Bosnía og Belgíu unnu örugga sigri í undankeppni EM í Frakklandi 2016. Ítalía tapaði mikilvægum stigum þegar liðið gerði jafntefli við Búlgaríu í Búlgaríu.
Edin Dzeko gerði öll þrjú mörkin fyrir Bosníu sem var að vinna sinn fyrsta leik í undankeppninni. Andorra er á botninum með markatöluna 0-18 eftir fimm leiki.
Belgía lék á alls oddi og skoraði fimm gegn Kýpur. Marouane Fellaini (2), Christian Benteke, Eden Hazard og Michy Batshuayi skoruðu mörkin fyrir Belga. Þeir eru í þriðja sætinu með átta stig, stigi á eftir Ísrael sem er í öðru sætinu.
Búlgaría og Ítalía gerðu jafntefli í H-riðli. Eder bjargaði Ítölum með jöfnunarmarki sex mínútum fyrir leikslok, en Ítalar eru í öðru sætinu með ellefu stig. Búlgaría er í fjórða sætinu með fimm stig.
Úrsiltin og markaskorara má sjá hér að neðan.
Andorra - Bosnía 0-3
0-1 Edin Dzeko (13.), 0-2 Edin Dzeko (49.), 0-3 Edin Dzeko (62.).
Belgía - Kýpur 5-0
1-0 Marouane Fellaini (21.), 2-0 Christian Benteke (35.), 3-0 Marouane Fellaini (66.), 4-0 Eden Hazard (67.), 5-0 Michy Batshuayi (80.).
Búlgaría - Ítalía 2-2
0-1 Yordan Minev (sjálfsmark - 3.), 1-1 Ivelin Popov (11.), 2-1 Ilian Micanski (17.), 2-2 Eder (84.).
Dzeko sá um Andorru | Belgar skoruðu fimm
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti

Svona var blaðamannafundur Snorra
Handbolti


Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn

