Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Heimir Már Pétursson skrifar 19. apríl 2015 21:13 Talið er að allt að 700 manns hafi farist þegar báti flóttamanna frá Líbíu hvolfdi við strendur landsins síðast liðna nótt. Hollande Frakklandsforseti fór í dag fram á ráðherrafund innan Evrópusambandsins um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi, þar sem fimmtán hundruð flóttamenn hafa farist á árinu. Mikill straumur flóttafólks hefur verið frá Líbíu frá því Mohammar Gaddafi fyrrverandi leiðtogi landsins var tekinn af lífi. Fiskibáti með rúmlega 700 manns innanborðs hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í nótt en ítölsku strandgæslunni hefur tekist að bjarga 28 manns og tuttugu og fjögur lík hafa fundist í sjónum. Francois Hollande forseti Frakklands hefur farið fram á leiðtogafund innan Evrópusambandsins um flóttamannavandann frá Afríku til Evrópu. „Ég hef ekki frekari upplýsingar um þetta slys í smáatriðum en ég get staðfest að þetta er mannskæðasta sjóslys flóttamanna á Miðjarðarhafi á seinni árum. Þetta slys er hræðilegt, en það áttu sér líka stað harmleikir í síðustu viku sem kostuðu 400 manns lífið. Þannig að tölur um mannfall hafa farið stighækkandi það sem af er árinu. Á síðasta ári fórust fjögur þúsund flóttamenn á Miðjarðarhafi,“ sagði Hollande í viðtali við Stöð 2 franska sjónvarpsins. Varðskipið Týr hefur tekið þátt í björgun hundruð flóttamanna frá Líbíu á Miðjarðarhafi undanfarnar vikur en skipið hefur ekki komið að leit og björgun vegna slyssins sem varð í nótt. Að minnsta kosti 1.500 flóttamenn hafa látið lífið á þessu ári í tilraunum sínum til að komast til Evrópu. Segja má að allt sem flýtur sé notað við flóttann til Evrópu, sem er ekki einskorðaður við Líbani því fólkið kemur víðs vegar að í Afríku. Oman var einn fjölmargra sem bjargað var á Miðjarðarhafi og kom með björgunarskipi til Sikileyjar á föstudag. „Við vorum þrjá daga í sjónum áður en okkur var bjargað. Björgunin dróst mjög á langinn frá því okkur var sagt að hún væri á leiðinni. Við þjáðumst mikið í sjónum. Við reyndum ítrekað að hringja úr farsíma þar til innistæðan var búin. Það voru engin björgunarvesti um borð í bátnum okkar, þannig að áhættan var mikil,“ sagði Oman við komuna ti Sikileyjar. Flóttamenn Tengdar fréttir Líkur á að fleiri finnist á lífi hverfandi Tuttugu og átta hefur verið bjargað í Miðjarðarhafi í dag eftir að bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu skömmu eftir miðnætti. 19. apríl 2015 18:09 Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira
Talið er að allt að 700 manns hafi farist þegar báti flóttamanna frá Líbíu hvolfdi við strendur landsins síðast liðna nótt. Hollande Frakklandsforseti fór í dag fram á ráðherrafund innan Evrópusambandsins um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi, þar sem fimmtán hundruð flóttamenn hafa farist á árinu. Mikill straumur flóttafólks hefur verið frá Líbíu frá því Mohammar Gaddafi fyrrverandi leiðtogi landsins var tekinn af lífi. Fiskibáti með rúmlega 700 manns innanborðs hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í nótt en ítölsku strandgæslunni hefur tekist að bjarga 28 manns og tuttugu og fjögur lík hafa fundist í sjónum. Francois Hollande forseti Frakklands hefur farið fram á leiðtogafund innan Evrópusambandsins um flóttamannavandann frá Afríku til Evrópu. „Ég hef ekki frekari upplýsingar um þetta slys í smáatriðum en ég get staðfest að þetta er mannskæðasta sjóslys flóttamanna á Miðjarðarhafi á seinni árum. Þetta slys er hræðilegt, en það áttu sér líka stað harmleikir í síðustu viku sem kostuðu 400 manns lífið. Þannig að tölur um mannfall hafa farið stighækkandi það sem af er árinu. Á síðasta ári fórust fjögur þúsund flóttamenn á Miðjarðarhafi,“ sagði Hollande í viðtali við Stöð 2 franska sjónvarpsins. Varðskipið Týr hefur tekið þátt í björgun hundruð flóttamanna frá Líbíu á Miðjarðarhafi undanfarnar vikur en skipið hefur ekki komið að leit og björgun vegna slyssins sem varð í nótt. Að minnsta kosti 1.500 flóttamenn hafa látið lífið á þessu ári í tilraunum sínum til að komast til Evrópu. Segja má að allt sem flýtur sé notað við flóttann til Evrópu, sem er ekki einskorðaður við Líbani því fólkið kemur víðs vegar að í Afríku. Oman var einn fjölmargra sem bjargað var á Miðjarðarhafi og kom með björgunarskipi til Sikileyjar á föstudag. „Við vorum þrjá daga í sjónum áður en okkur var bjargað. Björgunin dróst mjög á langinn frá því okkur var sagt að hún væri á leiðinni. Við þjáðumst mikið í sjónum. Við reyndum ítrekað að hringja úr farsíma þar til innistæðan var búin. Það voru engin björgunarvesti um borð í bátnum okkar, þannig að áhættan var mikil,“ sagði Oman við komuna ti Sikileyjar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Líkur á að fleiri finnist á lífi hverfandi Tuttugu og átta hefur verið bjargað í Miðjarðarhafi í dag eftir að bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu skömmu eftir miðnætti. 19. apríl 2015 18:09 Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira
Líkur á að fleiri finnist á lífi hverfandi Tuttugu og átta hefur verið bjargað í Miðjarðarhafi í dag eftir að bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu skömmu eftir miðnætti. 19. apríl 2015 18:09
Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07