Richard Branson í rafmagnsbílaslaginn Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2015 10:25 Richard Branson á bíl í Formula E kappakstursmótaröðinni. Viðskiptajöfurinn og ævintýramaðurinn Richard Branson er ekki einhamur maður, en hann á fyrirtæki á sviði flugs, lestarsamganga, geimferða og brátt einnig á sviði skemmtiferðaskipa. Það virðist þó ekki duga honum því á hans vegum vinnur nú hópur fólks að smíði rafmagnsbíls. Richard Branson var fyrir stuttu með einn þátttökubíla í Formula E keppninni, sem eingöngu er fyrir rafmagnsbíla. Bíll hans er ári öflugur rafmagnsbíll sem kemst á hundrað kílómetra hraða á 3 sekúndum og með hámarkshraða uppá 260km/klst. Því virðist sem þeim ætli að fjölga hratt sem vilja slást á rafmagnsbílamarkaði framtíðarinnar, en Apple og Google verða væntanlega á meðal þeirra. Það sem þessi fyrirtæki, ásamt Richard Branson, hafa framyfir marga aðra nýgræðinga á sviði rafmagnsbíla, er nægt fjármagn. Tækni Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent
Viðskiptajöfurinn og ævintýramaðurinn Richard Branson er ekki einhamur maður, en hann á fyrirtæki á sviði flugs, lestarsamganga, geimferða og brátt einnig á sviði skemmtiferðaskipa. Það virðist þó ekki duga honum því á hans vegum vinnur nú hópur fólks að smíði rafmagnsbíls. Richard Branson var fyrir stuttu með einn þátttökubíla í Formula E keppninni, sem eingöngu er fyrir rafmagnsbíla. Bíll hans er ári öflugur rafmagnsbíll sem kemst á hundrað kílómetra hraða á 3 sekúndum og með hámarkshraða uppá 260km/klst. Því virðist sem þeim ætli að fjölga hratt sem vilja slást á rafmagnsbílamarkaði framtíðarinnar, en Apple og Google verða væntanlega á meðal þeirra. Það sem þessi fyrirtæki, ásamt Richard Branson, hafa framyfir marga aðra nýgræðinga á sviði rafmagnsbíla, er nægt fjármagn.
Tækni Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent