Umfjöllun: Töpuð FIFA-stig í jafntefli við Eista í Tallinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2015 18:00 Viðar Örn Kjartansson í baráttunni við hinn firnasterka Ragnar Klavan, miðvörð Eista. Vísir/epa Íslenska landsliðið í fótbolta gerði jafntefli við Eistland, 1-1, í vináttulandsleik í Tallinn í kvöld. Frammistaða okkar manna var ekki nógu góð og úrslitin eftir því. Rúrik Gíslason skoraði mark Íslands. Lars og Heimir gerðu ellefu breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum á Kasakstan. Emil Hallfreðsson bar fyrirliðabandið að þessu sinni, en bekkurinn hjá Íslandi var svakalega sterkur í dag.Ísland í dag (4-4-2); Ögmundur Kristinsson - Haukur Heiðar Hauksson, Hallgrímur Jónasson, Jón Guðni Fjóluson (Ragnar Sigurðsson 46.), Hörður Björgvin Magnússon (Ari Freyr Skúlason 46.) - Rúrik Gíslason, Guðlaugur Victor Pálsson (Ólafur Ingi Skúlason 46.), Emil Hallfreðsson (Rúnar Már S. Sigurjónsson 60.), Jón Daði Böðvarsson (Jóhann Berg Guðmundsson 46.) - Alfreð Finnbogason, Viðar Örn Kjartansson. Fyrir leik var mikil athöfn þar sem Raio Piiroja, leikmaður Eista var kvaddur. Hann fékk fjöldan allan af gjöfum, þar á meðal íslenska landsliðstreyju frá Geir Þorsteinssyni með nafni sínu á. Hann fékk einnig gúmmíbát.Haukur Heiðar Hauksson skallar frá marki.vísir/epaPiiroja spilaði svo bara fyrstu tólf mínútur leiksins og hefur væntanlega drifið sig heim á gúmmíbátnum með allan þann fjölda af gjöfum sem hann fékk. Piiroja tókst þó að vera nógu lengi inn á til að sjá Ísland skora fyrsta markið, en það gerði Rúrik Gíslason á níundu mínútu. Guðlaugur Victor átti þá flotta skiptingu frá vinstri til hægri og vinstri bakvörður Eista missti boltann yfir sig. Haukur Heiðar renndi boltanum inn á teiginn þar sem Viðar Örn gerði sig líklega til að skora en hann hitti ekki boltann. Þess í stað endaði boltinn hjá Jóni Daða Böðvarssyni. Hann var yfirvegaður og sendi á Rúrik Gíslason á fjærstönginni vinstra megin. Rúrik lét ekki bjóða sér það tvisvar og skoraði með góðu skoti. Eistar pressuðu stíft eftir markið og fengu skotfæri rétt fyrir utan teig sem þeir nýttu ekki. Skömmu síðar tók Ísland aftur völdin á vellinum og þurfti Aksalu markvörður Eista að taka á honum stóra sínum þegar Viðar Örn Kjartansson slapp einn í gegn eftir glæsilega sendingu Alfreðs Finnbogasonar. Sjálfur komst Alfreð í dauðafæri á 33. mínútu en skaut framhjá. Hann átti þó klárlega að fá vítaspyrnu því Taijo Teniste, leikmaður Eista, hélt í treyju hans allan tímann.Alfreð Finbogason átti að fá vítaspyrnu.vísir/epaEistar voru mun betri síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks og voru hársbreidd frá því að jafna metin í uppbótartíma. Þá reyndi fyrst almennilega á Ögmund Kristinsson í markinu, en Ögmundur varði skalla Konstantin Vassiljev af stuttu færi. Eistar fóru mikið upp vinstra megin í fyrri hálfleik og fengu nokkrar góðar fyrirgjafir sem miðverðirnir Hallgrímur Jónasson og Jón Guðni Fjóluson skölluðu frá. Emil Hallfreðsson stýrði spilinu ágætlega í fyrri hálfleik og átti varla misheppnaða sendingu, en á síðasta þriðjungi vallarins var ekki mikið að frétta. Sterkir miðverðir Eista gerðu framherjum Íslands lífið leitt þegar langar sendingar komu fram völlinn. Lars og Heimir gerðu fjórar breytingar í hálfleik. Ólafur Ingi, Jóhann Berg, Ari Freyr og Ragnar Sigurðsson komu inn á, en það gerði ekkert til að hrista upp í liðinu þegar seinni hálfleikurinn var flautaður á. Doði var yfir íslenska liðinu sem endaði með því að Emil Hallfreðsson missti boltann í baráttu við Konstantin Vassiljev á miðjunni. Vassiljev rak boltann frá miðju, fíflaði Ragnar Sigurðsson með nokkrum skærum og skoraði með föstu skoti í vinstra hornið. Alls ekki nógu gott hjá Emil sem hafði annars verið góður, en hann fór af velli skömmu síðar. Ragnar leit heldur ekkert sérstaklega vel út í markinu.vísir/epaStrákarnir vöknuðu við þetta mark Eistanna og tóku aftur völdin í leiknum. Sendingarnar voru betri og Ísland náði að setja smá pressu á heimamenn. Ari Freyr átti hættulega fyrirgjöf frá vinstri sem Eistar björguðu frá marki á síðustu stundu. Íslenska pressan entist þó ekki lengi. Eistar, sem eru ekki þekktir fyrir frábæran sóknarleik og þvert á móti, áttu nokkrar hraðar og skemmtilegar sóknir á meðan okkar menn áttu erfitt með að byggja upp sóknir. Það hjálpaði Eistum hversu slitið var á milli varnar og miðju hjá íslenska liðinu í dag. Mikið pláss skapaðist þar á milli sem Eistar nýttu sér vel og settu íslensku vörnina undir mikla pressu á köflum. Íslenska liðið náði aldrei að setja það eistneska undir neina alvöru pressu undir lokin og ógnaði marki ekki mikið. Framherjarnir voru í vandræðum gegn sterkri vörn heimamanna og færin af skornum skammti. Alfreð Finnbogason fékk þó gott færi í uppbótartíma en Aksalu í markinu varði skot hans eftir sendingu Jóhanns Berg Guðmundssonar. Íslandi átti svo að fá annað víti í seinni hálfleik en ömurlegur dómari leiksins dæmdi ekki neitt. Auðvitað er hægt að benda á að það vantaði lykilmenn á borð við Gylfa Þór, Aron Einar, Eið Smára og Kolbein Sigþórsson, en þeir sem voru inn á vellinum í dag áttu klárlega að geta afgreitt lið Eistlands. Jóhann Berg kom inn á í hálfleik og átti nokkrar ágætar fyrirgjafir. Hann reyndi að "skera" inn frá hægri kantinum og koma sér í skotfæri en sá ekkert nema bláan varnarvegg heimamanna. Í heildina frekar svekkjandi niðurstaða. Þó um vináttuleik hafi verið að ræða vildu þjálfararnir og leikmennirnir innbyrða sigur til að ná í FIFA-stiga klífa upp heimslistann. Hann skiptir gríðarlega miklu máli þegar raðað er í styrkleikaflokka fyrir undankeppni HM 2018. Jafnteflið sanngjarnt. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta gerði jafntefli við Eistland, 1-1, í vináttulandsleik í Tallinn í kvöld. Frammistaða okkar manna var ekki nógu góð og úrslitin eftir því. Rúrik Gíslason skoraði mark Íslands. Lars og Heimir gerðu ellefu breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum á Kasakstan. Emil Hallfreðsson bar fyrirliðabandið að þessu sinni, en bekkurinn hjá Íslandi var svakalega sterkur í dag.Ísland í dag (4-4-2); Ögmundur Kristinsson - Haukur Heiðar Hauksson, Hallgrímur Jónasson, Jón Guðni Fjóluson (Ragnar Sigurðsson 46.), Hörður Björgvin Magnússon (Ari Freyr Skúlason 46.) - Rúrik Gíslason, Guðlaugur Victor Pálsson (Ólafur Ingi Skúlason 46.), Emil Hallfreðsson (Rúnar Már S. Sigurjónsson 60.), Jón Daði Böðvarsson (Jóhann Berg Guðmundsson 46.) - Alfreð Finnbogason, Viðar Örn Kjartansson. Fyrir leik var mikil athöfn þar sem Raio Piiroja, leikmaður Eista var kvaddur. Hann fékk fjöldan allan af gjöfum, þar á meðal íslenska landsliðstreyju frá Geir Þorsteinssyni með nafni sínu á. Hann fékk einnig gúmmíbát.Haukur Heiðar Hauksson skallar frá marki.vísir/epaPiiroja spilaði svo bara fyrstu tólf mínútur leiksins og hefur væntanlega drifið sig heim á gúmmíbátnum með allan þann fjölda af gjöfum sem hann fékk. Piiroja tókst þó að vera nógu lengi inn á til að sjá Ísland skora fyrsta markið, en það gerði Rúrik Gíslason á níundu mínútu. Guðlaugur Victor átti þá flotta skiptingu frá vinstri til hægri og vinstri bakvörður Eista missti boltann yfir sig. Haukur Heiðar renndi boltanum inn á teiginn þar sem Viðar Örn gerði sig líklega til að skora en hann hitti ekki boltann. Þess í stað endaði boltinn hjá Jóni Daða Böðvarssyni. Hann var yfirvegaður og sendi á Rúrik Gíslason á fjærstönginni vinstra megin. Rúrik lét ekki bjóða sér það tvisvar og skoraði með góðu skoti. Eistar pressuðu stíft eftir markið og fengu skotfæri rétt fyrir utan teig sem þeir nýttu ekki. Skömmu síðar tók Ísland aftur völdin á vellinum og þurfti Aksalu markvörður Eista að taka á honum stóra sínum þegar Viðar Örn Kjartansson slapp einn í gegn eftir glæsilega sendingu Alfreðs Finnbogasonar. Sjálfur komst Alfreð í dauðafæri á 33. mínútu en skaut framhjá. Hann átti þó klárlega að fá vítaspyrnu því Taijo Teniste, leikmaður Eista, hélt í treyju hans allan tímann.Alfreð Finbogason átti að fá vítaspyrnu.vísir/epaEistar voru mun betri síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks og voru hársbreidd frá því að jafna metin í uppbótartíma. Þá reyndi fyrst almennilega á Ögmund Kristinsson í markinu, en Ögmundur varði skalla Konstantin Vassiljev af stuttu færi. Eistar fóru mikið upp vinstra megin í fyrri hálfleik og fengu nokkrar góðar fyrirgjafir sem miðverðirnir Hallgrímur Jónasson og Jón Guðni Fjóluson skölluðu frá. Emil Hallfreðsson stýrði spilinu ágætlega í fyrri hálfleik og átti varla misheppnaða sendingu, en á síðasta þriðjungi vallarins var ekki mikið að frétta. Sterkir miðverðir Eista gerðu framherjum Íslands lífið leitt þegar langar sendingar komu fram völlinn. Lars og Heimir gerðu fjórar breytingar í hálfleik. Ólafur Ingi, Jóhann Berg, Ari Freyr og Ragnar Sigurðsson komu inn á, en það gerði ekkert til að hrista upp í liðinu þegar seinni hálfleikurinn var flautaður á. Doði var yfir íslenska liðinu sem endaði með því að Emil Hallfreðsson missti boltann í baráttu við Konstantin Vassiljev á miðjunni. Vassiljev rak boltann frá miðju, fíflaði Ragnar Sigurðsson með nokkrum skærum og skoraði með föstu skoti í vinstra hornið. Alls ekki nógu gott hjá Emil sem hafði annars verið góður, en hann fór af velli skömmu síðar. Ragnar leit heldur ekkert sérstaklega vel út í markinu.vísir/epaStrákarnir vöknuðu við þetta mark Eistanna og tóku aftur völdin í leiknum. Sendingarnar voru betri og Ísland náði að setja smá pressu á heimamenn. Ari Freyr átti hættulega fyrirgjöf frá vinstri sem Eistar björguðu frá marki á síðustu stundu. Íslenska pressan entist þó ekki lengi. Eistar, sem eru ekki þekktir fyrir frábæran sóknarleik og þvert á móti, áttu nokkrar hraðar og skemmtilegar sóknir á meðan okkar menn áttu erfitt með að byggja upp sóknir. Það hjálpaði Eistum hversu slitið var á milli varnar og miðju hjá íslenska liðinu í dag. Mikið pláss skapaðist þar á milli sem Eistar nýttu sér vel og settu íslensku vörnina undir mikla pressu á köflum. Íslenska liðið náði aldrei að setja það eistneska undir neina alvöru pressu undir lokin og ógnaði marki ekki mikið. Framherjarnir voru í vandræðum gegn sterkri vörn heimamanna og færin af skornum skammti. Alfreð Finnbogason fékk þó gott færi í uppbótartíma en Aksalu í markinu varði skot hans eftir sendingu Jóhanns Berg Guðmundssonar. Íslandi átti svo að fá annað víti í seinni hálfleik en ömurlegur dómari leiksins dæmdi ekki neitt. Auðvitað er hægt að benda á að það vantaði lykilmenn á borð við Gylfa Þór, Aron Einar, Eið Smára og Kolbein Sigþórsson, en þeir sem voru inn á vellinum í dag áttu klárlega að geta afgreitt lið Eistlands. Jóhann Berg kom inn á í hálfleik og átti nokkrar ágætar fyrirgjafir. Hann reyndi að "skera" inn frá hægri kantinum og koma sér í skotfæri en sá ekkert nema bláan varnarvegg heimamanna. Í heildina frekar svekkjandi niðurstaða. Þó um vináttuleik hafi verið að ræða vildu þjálfararnir og leikmennirnir innbyrða sigur til að ná í FIFA-stiga klífa upp heimslistann. Hann skiptir gríðarlega miklu máli þegar raðað er í styrkleikaflokka fyrir undankeppni HM 2018. Jafnteflið sanngjarnt.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira