Richard Branson í rafmagnsbílaslaginn Finnur Thorlacius skrifar 20. mars 2015 10:25 Richard Branson á bíl í Formula E kappakstursmótaröðinni. Viðskiptajöfurinn og ævintýramaðurinn Richard Branson er ekki einhamur maður, en hann á fyrirtæki á sviði flugs, lestarsamganga, geimferða og brátt einnig á sviði skemmtiferðaskipa. Það virðist þó ekki duga honum því á hans vegum vinnur nú hópur fólks að smíði rafmagnsbíls. Richard Branson var fyrir stuttu með einn þátttökubíla í Formula E keppninni, sem eingöngu er fyrir rafmagnsbíla. Bíll hans er ári öflugur rafmagnsbíll sem kemst á hundrað kílómetra hraða á 3 sekúndum og með hámarkshraða uppá 260km/klst. Því virðist sem þeim ætli að fjölga hratt sem vilja slást á rafmagnsbílamarkaði framtíðarinnar, en Apple og Google verða væntanlega á meðal þeirra. Það sem þessi fyrirtæki, ásamt Richard Branson, hafa framyfir marga aðra nýgræðinga á sviði rafmagnsbíla, er nægt fjármagn. Tækni Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent
Viðskiptajöfurinn og ævintýramaðurinn Richard Branson er ekki einhamur maður, en hann á fyrirtæki á sviði flugs, lestarsamganga, geimferða og brátt einnig á sviði skemmtiferðaskipa. Það virðist þó ekki duga honum því á hans vegum vinnur nú hópur fólks að smíði rafmagnsbíls. Richard Branson var fyrir stuttu með einn þátttökubíla í Formula E keppninni, sem eingöngu er fyrir rafmagnsbíla. Bíll hans er ári öflugur rafmagnsbíll sem kemst á hundrað kílómetra hraða á 3 sekúndum og með hámarkshraða uppá 260km/klst. Því virðist sem þeim ætli að fjölga hratt sem vilja slást á rafmagnsbílamarkaði framtíðarinnar, en Apple og Google verða væntanlega á meðal þeirra. Það sem þessi fyrirtæki, ásamt Richard Branson, hafa framyfir marga aðra nýgræðinga á sviði rafmagnsbíla, er nægt fjármagn.
Tækni Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent