Fórnarlömb nauðgana: „Núna vissi ég áhættuna sem fylgir því að drekka svona mikið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2015 19:30 Klara og Elín fengu sömu viðbrögð með átta ára millibili. myndir/aðsendar „Ég fór upp á neyðarmóttöku upp á Landsspítala og fékk að flestu leyti frábærar móttökur en þetta var samt sem áður greinilega viðhorfið,“ segir Klara Arnalds, 26 ára kona, sem varð fyrir nauðgun fyrir níu árum síðan, þá aðeins 17 ára. Klara segir að konan sem tók á móti henni á neyðarmóttökunni hafi hvatt hana til þess að hætta drekka. Þá væru minni líkur á að henni yrði nauðgað aftur. „Þær töldu sig knúnar til að láta mig vita af því að það væru auknar líkur á því að verða fyrir nauðgun aftur ef maður hefur lent í því einu sinni. Þær lögðu því til að ég myndi hætta að drekka til að draga úr tölfræðilegum líkum á að verða nauðgað í annað sinn.“(1/2) Konan á neyðarmóttökunni hvatti mig til að hætta að drekka. Til að draga úr líkum á að þetta gerðist aftur. #6dagsleikinn — Klara Arnalds (@klaraarnalds) April 16, 2015 Klara ákvað að svara hjúkrunarfræðingnum um hæl og sagði að með því að hætta að drekka vegna þessa væri hún búin að viðurkenna eigin ábyrgð á atvikinu.(2/2) Ég sagði að ef ég gerði það á þessum forsendum þá væri ég að viðurkenna eigin ábyrgð á atvikinu. 20 rokkstig á 17 ára mig! — Klara Arnalds (@klaraarnalds) April 16, 2015 „Þær rak eiginlega bara í rogastans og gátu í raun ekkert andmælt því sem ég hafði sagt.“ Klara segir að þetta viðhorf sé enn til staðar en hefur á tilfinningunni að það hafi breyst.„Fólk í kringum mig er í raun bara orðið rosalega reitt yfir því að svona viðhorf séu enn til staðar. Maður veit af því að fagaðilar, lögreglan og starfsfólk á neyðarmóttökunni eru að láta þessi viðhorf í ljósi.“Sat í mér Klara segir að vissulega eigi að skila skömminni þar sem hún á heima. „Þó að ég hafi svarað fyrir mig á sínum tíma þá var þetta samt eitthvað sem sat í mér og eitthvað sem ég þurfti að fara í gegnum í minni vinnu. Ég skammaðist mín alveg fyrir að hafa drukkið þetta umrædda kvöld og fór í gegnum tímabil þar sem mér fannst ég eiga einhverja sök á þessu sjálf. Þetta var bara eitthvað sem ég þurfti að vinda ofan af.“ Á miðvikudaginn fór fram málþing kynjafræðinema í framhaldsskólum sem haldið var í Menntaskólanum í Kópavogi. Auk MK-inga voru þar einnig nemar frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, Borgarholtsskóla, Menntaskóla Borgarfjarðar, Flensborg og Kvennaskólanum í Reykjavík.Sjá einnig: Kynjafræði málþing framhaldskólanema: „Ákváðum að gera eitthvað“ Úr varð lífleg umræða á Twitter undir kassamerkinu #6dagsleikinn. Klara tjáði sig um málið á Twitter og vonar hún að þetta geti haft góð áhrif á umræðuna. „Vonandi hefur þetta áhrif en rosalega mikið af þessu er auðvitað fólk að staðfesta skoðun sem það hafði áður. Maður heyrir samt af því, bæði í kringum þetta og í kringum #FreetheNipple að það eru kannski einhverjir, og þá sérstaklega strákar, sem hafa kannski verið á báðum áttum eða ekkert pælt í svona hlutum sem eru kannski farnir að sjá aðeins meira eða skilja betur um hvað umræðan snýst.“Aldrei rætt af hverju nauðgarar nauðga Þó Klara sé ekki ánægð með það viðhorf sem hún mætti fyrir níu árum síðan segist hún skilja vel af hverju fólk í samfélaginu vari konur við. „Auðvitað er þetta bara gert útfrá væntumþykju og einlægum velvilja en það er aldrei farið inn á það hvernig við getum fyrirbyggt það að nauðgarar nauðgi. Með því að vera alltaf að tala um það hvað fórnarlambið getur gert betur til að hindra ofbeldið þá erum við að beina athyglinni á rangan stað. Þetta er bara kýli sem þarf virkilega að stinga á.“ Eins og áður segir var Klöru nauðgað fyrir níu árum og virðist þetta viðhorf enn vera til staðar í samfélaginu. Elín Lára Baldursdóttir hefur sömu sögu að segja en henni var nauðgað á síðasta ári. Elín er 18 ára og var sagt við hana á neyðarmóttökunni: „Að núna vissi hún áhættuna sem fylgi því að drekka svona mikið.“Ad thad var sagt vid mig á neydarmóttöku naudgana ad núna vissi ég áhættuna sem fylgir thví ad ad drekka svona mikid #6dagsleikinn — ElínkLára (@kassadaman) April 16, 2015 „Á þeim tíma hlustaði ég alveg á þessa konu. Ég tók þetta alveg inn og hugsaði bara að ég yrði nú að passa mig næst. Það var ekki fyrr en þegar vinkona mín sagði við mig að þetta væri fáránlegt að segja. Mörgum mánuðum seinni fékk ég fyrst tíma hjá sálfræðingi og þá loksins gat ég hætt að hugsa um þetta,“ segir Elín en sálfræðingur hennar sagði við hana að það hefði ekki breytt neinu hvort hún hafi drukkið áfengið eða ekki. Elín gekk í gegnum töluverðan tíma þar sem hún kenndi sjálfri sér um. „Það skiptir miklu máli hvað er sagt við þig, og sérstaklega þegar maður mætir upp á spítala. Vinir mínir voru alltaf að segja við mig að þetta væri alls ekki mér að kenna en þau orð höfðu um tíma minna vægi en orð frá fagaðila.“ Elín segir að með hennar kynslóð sé að verða gríðarlega mikil vitundarvakning. „Ég vona að þetta viðhorf minnki á komandi árum. Ég efast um að það hverfi alveg. Þessi samheldni sem er í gangi hjá minni kynslóð er mögnuð og ég veit ekki alveg hvaðan hún kemur. #FreetheNipple virkaði ótrúlega vel og maður sér það líka við #6dagsleikinn. Ég persónulega hef ekki heyrt mikið slæmt um þessa hluti.“#6dagsleikinn Tweets #FreeTheNipple Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
„Ég fór upp á neyðarmóttöku upp á Landsspítala og fékk að flestu leyti frábærar móttökur en þetta var samt sem áður greinilega viðhorfið,“ segir Klara Arnalds, 26 ára kona, sem varð fyrir nauðgun fyrir níu árum síðan, þá aðeins 17 ára. Klara segir að konan sem tók á móti henni á neyðarmóttökunni hafi hvatt hana til þess að hætta drekka. Þá væru minni líkur á að henni yrði nauðgað aftur. „Þær töldu sig knúnar til að láta mig vita af því að það væru auknar líkur á því að verða fyrir nauðgun aftur ef maður hefur lent í því einu sinni. Þær lögðu því til að ég myndi hætta að drekka til að draga úr tölfræðilegum líkum á að verða nauðgað í annað sinn.“(1/2) Konan á neyðarmóttökunni hvatti mig til að hætta að drekka. Til að draga úr líkum á að þetta gerðist aftur. #6dagsleikinn — Klara Arnalds (@klaraarnalds) April 16, 2015 Klara ákvað að svara hjúkrunarfræðingnum um hæl og sagði að með því að hætta að drekka vegna þessa væri hún búin að viðurkenna eigin ábyrgð á atvikinu.(2/2) Ég sagði að ef ég gerði það á þessum forsendum þá væri ég að viðurkenna eigin ábyrgð á atvikinu. 20 rokkstig á 17 ára mig! — Klara Arnalds (@klaraarnalds) April 16, 2015 „Þær rak eiginlega bara í rogastans og gátu í raun ekkert andmælt því sem ég hafði sagt.“ Klara segir að þetta viðhorf sé enn til staðar en hefur á tilfinningunni að það hafi breyst.„Fólk í kringum mig er í raun bara orðið rosalega reitt yfir því að svona viðhorf séu enn til staðar. Maður veit af því að fagaðilar, lögreglan og starfsfólk á neyðarmóttökunni eru að láta þessi viðhorf í ljósi.“Sat í mér Klara segir að vissulega eigi að skila skömminni þar sem hún á heima. „Þó að ég hafi svarað fyrir mig á sínum tíma þá var þetta samt eitthvað sem sat í mér og eitthvað sem ég þurfti að fara í gegnum í minni vinnu. Ég skammaðist mín alveg fyrir að hafa drukkið þetta umrædda kvöld og fór í gegnum tímabil þar sem mér fannst ég eiga einhverja sök á þessu sjálf. Þetta var bara eitthvað sem ég þurfti að vinda ofan af.“ Á miðvikudaginn fór fram málþing kynjafræðinema í framhaldsskólum sem haldið var í Menntaskólanum í Kópavogi. Auk MK-inga voru þar einnig nemar frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, Borgarholtsskóla, Menntaskóla Borgarfjarðar, Flensborg og Kvennaskólanum í Reykjavík.Sjá einnig: Kynjafræði málþing framhaldskólanema: „Ákváðum að gera eitthvað“ Úr varð lífleg umræða á Twitter undir kassamerkinu #6dagsleikinn. Klara tjáði sig um málið á Twitter og vonar hún að þetta geti haft góð áhrif á umræðuna. „Vonandi hefur þetta áhrif en rosalega mikið af þessu er auðvitað fólk að staðfesta skoðun sem það hafði áður. Maður heyrir samt af því, bæði í kringum þetta og í kringum #FreetheNipple að það eru kannski einhverjir, og þá sérstaklega strákar, sem hafa kannski verið á báðum áttum eða ekkert pælt í svona hlutum sem eru kannski farnir að sjá aðeins meira eða skilja betur um hvað umræðan snýst.“Aldrei rætt af hverju nauðgarar nauðga Þó Klara sé ekki ánægð með það viðhorf sem hún mætti fyrir níu árum síðan segist hún skilja vel af hverju fólk í samfélaginu vari konur við. „Auðvitað er þetta bara gert útfrá væntumþykju og einlægum velvilja en það er aldrei farið inn á það hvernig við getum fyrirbyggt það að nauðgarar nauðgi. Með því að vera alltaf að tala um það hvað fórnarlambið getur gert betur til að hindra ofbeldið þá erum við að beina athyglinni á rangan stað. Þetta er bara kýli sem þarf virkilega að stinga á.“ Eins og áður segir var Klöru nauðgað fyrir níu árum og virðist þetta viðhorf enn vera til staðar í samfélaginu. Elín Lára Baldursdóttir hefur sömu sögu að segja en henni var nauðgað á síðasta ári. Elín er 18 ára og var sagt við hana á neyðarmóttökunni: „Að núna vissi hún áhættuna sem fylgi því að drekka svona mikið.“Ad thad var sagt vid mig á neydarmóttöku naudgana ad núna vissi ég áhættuna sem fylgir thví ad ad drekka svona mikid #6dagsleikinn — ElínkLára (@kassadaman) April 16, 2015 „Á þeim tíma hlustaði ég alveg á þessa konu. Ég tók þetta alveg inn og hugsaði bara að ég yrði nú að passa mig næst. Það var ekki fyrr en þegar vinkona mín sagði við mig að þetta væri fáránlegt að segja. Mörgum mánuðum seinni fékk ég fyrst tíma hjá sálfræðingi og þá loksins gat ég hætt að hugsa um þetta,“ segir Elín en sálfræðingur hennar sagði við hana að það hefði ekki breytt neinu hvort hún hafi drukkið áfengið eða ekki. Elín gekk í gegnum töluverðan tíma þar sem hún kenndi sjálfri sér um. „Það skiptir miklu máli hvað er sagt við þig, og sérstaklega þegar maður mætir upp á spítala. Vinir mínir voru alltaf að segja við mig að þetta væri alls ekki mér að kenna en þau orð höfðu um tíma minna vægi en orð frá fagaðila.“ Elín segir að með hennar kynslóð sé að verða gríðarlega mikil vitundarvakning. „Ég vona að þetta viðhorf minnki á komandi árum. Ég efast um að það hverfi alveg. Þessi samheldni sem er í gangi hjá minni kynslóð er mögnuð og ég veit ekki alveg hvaðan hún kemur. #FreetheNipple virkaði ótrúlega vel og maður sér það líka við #6dagsleikinn. Ég persónulega hef ekki heyrt mikið slæmt um þessa hluti.“#6dagsleikinn Tweets
#FreeTheNipple Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira