Jordan Spieth sýndi stáltaugar og sigraði á Valspar Championship 16. mars 2015 16:00 Spieth fagnar af innlifun í gær. Getty Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth sigraði á Valspar Chamionship sem kláraðist í gær en þetta er annar sigur hans á PGA-mótaröðinni á ferlinum og sá fjórði á atvinnumannamóti í golfi. Lokahringurinn á Copperhead vellinum var mjög spennandi og margir kylfingar voru um hituna í toppbaráttunni en úrslit réðust ekki fyrr en á þriðju holu í bráðabana þar sem Spieth hafði betur gegn Patrick Reed og Sean O‘Hare eftir að hafa sett niður tíu metra pútt fyrir fugli. Þeir þrír léku hringina fjóra á samtals tíu höggum undir pari en Ryan Moore, sem leiddi mótið lengst framan af, fann sig ekki á lokahringnum og endaði að lokum einn í fimmta sæti, höggi á eftir Svíanum Henrik Stenson, á átta höggum undir pari. Sigurinn hjá Spieth var afar sætur en boltaslátturinn hjá honum var ekki upp á marga fiska á lokahringnum í gær. Hann sýndi hins vegar af hverju hann er talinn vera ein af framtíðarstjörnum PGA-mótaraðarinnar með ótrúlegum tilþrifum í kring um flatirnar sem héldu honum í toppbaráttunni og tryggði honum sigurinn að lokum. Sigurinn færði Spieth rúmlega 130 milljónir króna í aðra hönd en á tveimur og hálfu ári hefur þessi ótrúlegi kylfingur halað inn yfir milljarði króna í verðlaunafé. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth sigraði á Valspar Chamionship sem kláraðist í gær en þetta er annar sigur hans á PGA-mótaröðinni á ferlinum og sá fjórði á atvinnumannamóti í golfi. Lokahringurinn á Copperhead vellinum var mjög spennandi og margir kylfingar voru um hituna í toppbaráttunni en úrslit réðust ekki fyrr en á þriðju holu í bráðabana þar sem Spieth hafði betur gegn Patrick Reed og Sean O‘Hare eftir að hafa sett niður tíu metra pútt fyrir fugli. Þeir þrír léku hringina fjóra á samtals tíu höggum undir pari en Ryan Moore, sem leiddi mótið lengst framan af, fann sig ekki á lokahringnum og endaði að lokum einn í fimmta sæti, höggi á eftir Svíanum Henrik Stenson, á átta höggum undir pari. Sigurinn hjá Spieth var afar sætur en boltaslátturinn hjá honum var ekki upp á marga fiska á lokahringnum í gær. Hann sýndi hins vegar af hverju hann er talinn vera ein af framtíðarstjörnum PGA-mótaraðarinnar með ótrúlegum tilþrifum í kring um flatirnar sem héldu honum í toppbaráttunni og tryggði honum sigurinn að lokum. Sigurinn færði Spieth rúmlega 130 milljónir króna í aðra hönd en á tveimur og hálfu ári hefur þessi ótrúlegi kylfingur halað inn yfir milljarði króna í verðlaunafé.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira