Fótbolti

Bæjarar skoruðu sjö mörk á móti tíu mönnum Shakhtar | Sjáið mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bæjarar fagna í kvöld.
Bæjarar fagna í kvöld. Vísir/Getty
Bayern München átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 7-0 stórsigur á úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk í kvöld.

Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Úkraínu og Bayern vann þar með 7-0 samanlagt.

Shakhtar Donetsk missti mann af velli strax á 4. mínútu leiksins og átti ekki mikla möguleika á móti Bæjurum á Allianz Arena í kvöld.

Thomas Müller skoraði tvö mörk fyrir Bayern München í leiknum en þeir Jérome Boateng, Franck Ribéry, Holger Badstuber og Robert Lewandowski voru líka á skotskónum. Mario Götze sem fiskaði vítið og rauða spjaldið í upphafi leiks skoraði síðan sjöunda og síðasta mark leiksins á 88. mínútu.

Úrslitin réðust í rauninni eftir þrjár mínútur þegar Oleksandr Kucher felldi Mario Götze og fékk á sig víti og rautt spjald. Thomas Müller skoraði síðan úr vítinu.

Bayern skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum og bætti síðan við tveimur mörkum á upphafskafla seinni hálfleiksins. Eftir það var aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði og Bayern-liðið endaði á því að skora sjö mörk.

Bæjarar fá víti strax í byrjun leiks Boateng með annað mark Bayern München Ribéry með þriðja markið Müller með sitt annað mark í leiknum Badstuber líka kominn á blað hjá Bayern Lewandowski skorar sjötta mark Bæjara Mario Götze skorar mark númer sjö



Fleiri fréttir

Sjá meira


×