BMW rafmagnsvæðir X5 jeppann Finnur Thorlacius skrifar 16. mars 2015 16:28 BMW X5 xDrive40e. BMW brýtur nú blað með því að bjóða fyrsta sinni einn sinna hefbundnu bíla með rafmagnsmótorum sem hlaðnir eru heimilisrafmagni. BMW framleiðir rafmagnsbílana i3 og i8, en eingöngu sem slíkir, þó svo i8 sé einnig búinn brunavél. Enginn annar bíla BMW hefur verið með rafmótorum í drifrásinni fyrr en nú að BMW ætlar að bjóða X5 með rafmótorum, auk 2,0 lítra bensínvélar. Bensínvélin ein skilar 245 hestöflum, en rafmótorarnir 113 hestöflum en saman er þessi drifrás skráð fyrir 313 hestöflum. Þessi bíll er því öflugri en BMW X5 xDrive35i með 6 strokka vél. Bíllinn er 6,8 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraða uppá 210 km/klst. Hann getur ekið fyrstu 30 kílómetrana eingöngu á rafmagni og á allt að 120 km hraða. Bíllinn er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og hann er með 8 gíra sjálfskiptingu. Hann fær týpuheitið BMW X5 xDrive40e. Verð hans hefur ekki verið gefið upp. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent
BMW brýtur nú blað með því að bjóða fyrsta sinni einn sinna hefbundnu bíla með rafmagnsmótorum sem hlaðnir eru heimilisrafmagni. BMW framleiðir rafmagnsbílana i3 og i8, en eingöngu sem slíkir, þó svo i8 sé einnig búinn brunavél. Enginn annar bíla BMW hefur verið með rafmótorum í drifrásinni fyrr en nú að BMW ætlar að bjóða X5 með rafmótorum, auk 2,0 lítra bensínvélar. Bensínvélin ein skilar 245 hestöflum, en rafmótorarnir 113 hestöflum en saman er þessi drifrás skráð fyrir 313 hestöflum. Þessi bíll er því öflugri en BMW X5 xDrive35i með 6 strokka vél. Bíllinn er 6,8 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraða uppá 210 km/klst. Hann getur ekið fyrstu 30 kílómetrana eingöngu á rafmagni og á allt að 120 km hraða. Bíllinn er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og hann er með 8 gíra sjálfskiptingu. Hann fær týpuheitið BMW X5 xDrive40e. Verð hans hefur ekki verið gefið upp.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent