Flóttamenn ekki fleiri í 22 ár Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2015 14:26 Sýrlendingar voru stærsti hluti hælisleitenda í fyrra. Vísir/EPA Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) segja fjölda flóttafólks í fyrra vera þann hæsta í 22 ár. Þar spila átökin í Írak og Sýrlandi mest inn í. Áætlaður fjöldi hælisumsókna í iðnvæddum löndum var 866 þúsund, sem er aukning um 45 prósent frá 2013. Talan var einungis hærri árið 1992 þegar átökin í Bosníu og Hersegóvínu hófust. „Á tíunda áratugnum olli Balkanstríðið því að hundruð þúsunda flúðu heimili sín og sóttu um hæli annarsstaðar,“ segir Antónío Guterres, yfirmaður UNHCR í tilkynningu. „Fjölmörg þeirra fundu skjól í iðnvæddum þjóðum Evrópu, Norður Ameríku og víðar.“ Hann segir ástandið í dag vera svipað og þá, en ástandið sé sérstaklega alvarlegt í Sýrlandi. „Viðbrögð okkar verða nú að vera eins góð og þau voru þá, að bjóða fólki hæli, tækifæri og vörn fyrir fólkið sem hefur þurft að flýja þessi hræðilegu átök.“Flestir sóttu um hæli í Þýskalandi Sýrlendingar voru stærsti hluti hælisleitenda í fyrra, alls tæplega 150 þúsund umsóknir, eða um fimmtungur allra umsókna. Tæplega 70 þúsund Írakar sóttu um hæli í fyrra og um 60 þúsund Afganar. Flestir þeirra sóttu um hæli í Þýskalandi, eða um 173 þúsund. Þá fengu Bandaríkin um 121 þúsund umsóknir, en þær voru flestar frá fólki frá Mexíkó og Suður-Ameríku. Við lok ársins 2014 voru um ein og hálf milljón flóttamanna frá Sýrlandi í Tyrklandi. Alls sóttu tæplega 90 þúsund þeirra um hæli þar. Rúmlega 75 þúsund manns sóttu um hæli í Svíþjóð og 64 þúsund í Ítalíu. Á vef UNHCR kemur fram að um 265 þúsund manns frá Úkraínu hafi sótt um tímabundið skjól í Rússlandi og 5.800 sóttu um hæli. Alls sóttu 15.700 Úkraínumenn um hæli í iðnvæddum löndum í fyrra, en sú tala hækkaði úr 1.400 á milli ára. Um 60 prósent allrahælisleitenda sóttu um hæli í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð og Ítalíu. Hlutfallið í Svíþjóð var 24,4 hælisleitendur á hverja þúsund íbúa og var það hæsta hlutfallið í fyrra. Flóttamenn Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) segja fjölda flóttafólks í fyrra vera þann hæsta í 22 ár. Þar spila átökin í Írak og Sýrlandi mest inn í. Áætlaður fjöldi hælisumsókna í iðnvæddum löndum var 866 þúsund, sem er aukning um 45 prósent frá 2013. Talan var einungis hærri árið 1992 þegar átökin í Bosníu og Hersegóvínu hófust. „Á tíunda áratugnum olli Balkanstríðið því að hundruð þúsunda flúðu heimili sín og sóttu um hæli annarsstaðar,“ segir Antónío Guterres, yfirmaður UNHCR í tilkynningu. „Fjölmörg þeirra fundu skjól í iðnvæddum þjóðum Evrópu, Norður Ameríku og víðar.“ Hann segir ástandið í dag vera svipað og þá, en ástandið sé sérstaklega alvarlegt í Sýrlandi. „Viðbrögð okkar verða nú að vera eins góð og þau voru þá, að bjóða fólki hæli, tækifæri og vörn fyrir fólkið sem hefur þurft að flýja þessi hræðilegu átök.“Flestir sóttu um hæli í Þýskalandi Sýrlendingar voru stærsti hluti hælisleitenda í fyrra, alls tæplega 150 þúsund umsóknir, eða um fimmtungur allra umsókna. Tæplega 70 þúsund Írakar sóttu um hæli í fyrra og um 60 þúsund Afganar. Flestir þeirra sóttu um hæli í Þýskalandi, eða um 173 þúsund. Þá fengu Bandaríkin um 121 þúsund umsóknir, en þær voru flestar frá fólki frá Mexíkó og Suður-Ameríku. Við lok ársins 2014 voru um ein og hálf milljón flóttamanna frá Sýrlandi í Tyrklandi. Alls sóttu tæplega 90 þúsund þeirra um hæli þar. Rúmlega 75 þúsund manns sóttu um hæli í Svíþjóð og 64 þúsund í Ítalíu. Á vef UNHCR kemur fram að um 265 þúsund manns frá Úkraínu hafi sótt um tímabundið skjól í Rússlandi og 5.800 sóttu um hæli. Alls sóttu 15.700 Úkraínumenn um hæli í iðnvæddum löndum í fyrra, en sú tala hækkaði úr 1.400 á milli ára. Um 60 prósent allrahælisleitenda sóttu um hæli í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð og Ítalíu. Hlutfallið í Svíþjóð var 24,4 hælisleitendur á hverja þúsund íbúa og var það hæsta hlutfallið í fyrra.
Flóttamenn Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira