FYRSTA TÖLUBLAÐ GLAMOUR KOMIÐ ÚT Ritstjórn Glamour skrifar 27. mars 2015 06:30 Fyrsta tölublað Glamour er komið í verslanir. Fyrstu forsíðuna prýðir sænska ofurfyrirsætan Caroline Winberg í fötum frá JÖR og A Détacher. Meðal þess sem er að finna í blaðinu, sem er 194 blaðsíður að lengd, eru tískuþættir eftir Silju Magg, stór umfjöllun um transfólk, kynlífsdagbók íslensks pars og grein eftir pistlahöfund Glamour, Tyrfing Tyrfingsson. Þá er í blaðinu viðtal við ofurfyrirsætuna Christy Turlington sem birtist fyrst í íslenska Glamour, viðtal við Sólveigu Káradóttur um fatamerkið Galvin, matarkafli, sem Oddný Magnadóttir heldur utan um, ráðleggingar um sambandsleiða frá sálfræðingi Glamour, Hörpu Katrínu Gísladóttur og svo mætti lengi telja. Ferðakafli, 10 áhrifavaldar í lífi Lenu Dunham, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Dóri DNA skiptast á skoðunum, innlit til Indíu Salvarar Menuez og prófíll um FKA Twigs, fréttir úr snyrtivöru- og tískuheiminum og viðtal við Rúrik Gíslason er einnig að finna í blaðinu, ásamt mikils magns af öðru efni.Tímaritið er eitt af vinsælustu lífstílstímaritum fyrir konur í heiminum og verður íslenska útgáfan af Glamour sautjánda erlenda útgáfan af tímaritinu. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegur fjölmiðill kemur út í íslenskri útgáfu en 365 miðlar gefa tímaritið út í samstarfi við útgáfurisann Condé Nast.Hér er hægt að gerast áskrifandi blaðsins. Glamour Tíska Mest lesið David Beckham leikur í sinni fyrstu kvikmynd Glamour Penelope Cruz mun leika Donatellu Versace Glamour Edda Péturs gekk pallana fyrir threeASFOUR í New York Glamour Besta bjútí grínið Glamour Blake Lively í neon gulum kjól Glamour Hafðu þægindin í fyrirrúmi um helgina Glamour Sextug hjón sem klæða sig alltaf í stíl Glamour Kane sýnir vetrarútgáfu af Crocs Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Trúðaskygging nýjasta trendið? Glamour
Fyrsta tölublað Glamour er komið í verslanir. Fyrstu forsíðuna prýðir sænska ofurfyrirsætan Caroline Winberg í fötum frá JÖR og A Détacher. Meðal þess sem er að finna í blaðinu, sem er 194 blaðsíður að lengd, eru tískuþættir eftir Silju Magg, stór umfjöllun um transfólk, kynlífsdagbók íslensks pars og grein eftir pistlahöfund Glamour, Tyrfing Tyrfingsson. Þá er í blaðinu viðtal við ofurfyrirsætuna Christy Turlington sem birtist fyrst í íslenska Glamour, viðtal við Sólveigu Káradóttur um fatamerkið Galvin, matarkafli, sem Oddný Magnadóttir heldur utan um, ráðleggingar um sambandsleiða frá sálfræðingi Glamour, Hörpu Katrínu Gísladóttur og svo mætti lengi telja. Ferðakafli, 10 áhrifavaldar í lífi Lenu Dunham, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Dóri DNA skiptast á skoðunum, innlit til Indíu Salvarar Menuez og prófíll um FKA Twigs, fréttir úr snyrtivöru- og tískuheiminum og viðtal við Rúrik Gíslason er einnig að finna í blaðinu, ásamt mikils magns af öðru efni.Tímaritið er eitt af vinsælustu lífstílstímaritum fyrir konur í heiminum og verður íslenska útgáfan af Glamour sautjánda erlenda útgáfan af tímaritinu. Þetta er í fyrsta sinn sem alþjóðlegur fjölmiðill kemur út í íslenskri útgáfu en 365 miðlar gefa tímaritið út í samstarfi við útgáfurisann Condé Nast.Hér er hægt að gerast áskrifandi blaðsins.
Glamour Tíska Mest lesið David Beckham leikur í sinni fyrstu kvikmynd Glamour Penelope Cruz mun leika Donatellu Versace Glamour Edda Péturs gekk pallana fyrir threeASFOUR í New York Glamour Besta bjútí grínið Glamour Blake Lively í neon gulum kjól Glamour Hafðu þægindin í fyrirrúmi um helgina Glamour Sextug hjón sem klæða sig alltaf í stíl Glamour Kane sýnir vetrarútgáfu af Crocs Glamour Cruel Intentions aftur á skjáinn Glamour Trúðaskygging nýjasta trendið? Glamour