Xavi gæti spilað 750. leik fyrir Barcelona í dag Arnar Björnsson skrifar 14. mars 2015 07:00 Xavi Hernandez. Vísir/Getty Barcelona getur náð fjögurra stiga forystu á Real Madríd takist Katalóníuliðinu að vinna Eibar í spænsku 1. deildinni í dag. Eibar kom á óvart á síðustu leiktíð og vann 2. deildina og er að spila í 1. sinn í la liga, efstu deild á Spáni. Liðið er í 14. sæti og hefur unnið sjö leiki á leiktíðinni. Luis Enrique knattspyrnustjóri Barcelona ætlar greinilega ekki að vanmeta baskana. Jordi Alba verður hvíldur, Daniel Alves er í banni og þeir Sergio Busquets og Thomas Vermaelen eru meiddir. Xavi Hernandez gæti spilað 750. leik sinn fyrir Barcelona. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri leiki en hinn 35 ára gamli Xavi fyrir Barcelona. Hann hefur ekki unnið jafn marga titla og Ryan Giggs en stendur honum þó ekki langt að baki. Xavi hefur sjö sinnum orðið Spánarmeistari, tvisvar bikarmeistari og þrisvar sinnum unnið meistaradeildina með Barcelona. Sex sinnum hefur hann unnið ofurbikarinn á Spáni, tvisvar ofurbikar Evrópu og tvisvar hefur hann verið í sigurliði Barcelona í keppni um heimsmeistaratitil félagsliða. Xavi lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir Barcelona í ágúst 1998 og skoraði þá í úrslitaleik spænska ofurbikarsins gegn Mallorca. Hann lék sinn fyrsta deildarleik tveimur mánuðum síðar undir stjórn knattspyrnustjóra sem þykir valtur í sessi þessa dagana, Louis van Gaal hjá Manchester United. Xavi er að spila sextándu leiktíðina með Barcelona og væntanlega þá síðustu. Í janúar var hann á leið frá Barcelona en ákvað að halda áfram og klára leiktíðina með Katalóníuliðinu. Leikur Eibar og Barcelona verður sýndur á Stöð 2 sport í dag en flautað verður til leiks klukkan 17.00. Spænski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Barcelona getur náð fjögurra stiga forystu á Real Madríd takist Katalóníuliðinu að vinna Eibar í spænsku 1. deildinni í dag. Eibar kom á óvart á síðustu leiktíð og vann 2. deildina og er að spila í 1. sinn í la liga, efstu deild á Spáni. Liðið er í 14. sæti og hefur unnið sjö leiki á leiktíðinni. Luis Enrique knattspyrnustjóri Barcelona ætlar greinilega ekki að vanmeta baskana. Jordi Alba verður hvíldur, Daniel Alves er í banni og þeir Sergio Busquets og Thomas Vermaelen eru meiddir. Xavi Hernandez gæti spilað 750. leik sinn fyrir Barcelona. Enginn leikmaður hefur spilað fleiri leiki en hinn 35 ára gamli Xavi fyrir Barcelona. Hann hefur ekki unnið jafn marga titla og Ryan Giggs en stendur honum þó ekki langt að baki. Xavi hefur sjö sinnum orðið Spánarmeistari, tvisvar bikarmeistari og þrisvar sinnum unnið meistaradeildina með Barcelona. Sex sinnum hefur hann unnið ofurbikarinn á Spáni, tvisvar ofurbikar Evrópu og tvisvar hefur hann verið í sigurliði Barcelona í keppni um heimsmeistaratitil félagsliða. Xavi lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir Barcelona í ágúst 1998 og skoraði þá í úrslitaleik spænska ofurbikarsins gegn Mallorca. Hann lék sinn fyrsta deildarleik tveimur mánuðum síðar undir stjórn knattspyrnustjóra sem þykir valtur í sessi þessa dagana, Louis van Gaal hjá Manchester United. Xavi er að spila sextándu leiktíðina með Barcelona og væntanlega þá síðustu. Í janúar var hann á leið frá Barcelona en ákvað að halda áfram og klára leiktíðina með Katalóníuliðinu. Leikur Eibar og Barcelona verður sýndur á Stöð 2 sport í dag en flautað verður til leiks klukkan 17.00.
Spænski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira