
Emma Watson er til fyrirmyndar í Saint Laurent jakkafötum og svörtum hælum. Hér koma fleiri útfærslur á stílnum.

Dree Hemingway er töffari með sítt þunnt bindi sem setur punktinn yfir i-ið

Leikkonan Suki Waterhouse tekur sjaldan feilspor. Kremuð dragt og Superga strigaskór var frumsýningadress leikkonunnar vestanhafs á dögunum.

Leikkonan Emma Stone kaus strákaleg ullarföt og klæðir það hana vel

Það mætti að segja að Angelina Jolie sé einskonar talsmaður stílsins enda er hún óhrædd við að klæðast jakkafötum á rauða dreglinum.
Cara Delevingne er alltaf töff - hér í Mulberry. Hún er þekkt fyrir sinn töffaralega strákastíl og það á hlut í hennar vinsældum.
