Arsenal mætir Monaco í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld, en franska liðið hefur 3-1 forystu eftir fyrri leikinn.
Verkefnið er erfitt fyrir Arsenal sem þarf að skora þrjú mörk gegn sterkri vörn Monaco-liðsins sem hefur fengið á sig fá mörk í keppninni til þessa.
„Arsenal verður að spila eins og á móti West Ham í deildinni á dögunum. Ég var líka á Emirates-vellinum þegar Arsenal valtaði yfir Aston Villa,“ segir Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports.
„Fótboltinn sem Arsenal getur spilað er algjörlega geggjaður. Það er besti fótboltinn á Englandi hvað varðar að senda boltann á milli manna gegn liðum sem eru við botnsvæðið.“
„Það er varla hægt að horfa á betri fótbolta. Það Arsenal til hróss hvað það spilar svona fótbolta oft,“ segir Neville.
Arsenal og Manchester City eru síðasta von ensku liðanna í Meistaradeildinni, en Englandsmeistararnir mæta Barcelona á morgun og eru 2-1 undir eftir fyrri leikinn.
„Arsenal á betri möguleiki að komast áfram en ef ég á að vera heiðarlegur tel ég að hvorugt liðið komist áfram og bæði falli úr leik,“ segir Gary Neville.
Leikur Monaco og Arsenal er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og klukkan 21.45 verða Meistaramörkin á dagskrá. Fáðu þér áskrift hér.

