Húsmæður sögðu Reykdalsstíflu lífshættulega árið 1970 Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. apríl 2015 11:15 Hafnarfjarðarbær kannast ekki við kvartanir vegna stíflunnar en skrifað var um það í Vísi fyrir 45 árum. Vísir/Vísir/Ernir Þrátt fyrir að Hafnarfjarðarbær segist ekki hafa fengið neinar kvartanir yfir Reykdalsstíflu, sem stendur neðan við Lækjarkinn, segjast íbúar hafa kvartað yfir frágangi og umhverfi stíflunnar. Árið 1970 kvörtuðu til að mynda húsmæður í götunni og sögðu börn sín í sífelldri hættu. Þessi frétt birtist í Vísi árið 1970. Slys átti sér stað við stífluna á þriðjudag en þá voru tveir drengir hætt komnir eftir að hafa fest sig í fossi sem rennur af stíflunni. Annar drengjanna hefur verið útskrifaður af spítala en hinum er haldið sofandi. „Við erum orðnar langþreyttar á að bíða eftir framkvæmdum bæjaryfirvalda. Höfum margsinnis kvartað undan frá ganginum hér við Lækinn, en það virðist ekkert duga," sögðu nokkrar húsmæður við Lækjarkinn í Hafnarfirði blaðamanni Vísis árið 1970. „Allt frá því þetta hverfi byggðist hér, hafa börnin manns verið í lífshættu beinlínis, þegar þau fara hér út fyrir að leika sér,“ var haft eftir einni þeirra í blaðinu. Þáverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Kristinn Ó. Guðmundsson, sagði í samtali við Vísi að til stæði að fylla upp og grynna lækinn. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ var farið í lagfæringar við Lækinn sjálfann árið 1971. Ekki liggur þó nákvæmlega fyrir hvað var gert. Tíu árum áður átti sér stað banaslys neðan við stífluna í Læknum sjálfum. Í janúar árið 1960 lést tveggja ára stúlka eftir að hafa lent í vatninu. Það var fyrsta banaslysið sem átti sér stað, samkvæmt fréttum á þeim tíma. Í umfjöllun blaða frá því þegar slysið átti sér stað var þetta þó ekki eina slysið sem þekkt var við Lækinn. Sagt er frá því að drengur hafi verið hætt kominn á vatninu, sem lagt var þunnum ís, en vegna snarræðis hafi honum verið bjargað. Þá er sagt frá því að fleki hafi sokkið undan öðrum. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi bæjarins, segir að fundað hafi verið með forsvarsmönnum Reykdalsfélagsins, sem stóðu fyrir endurbyggingu stíflunnar árið 2006, um hvernig væri hægt að koma í veg fyrir frekari slys á svæðinu. Hún segir að ekki verði veitt meira vatn í lónið fyrr en ákvarðanir liggi fyrir um aðgerðir. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Öðrum drengnum enn haldið sofandi Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og mun ræða við vitni í dag. 15. apríl 2015 13:49 Ekki vitað til þess að slys hafi áður átt sér stað við Reykdalsstíflu Engar skráningar um slys við Reykdalsstíflu finnast hjá Hafnarfjarðarbæ en stíflan var fyrst byggð árið 1906. 15. apríl 2015 12:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Þrátt fyrir að Hafnarfjarðarbær segist ekki hafa fengið neinar kvartanir yfir Reykdalsstíflu, sem stendur neðan við Lækjarkinn, segjast íbúar hafa kvartað yfir frágangi og umhverfi stíflunnar. Árið 1970 kvörtuðu til að mynda húsmæður í götunni og sögðu börn sín í sífelldri hættu. Þessi frétt birtist í Vísi árið 1970. Slys átti sér stað við stífluna á þriðjudag en þá voru tveir drengir hætt komnir eftir að hafa fest sig í fossi sem rennur af stíflunni. Annar drengjanna hefur verið útskrifaður af spítala en hinum er haldið sofandi. „Við erum orðnar langþreyttar á að bíða eftir framkvæmdum bæjaryfirvalda. Höfum margsinnis kvartað undan frá ganginum hér við Lækinn, en það virðist ekkert duga," sögðu nokkrar húsmæður við Lækjarkinn í Hafnarfirði blaðamanni Vísis árið 1970. „Allt frá því þetta hverfi byggðist hér, hafa börnin manns verið í lífshættu beinlínis, þegar þau fara hér út fyrir að leika sér,“ var haft eftir einni þeirra í blaðinu. Þáverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Kristinn Ó. Guðmundsson, sagði í samtali við Vísi að til stæði að fylla upp og grynna lækinn. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ var farið í lagfæringar við Lækinn sjálfann árið 1971. Ekki liggur þó nákvæmlega fyrir hvað var gert. Tíu árum áður átti sér stað banaslys neðan við stífluna í Læknum sjálfum. Í janúar árið 1960 lést tveggja ára stúlka eftir að hafa lent í vatninu. Það var fyrsta banaslysið sem átti sér stað, samkvæmt fréttum á þeim tíma. Í umfjöllun blaða frá því þegar slysið átti sér stað var þetta þó ekki eina slysið sem þekkt var við Lækinn. Sagt er frá því að drengur hafi verið hætt kominn á vatninu, sem lagt var þunnum ís, en vegna snarræðis hafi honum verið bjargað. Þá er sagt frá því að fleki hafi sokkið undan öðrum. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi bæjarins, segir að fundað hafi verið með forsvarsmönnum Reykdalsfélagsins, sem stóðu fyrir endurbyggingu stíflunnar árið 2006, um hvernig væri hægt að koma í veg fyrir frekari slys á svæðinu. Hún segir að ekki verði veitt meira vatn í lónið fyrr en ákvarðanir liggi fyrir um aðgerðir.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Drengirnir tveir festust í fossinum Björgunaraðgerðir gengu erfiðlega. 14. apríl 2015 17:10 Öðrum drengnum enn haldið sofandi Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og mun ræða við vitni í dag. 15. apríl 2015 13:49 Ekki vitað til þess að slys hafi áður átt sér stað við Reykdalsstíflu Engar skráningar um slys við Reykdalsstíflu finnast hjá Hafnarfjarðarbæ en stíflan var fyrst byggð árið 1906. 15. apríl 2015 12:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Öðrum drengnum enn haldið sofandi Lögreglan vinnur að rannsókn málsins og mun ræða við vitni í dag. 15. apríl 2015 13:49
Ekki vitað til þess að slys hafi áður átt sér stað við Reykdalsstíflu Engar skráningar um slys við Reykdalsstíflu finnast hjá Hafnarfjarðarbæ en stíflan var fyrst byggð árið 1906. 15. apríl 2015 12:00