánuði. Enn er beðið eftir arftaka Tribeca jeppans sem beint verður að Bandaríkjamarkaði og þessi bíll er ekki sá bíll, né undanfari hans. Þar mun væntanlega fara mun stærri bíll sem fellur í flokk jeppa en ekki jepplinga. Slíkur bíll mun henta betur fyrir Bandaríkjamarkað. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent
Þessi nýi tilraunabíll Subaru, Exiga Crossover 7, verður sýndur á bílasýningunni í Shanghai sem opnar eftir helgina. Þessi bíll er 7 sæta með þremur sætaröðum og svipar mjög til Subaru Outback og er háfættur jepplingur. Hann er byggður á sama undirvagni og Outback og er með sömu 2,5 lítra boxervélina og finna má í Outback og skilar 171 hestafli í þessum bíl. Þessi nýi bíll er sérstaklega ætlaður fyrir heimamarkað í Japan og Fuji Heavy Industries, eigandi Subaru bílasmiðsins, mun aðeins framleiða um 600 eintök af honum í hverjum mánuði. Enn er beðið eftir arftaka Tribeca jeppans sem beint verður að Bandaríkjamarkaði og þessi bíll er ekki sá bíll, né undanfari hans. Þar mun væntanlega fara mun stærri bíll sem fellur í flokk jeppa en ekki jepplinga. Slíkur bíll mun henta betur fyrir Bandaríkjamarkað.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent