Dacia bílar að verða 400 á götum landsins Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2015 10:16 Dacia Duster jepplingurinn. Innflutningur á hinum rúmensku Dacia bílum hóft hjá bílaumboðinu BL haustið 2012 og er nú svo komið að þeir eru að nálgast 400 á götum landsins. Vinsældir Dacia virðast aukast jafnt og þétt hér á landi, bæði meðal almennings og í atvinnulífinu. Það sem af er þessu ári hafa um 50 Dacia verið afhentir kaupendum um allt land og með þeim hafa nálægt 400 bílar verið skráðir síðan þeir voru kynntir haustið 2012. Einkum eru það jepplingurinn Duster og sendi- og húsbíllinn Dokker, sem njóta mestu vinsældanna hjá einstaklingum og fyrirtækjum, einkum bílaleigum, en einnig er langbakurinn Logan að sækja í sig veðrið. Sem dæmi úr atvinnulífinu má nefna bílaleiguna Blue Car Rental í Reykjanesbæ, sem tók 20 Dacia Duster jepplinga í notkun vorið 2013. Vegna góðrar reynslu verður bílunum nú fjölgað fyrir komandi sumarvertíð og fær bílaleigan afhenta 30 nýja Duster hjá BL á næstu vikum.Ástæður sem réðu vali á Dacia Duster „Það voru nokkrar ástæður sem réðu því að við tókum Duster í þjónustu bílaleigunnar á sínum tíma. Í fyrsta lagi eru þetta mjög einfaldir bílar í notkun. Dusterinn er t.d. ekki sídrifinn, heldur er hann alla jafna framdrifinn og síðan er hann settur í afturdrifið þegar þörf er á utan alfaraleiða á hálendinu. Duster er með drifkerfi frá Nissan, raunar nákvæmlega það sama og í Qashqai; afar vandað og öruggt. Hann er því með sömu drifstillingar, í 2wd er hann framdrifinn, í 4wd Auto deilir hann aflinu á mill fram- og afturhjóla eftir undirlagi og gripi, en í LOCK dreifir bíllinn aflinu í hlutföllunum 50%/50% milli fram- og afturhólanna. Þetta kunna margir viðskiptavinir okkar vel að meta. Önnur ástæða þess að við tókum Duster í bílaflotann var verðið sem var og er mjög hagstætt. Þriðja ástæðan er sparneytni bílanna,“ segir Magnús Sverrir og bætir við að þetta séu allt kostir sem geri Dacia að góðum kosti og viðskiptavinina ánægða.Hagkvæmur í rekstri og endursölu Magnús segir Duster hafa komið vel út rekstrarlega fyrir Blue Car Rental. Meðal annars af þeirri ástæðu sé nú ákveðið að fjölga þeim í flotanum. „Bilanatíðnin hefur reynst ótrúlega lítil og það er mikill kostur fyrir bílaleigur. Síðan er komin góð reynsla af þeim í endursölu og það gerir hann einnig góðan kost fyrir okkur. Dacia mun klárlega verða áfram í fararbroddi hjá okkur í þessum stærðarflokki 4x4 jeppa enda koma viðskiptavinir okkar langflestir mjög glaðir til baka eftir að hafa ekið um allt hálendið. Þú situr hátt í Duster, öll minn vatnsföll eru ekki vandamál og þeir eyða ekki miklu. Dusterinn er því mjög góður kostur fyrir ferðamenn sem vilja aka um hálendið og njóta kyrrðar í stórbrotinni íslenskri náttúru,“ segir Magnús Þorsteinsson, eigandi bílaleigunnar Blue Car Rental í Reykjanesbæ. Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent
Innflutningur á hinum rúmensku Dacia bílum hóft hjá bílaumboðinu BL haustið 2012 og er nú svo komið að þeir eru að nálgast 400 á götum landsins. Vinsældir Dacia virðast aukast jafnt og þétt hér á landi, bæði meðal almennings og í atvinnulífinu. Það sem af er þessu ári hafa um 50 Dacia verið afhentir kaupendum um allt land og með þeim hafa nálægt 400 bílar verið skráðir síðan þeir voru kynntir haustið 2012. Einkum eru það jepplingurinn Duster og sendi- og húsbíllinn Dokker, sem njóta mestu vinsældanna hjá einstaklingum og fyrirtækjum, einkum bílaleigum, en einnig er langbakurinn Logan að sækja í sig veðrið. Sem dæmi úr atvinnulífinu má nefna bílaleiguna Blue Car Rental í Reykjanesbæ, sem tók 20 Dacia Duster jepplinga í notkun vorið 2013. Vegna góðrar reynslu verður bílunum nú fjölgað fyrir komandi sumarvertíð og fær bílaleigan afhenta 30 nýja Duster hjá BL á næstu vikum.Ástæður sem réðu vali á Dacia Duster „Það voru nokkrar ástæður sem réðu því að við tókum Duster í þjónustu bílaleigunnar á sínum tíma. Í fyrsta lagi eru þetta mjög einfaldir bílar í notkun. Dusterinn er t.d. ekki sídrifinn, heldur er hann alla jafna framdrifinn og síðan er hann settur í afturdrifið þegar þörf er á utan alfaraleiða á hálendinu. Duster er með drifkerfi frá Nissan, raunar nákvæmlega það sama og í Qashqai; afar vandað og öruggt. Hann er því með sömu drifstillingar, í 2wd er hann framdrifinn, í 4wd Auto deilir hann aflinu á mill fram- og afturhjóla eftir undirlagi og gripi, en í LOCK dreifir bíllinn aflinu í hlutföllunum 50%/50% milli fram- og afturhólanna. Þetta kunna margir viðskiptavinir okkar vel að meta. Önnur ástæða þess að við tókum Duster í bílaflotann var verðið sem var og er mjög hagstætt. Þriðja ástæðan er sparneytni bílanna,“ segir Magnús Sverrir og bætir við að þetta séu allt kostir sem geri Dacia að góðum kosti og viðskiptavinina ánægða.Hagkvæmur í rekstri og endursölu Magnús segir Duster hafa komið vel út rekstrarlega fyrir Blue Car Rental. Meðal annars af þeirri ástæðu sé nú ákveðið að fjölga þeim í flotanum. „Bilanatíðnin hefur reynst ótrúlega lítil og það er mikill kostur fyrir bílaleigur. Síðan er komin góð reynsla af þeim í endursölu og það gerir hann einnig góðan kost fyrir okkur. Dacia mun klárlega verða áfram í fararbroddi hjá okkur í þessum stærðarflokki 4x4 jeppa enda koma viðskiptavinir okkar langflestir mjög glaðir til baka eftir að hafa ekið um allt hálendið. Þú situr hátt í Duster, öll minn vatnsföll eru ekki vandamál og þeir eyða ekki miklu. Dusterinn er því mjög góður kostur fyrir ferðamenn sem vilja aka um hálendið og njóta kyrrðar í stórbrotinni íslenskri náttúru,“ segir Magnús Þorsteinsson, eigandi bílaleigunnar Blue Car Rental í Reykjanesbæ.
Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent