Kári Árnason bestur í Astana | Einkunnir íslenska liðsins 28. mars 2015 17:13 Kári Árnason var frábær í vörninni. vísir/getty Kári Árnason var besti leikur íslenska liðsins í 3-0 sigrinum á Kasakstan í undankeppni EM 2016 í dag, en hann spilaði frábærlega í vörninni. Hann fær átta í einkunn fyrir sína frammistöðu líkt og Jóhann Berg, Eiður Smári og Birkir Bjarnason sem spiluðu einnig allir mjög vel. Hér að neðan má sjá einkunnir Vísis fyrir leikinn í Astana.Einkunnir íslensku strákanna:Hannes Þór Halldórsson 7 Öruggur í sínum aðgerðum og ekki að sjá hann hefur ekki spilað „alvöru“ leik á árinu. Varði allt sem á markið kom og sparkaði vel út undir pressu Kasaka.Birkir Már Sævarsson 7 Traustur í varnarleiknum og átti góða spretti til baka þegar Kasakar sóttu hratt. Stöðvaði margar skyndisóknir. Fínn fram á við, náði ágætlega saman við Jóhann Berg og átti 2-3 góðar fyrirgjafir.Kári Árnason 8 Mjög góður leikur hjá miðverðinum. Var látinn bera upp boltann frá endalínu í fyrri hálfleik til að spila í gegnum pressu heimamanna. Kom spilinu í gang með góðum sendingum. Ógnarsterkur í loftinu og í heildina besti varnarmaður Íslands í dag.Ragnar Sigurðsson 7 Sterkur í loftinu líkt og Kári. Las margar sendingar vel hjá Kasökum og gerði Hannesi lífið auðveldara.Ari Freyr Skúlason 6 Ágætur fram á við með góðar sendingar en lenti stundum í vandræðum í vörninni. Missti menn framhjá sér og braut klaufalega sem skiluðu föstum leikatriðum fyrir Kasakstan. Eitt brotið hans leiddi næstum til marks Kasakstan sem hefði komið því inn í leikinn.Jóhann Berg Guðmundsson 8 Kom virkilega sprækur inn og greinilega ólmur í að sýna sig og sanna. Heimir og Lars lásu þetta alveg rétt með að láta Jóhann byrja. Var sérstaklega frískur í fyrri hálfleik og lagði upp fyrsta markið eftir að vinna boltann sjálfur.Gylfi Þór Sigurðsson 7 Ekki sami stjörnuleikurinn frá Gylfa Þór og í öðrum leikjum í undankeppninni en gæði hans eru slík að það skiptir ekki öllu máli. Átti í smá vandræðum með móttökur alveg í byrjun leiksins en komst fljótlega betur í takt við leikinn og dreifði spilinu vel. Tengdi vel við Eið Smára. Þeim leiðist ekki að spila saman.Aron Einar Gunnarsson 7 Var meira með boltann en oft áður. Þurfti að rekja hann langar vegalengdir í fyrri hálfleik sérstaklega þegar Kasakarnir stilltu upp í tíu manna varnarleik. Fór vel með boltann, sendingar góðar og var á réttum stað á okkar vallarhelmingi. Fór meiddur af velli.Birkir Bjarnason 8 Mjög góður leikur hjá Birki sem hljóp úr sér lungun frá fyrstu mínútu. Gerði meira en það; komst vel inn í spilið, skilaði sendingum frábærlega frá sér og skoraði tvö mörk.Eiður Smári Guðjohnsen 8 Það þarf ekkert að taka fram hversu miklir töfrar eru í þessum fótum. Kasakarnir gátu ekki hirt af honum boltann sama hversu margir reyndu í einu. Róaði leik liðsins þegar það þurfti en sprengdi svo upp vörn heimamanna með eitruðum sendingum. Skoraði fyrsta markið með frábærri afgreiðslu.Kolbeinn Sigþórsson 5 Ekki góður leikur hjá framherjanum. Var aldrei í takt við leikinn, fékk boltann í hælana og skilaði varla sendingu frá sér til að byrja með. Sterkur í loftinu en hann getur mun betur.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson fyrir Kolbein Sigþórsson (70.) 6 Kom inn á og djöflaðist í framlínunni. Vann nokkur skallaeinvígi en mátti losa boltann fyrr á samherja þegar það bauðst. Átti sendinguna á Birki í þriðja markinu.Emil Hallfreðsson fyrir Aron Einar Gunnarsson (72.) -Alfreð Finnbogason fyrir Eiðs Smára Guðjohnsen (83.) - EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Átján leikir og yfir 2.000 dagar frá síðasta landsliðsmarki Eiðs Smára Markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi bætti 25. landsliðsmarkinu í sarpinn í Astana í dag. 28. mars 2015 16:08 Þrjú mörk og þrjú stig í Astana Ísland komst upp að hlið Tékklands á toppi A-riðils í undankeppni EM 2016 með öruggum 0-3 sigri á Kasakstan í Astana í dag. Birkir Bjarnason skoraði tvö marka Íslands og Eiður Smári Guðjohnsen eitt. 28. mars 2015 17:15 Sjáðu mörkin sem strákarnir okkar skoruðu í Astana Birkir Bjarnason skoraði tvívegis og Eiður Smári Guðjohnsen bætti við markametið sitt. 28. mars 2015 17:02 Twitter logar eftir mark Eiðs Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað. 28. mars 2015 15:31 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira
Kári Árnason var besti leikur íslenska liðsins í 3-0 sigrinum á Kasakstan í undankeppni EM 2016 í dag, en hann spilaði frábærlega í vörninni. Hann fær átta í einkunn fyrir sína frammistöðu líkt og Jóhann Berg, Eiður Smári og Birkir Bjarnason sem spiluðu einnig allir mjög vel. Hér að neðan má sjá einkunnir Vísis fyrir leikinn í Astana.Einkunnir íslensku strákanna:Hannes Þór Halldórsson 7 Öruggur í sínum aðgerðum og ekki að sjá hann hefur ekki spilað „alvöru“ leik á árinu. Varði allt sem á markið kom og sparkaði vel út undir pressu Kasaka.Birkir Már Sævarsson 7 Traustur í varnarleiknum og átti góða spretti til baka þegar Kasakar sóttu hratt. Stöðvaði margar skyndisóknir. Fínn fram á við, náði ágætlega saman við Jóhann Berg og átti 2-3 góðar fyrirgjafir.Kári Árnason 8 Mjög góður leikur hjá miðverðinum. Var látinn bera upp boltann frá endalínu í fyrri hálfleik til að spila í gegnum pressu heimamanna. Kom spilinu í gang með góðum sendingum. Ógnarsterkur í loftinu og í heildina besti varnarmaður Íslands í dag.Ragnar Sigurðsson 7 Sterkur í loftinu líkt og Kári. Las margar sendingar vel hjá Kasökum og gerði Hannesi lífið auðveldara.Ari Freyr Skúlason 6 Ágætur fram á við með góðar sendingar en lenti stundum í vandræðum í vörninni. Missti menn framhjá sér og braut klaufalega sem skiluðu föstum leikatriðum fyrir Kasakstan. Eitt brotið hans leiddi næstum til marks Kasakstan sem hefði komið því inn í leikinn.Jóhann Berg Guðmundsson 8 Kom virkilega sprækur inn og greinilega ólmur í að sýna sig og sanna. Heimir og Lars lásu þetta alveg rétt með að láta Jóhann byrja. Var sérstaklega frískur í fyrri hálfleik og lagði upp fyrsta markið eftir að vinna boltann sjálfur.Gylfi Þór Sigurðsson 7 Ekki sami stjörnuleikurinn frá Gylfa Þór og í öðrum leikjum í undankeppninni en gæði hans eru slík að það skiptir ekki öllu máli. Átti í smá vandræðum með móttökur alveg í byrjun leiksins en komst fljótlega betur í takt við leikinn og dreifði spilinu vel. Tengdi vel við Eið Smára. Þeim leiðist ekki að spila saman.Aron Einar Gunnarsson 7 Var meira með boltann en oft áður. Þurfti að rekja hann langar vegalengdir í fyrri hálfleik sérstaklega þegar Kasakarnir stilltu upp í tíu manna varnarleik. Fór vel með boltann, sendingar góðar og var á réttum stað á okkar vallarhelmingi. Fór meiddur af velli.Birkir Bjarnason 8 Mjög góður leikur hjá Birki sem hljóp úr sér lungun frá fyrstu mínútu. Gerði meira en það; komst vel inn í spilið, skilaði sendingum frábærlega frá sér og skoraði tvö mörk.Eiður Smári Guðjohnsen 8 Það þarf ekkert að taka fram hversu miklir töfrar eru í þessum fótum. Kasakarnir gátu ekki hirt af honum boltann sama hversu margir reyndu í einu. Róaði leik liðsins þegar það þurfti en sprengdi svo upp vörn heimamanna með eitruðum sendingum. Skoraði fyrsta markið með frábærri afgreiðslu.Kolbeinn Sigþórsson 5 Ekki góður leikur hjá framherjanum. Var aldrei í takt við leikinn, fékk boltann í hælana og skilaði varla sendingu frá sér til að byrja með. Sterkur í loftinu en hann getur mun betur.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson fyrir Kolbein Sigþórsson (70.) 6 Kom inn á og djöflaðist í framlínunni. Vann nokkur skallaeinvígi en mátti losa boltann fyrr á samherja þegar það bauðst. Átti sendinguna á Birki í þriðja markinu.Emil Hallfreðsson fyrir Aron Einar Gunnarsson (72.) -Alfreð Finnbogason fyrir Eiðs Smára Guðjohnsen (83.) -
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Átján leikir og yfir 2.000 dagar frá síðasta landsliðsmarki Eiðs Smára Markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi bætti 25. landsliðsmarkinu í sarpinn í Astana í dag. 28. mars 2015 16:08 Þrjú mörk og þrjú stig í Astana Ísland komst upp að hlið Tékklands á toppi A-riðils í undankeppni EM 2016 með öruggum 0-3 sigri á Kasakstan í Astana í dag. Birkir Bjarnason skoraði tvö marka Íslands og Eiður Smári Guðjohnsen eitt. 28. mars 2015 17:15 Sjáðu mörkin sem strákarnir okkar skoruðu í Astana Birkir Bjarnason skoraði tvívegis og Eiður Smári Guðjohnsen bætti við markametið sitt. 28. mars 2015 17:02 Twitter logar eftir mark Eiðs Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað. 28. mars 2015 15:31 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Sjá meira
Átján leikir og yfir 2.000 dagar frá síðasta landsliðsmarki Eiðs Smára Markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi bætti 25. landsliðsmarkinu í sarpinn í Astana í dag. 28. mars 2015 16:08
Þrjú mörk og þrjú stig í Astana Ísland komst upp að hlið Tékklands á toppi A-riðils í undankeppni EM 2016 með öruggum 0-3 sigri á Kasakstan í Astana í dag. Birkir Bjarnason skoraði tvö marka Íslands og Eiður Smári Guðjohnsen eitt. 28. mars 2015 17:15
Sjáðu mörkin sem strákarnir okkar skoruðu í Astana Birkir Bjarnason skoraði tvívegis og Eiður Smári Guðjohnsen bætti við markametið sitt. 28. mars 2015 17:02
Twitter logar eftir mark Eiðs Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað. 28. mars 2015 15:31