Nýr Subaru sýndur í Shanghai Finnur Thorlacius skrifar 17. apríl 2015 10:27 Subaru Exiga Crossover 7. Þessi nýi tilraunabíll Subaru, Exiga Crossover 7, verður sýndur á bílasýningunni í Shanghai sem opnar eftir helgina. Þessi bíll er 7 sæta með þremur sætaröðum og svipar mjög til Subaru Outback og er háfættur jepplingur. Hann er byggður á sama undirvagni og Outback og er með sömu 2,5 lítra boxervélina og finna má í Outback og skilar 171 hestafli í þessum bíl. Þessi nýi bíll er sérstaklega ætlaður fyrir heimamarkað í Japan og Fuji Heavy Industries, eigandi Subaru bílasmiðsins, mun aðeins framleiða um 600 eintök af honum í hverjum mánuði. Enn er beðið eftir arftaka Tribeca jeppans sem beint verður að Bandaríkjamarkaði og þessi bíll er ekki sá bíll, né undanfari hans. Þar mun væntanlega fara mun stærri bíll sem fellur í flokk jeppa en ekki jepplinga. Slíkur bíll mun henta betur fyrir Bandaríkjamarkað. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent
Þessi nýi tilraunabíll Subaru, Exiga Crossover 7, verður sýndur á bílasýningunni í Shanghai sem opnar eftir helgina. Þessi bíll er 7 sæta með þremur sætaröðum og svipar mjög til Subaru Outback og er háfættur jepplingur. Hann er byggður á sama undirvagni og Outback og er með sömu 2,5 lítra boxervélina og finna má í Outback og skilar 171 hestafli í þessum bíl. Þessi nýi bíll er sérstaklega ætlaður fyrir heimamarkað í Japan og Fuji Heavy Industries, eigandi Subaru bílasmiðsins, mun aðeins framleiða um 600 eintök af honum í hverjum mánuði. Enn er beðið eftir arftaka Tribeca jeppans sem beint verður að Bandaríkjamarkaði og þessi bíll er ekki sá bíll, né undanfari hans. Þar mun væntanlega fara mun stærri bíll sem fellur í flokk jeppa en ekki jepplinga. Slíkur bíll mun henta betur fyrir Bandaríkjamarkað.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent