Madrídarliðin Atlético og Real mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en dregið var í næstu umferð í dag.
Atlético er ríkjandi Spánarmeistari en Real Madrid ríkjandi Evrópumeistari eftir sigur á Atlético í úrslitaleiknum í fyrra.
PSG, sem skellti Chelsea í 16 liða úrslitunum, mætir Barcelona í átta liða úrslitum og þá eigast við Porto og Bayern annars vegar og Juventus og Monaco hinsvegar. Leikirnir fara fram 14.-15. apríl og 21.-22. apríl.
Átta liða úrslitin:
PSG - Barcelona
Atlético - Real Madrid
Porto - Bayern
Juventus - Monaco
Madrídarslagur í Meistaradeildinni
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti


Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn

Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn




Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
