Mahindra að kaupa Pininfarina Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2015 09:41 Pininfarina hefur teiknað margan fagran fákinn. Ítalska hönnunarfyrirtækið Pininfarina hefur teiknað marga af fallegustu bílum heims, þar á meðal Ferrari 250 GT og F355. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að yfirvofandi er gjaldþrot fyrirtækisins og hefur það verið rekið með tapi í 10 af síðustu 11 árum. Pininfarina hefur gengið afar illa á síðustu árum, ekki síst eftir að tekin var sú ákvörðun innan raða þess að yfirgefa bílabransann árið 2011 og beina spjótunum að annarri hönnun. Nú er svo komið að það þarf utanaðkomandi aðstoð til að bjarga fyrirtækinu frá gjáldþroti. Sú aðstoð virðist þó vera innan seilingar, því indverski bílaframleiðandinn Mahindra & Mahindra ætlar einfaldlega að kaupa fyrirtækið og með því bjarga því frá gjaldþroti. Viðræður hafa farið fram á milli fyrirtækjanna undanfarnar vikur og munu þær líklega enda með kaupum. Mahindra & Mahindra hefur einu sinni nýtt sér starfskrafta Pininfarina, en ítalska hönnunarhúsið teiknaði Mahindra Halo tilraunabílinn sem sýndur var í fyrra. Mahindra hefur greinilega vel líkað og ætlar í framhaldinu að hefja upp ímynd bíla sinna með því að hafa svo virt hönnunahús innan vébanda fyrirtækisins.Mahindra Halo tilraunarafmagnsbíllinn. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent
Ítalska hönnunarfyrirtækið Pininfarina hefur teiknað marga af fallegustu bílum heims, þar á meðal Ferrari 250 GT og F355. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að yfirvofandi er gjaldþrot fyrirtækisins og hefur það verið rekið með tapi í 10 af síðustu 11 árum. Pininfarina hefur gengið afar illa á síðustu árum, ekki síst eftir að tekin var sú ákvörðun innan raða þess að yfirgefa bílabransann árið 2011 og beina spjótunum að annarri hönnun. Nú er svo komið að það þarf utanaðkomandi aðstoð til að bjarga fyrirtækinu frá gjáldþroti. Sú aðstoð virðist þó vera innan seilingar, því indverski bílaframleiðandinn Mahindra & Mahindra ætlar einfaldlega að kaupa fyrirtækið og með því bjarga því frá gjaldþroti. Viðræður hafa farið fram á milli fyrirtækjanna undanfarnar vikur og munu þær líklega enda með kaupum. Mahindra & Mahindra hefur einu sinni nýtt sér starfskrafta Pininfarina, en ítalska hönnunarhúsið teiknaði Mahindra Halo tilraunabílinn sem sýndur var í fyrra. Mahindra hefur greinilega vel líkað og ætlar í framhaldinu að hefja upp ímynd bíla sinna með því að hafa svo virt hönnunahús innan vébanda fyrirtækisins.Mahindra Halo tilraunarafmagnsbíllinn.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent