Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Heimir Már Pétursson skrifar 19. apríl 2015 21:13 Talið er að allt að 700 manns hafi farist þegar báti flóttamanna frá Líbíu hvolfdi við strendur landsins síðast liðna nótt. Hollande Frakklandsforseti fór í dag fram á ráðherrafund innan Evrópusambandsins um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi, þar sem fimmtán hundruð flóttamenn hafa farist á árinu. Mikill straumur flóttafólks hefur verið frá Líbíu frá því Mohammar Gaddafi fyrrverandi leiðtogi landsins var tekinn af lífi. Fiskibáti með rúmlega 700 manns innanborðs hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í nótt en ítölsku strandgæslunni hefur tekist að bjarga 28 manns og tuttugu og fjögur lík hafa fundist í sjónum. Francois Hollande forseti Frakklands hefur farið fram á leiðtogafund innan Evrópusambandsins um flóttamannavandann frá Afríku til Evrópu. „Ég hef ekki frekari upplýsingar um þetta slys í smáatriðum en ég get staðfest að þetta er mannskæðasta sjóslys flóttamanna á Miðjarðarhafi á seinni árum. Þetta slys er hræðilegt, en það áttu sér líka stað harmleikir í síðustu viku sem kostuðu 400 manns lífið. Þannig að tölur um mannfall hafa farið stighækkandi það sem af er árinu. Á síðasta ári fórust fjögur þúsund flóttamenn á Miðjarðarhafi,“ sagði Hollande í viðtali við Stöð 2 franska sjónvarpsins. Varðskipið Týr hefur tekið þátt í björgun hundruð flóttamanna frá Líbíu á Miðjarðarhafi undanfarnar vikur en skipið hefur ekki komið að leit og björgun vegna slyssins sem varð í nótt. Að minnsta kosti 1.500 flóttamenn hafa látið lífið á þessu ári í tilraunum sínum til að komast til Evrópu. Segja má að allt sem flýtur sé notað við flóttann til Evrópu, sem er ekki einskorðaður við Líbani því fólkið kemur víðs vegar að í Afríku. Oman var einn fjölmargra sem bjargað var á Miðjarðarhafi og kom með björgunarskipi til Sikileyjar á föstudag. „Við vorum þrjá daga í sjónum áður en okkur var bjargað. Björgunin dróst mjög á langinn frá því okkur var sagt að hún væri á leiðinni. Við þjáðumst mikið í sjónum. Við reyndum ítrekað að hringja úr farsíma þar til innistæðan var búin. Það voru engin björgunarvesti um borð í bátnum okkar, þannig að áhættan var mikil,“ sagði Oman við komuna ti Sikileyjar. Flóttamenn Tengdar fréttir Líkur á að fleiri finnist á lífi hverfandi Tuttugu og átta hefur verið bjargað í Miðjarðarhafi í dag eftir að bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu skömmu eftir miðnætti. 19. apríl 2015 18:09 Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira
Talið er að allt að 700 manns hafi farist þegar báti flóttamanna frá Líbíu hvolfdi við strendur landsins síðast liðna nótt. Hollande Frakklandsforseti fór í dag fram á ráðherrafund innan Evrópusambandsins um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi, þar sem fimmtán hundruð flóttamenn hafa farist á árinu. Mikill straumur flóttafólks hefur verið frá Líbíu frá því Mohammar Gaddafi fyrrverandi leiðtogi landsins var tekinn af lífi. Fiskibáti með rúmlega 700 manns innanborðs hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í nótt en ítölsku strandgæslunni hefur tekist að bjarga 28 manns og tuttugu og fjögur lík hafa fundist í sjónum. Francois Hollande forseti Frakklands hefur farið fram á leiðtogafund innan Evrópusambandsins um flóttamannavandann frá Afríku til Evrópu. „Ég hef ekki frekari upplýsingar um þetta slys í smáatriðum en ég get staðfest að þetta er mannskæðasta sjóslys flóttamanna á Miðjarðarhafi á seinni árum. Þetta slys er hræðilegt, en það áttu sér líka stað harmleikir í síðustu viku sem kostuðu 400 manns lífið. Þannig að tölur um mannfall hafa farið stighækkandi það sem af er árinu. Á síðasta ári fórust fjögur þúsund flóttamenn á Miðjarðarhafi,“ sagði Hollande í viðtali við Stöð 2 franska sjónvarpsins. Varðskipið Týr hefur tekið þátt í björgun hundruð flóttamanna frá Líbíu á Miðjarðarhafi undanfarnar vikur en skipið hefur ekki komið að leit og björgun vegna slyssins sem varð í nótt. Að minnsta kosti 1.500 flóttamenn hafa látið lífið á þessu ári í tilraunum sínum til að komast til Evrópu. Segja má að allt sem flýtur sé notað við flóttann til Evrópu, sem er ekki einskorðaður við Líbani því fólkið kemur víðs vegar að í Afríku. Oman var einn fjölmargra sem bjargað var á Miðjarðarhafi og kom með björgunarskipi til Sikileyjar á föstudag. „Við vorum þrjá daga í sjónum áður en okkur var bjargað. Björgunin dróst mjög á langinn frá því okkur var sagt að hún væri á leiðinni. Við þjáðumst mikið í sjónum. Við reyndum ítrekað að hringja úr farsíma þar til innistæðan var búin. Það voru engin björgunarvesti um borð í bátnum okkar, þannig að áhættan var mikil,“ sagði Oman við komuna ti Sikileyjar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Líkur á að fleiri finnist á lífi hverfandi Tuttugu og átta hefur verið bjargað í Miðjarðarhafi í dag eftir að bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu skömmu eftir miðnætti. 19. apríl 2015 18:09 Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira
Líkur á að fleiri finnist á lífi hverfandi Tuttugu og átta hefur verið bjargað í Miðjarðarhafi í dag eftir að bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu skömmu eftir miðnætti. 19. apríl 2015 18:09
Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07