Kanarnir í Jökulsárlóni höfðu engan áhuga á Darwin-verðlaununum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2015 11:30 Skjámynd úr myndbandi Þórarins frá því í morgun. „Þetta er með því grófara sem maður hefur séð,“ segir Þórarinn Jónsson sem var á ferð með hóp ljósmyndara við Jökulsárlón. Líkt og Vísir greindi frá í morgun blasti við Þórarni og félögum tveir fáklæddir strákar að leika sér á klakanum á meðan kærusturnar hlógu sig máttlausar. Þórarinn segir þetta hafa verið um níuleytið í morgun en fáir voru á ferli. Fólkið hafi verið að fíflast en viðhorfsbreyting hafi orðið er Þórarinn benti þeim á hve djúpt lónið væri auk þess sem það væri fjögurra gráðu kalt vatnið. „Ég spurði þau hvort þau könnuðust við Darwin og þróunarkenninguna,“ segir Þórarinn hlæjandi en hann telur að um bandaríska ferðamenn hafi verið að ræða. Þau hafi áttað sig á skilaboðunum og ekki talið skynsamlegt að gera tilkall til Darwin-verðlaunanna þetta árið. Umræða hefur spunnist um uppátæki Kananna í Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Sýnist sitt hverjum. Sumir tala um heimskingja sem verði alltaf til og aðrir benda á að fólkið hafi einfaldlega verið að skemmta sér og gera sér eflaust grein fyrir hættunni.Post by Thorarinn Jonsson. „Fólk er alltaf að deyja. Fólk hefur dáið í fjallgöngum, á Esjuna eða Herðubreið t.d. Fólk hefur dáið í vélsleðaferðum. Fólk hefur dáið í fjallgöngum, í ísklifri, í íshellum, í fjöruferðum, og jafnvel í bílferðum,“ segir leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson. „Á hverju ári deyr fólk fyrir asnaskap og vegna fákunnáttu. Við ættum kannski að láta fólk gangast undir greindarpróf áður en það kemur hingað. Svo eru sumir (ansi margir jafnvel) sem sækjast eftir áhættu og að taka sénsa.“ Þórarinn tekur að vissu leyti undir orð Barkar. Það væri samt ágætt ef hægt væri að koma í veg fyrir með einhverjum hætti að fólk dræpi sig. „Það endar með því að einhver drepur sig þarna,“ segir Þórarinn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón "Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til,“ segir íslenskur leiðsögumaður. 17. mars 2015 09:55 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Þetta er með því grófara sem maður hefur séð,“ segir Þórarinn Jónsson sem var á ferð með hóp ljósmyndara við Jökulsárlón. Líkt og Vísir greindi frá í morgun blasti við Þórarni og félögum tveir fáklæddir strákar að leika sér á klakanum á meðan kærusturnar hlógu sig máttlausar. Þórarinn segir þetta hafa verið um níuleytið í morgun en fáir voru á ferli. Fólkið hafi verið að fíflast en viðhorfsbreyting hafi orðið er Þórarinn benti þeim á hve djúpt lónið væri auk þess sem það væri fjögurra gráðu kalt vatnið. „Ég spurði þau hvort þau könnuðust við Darwin og þróunarkenninguna,“ segir Þórarinn hlæjandi en hann telur að um bandaríska ferðamenn hafi verið að ræða. Þau hafi áttað sig á skilaboðunum og ekki talið skynsamlegt að gera tilkall til Darwin-verðlaunanna þetta árið. Umræða hefur spunnist um uppátæki Kananna í Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Sýnist sitt hverjum. Sumir tala um heimskingja sem verði alltaf til og aðrir benda á að fólkið hafi einfaldlega verið að skemmta sér og gera sér eflaust grein fyrir hættunni.Post by Thorarinn Jonsson. „Fólk er alltaf að deyja. Fólk hefur dáið í fjallgöngum, á Esjuna eða Herðubreið t.d. Fólk hefur dáið í vélsleðaferðum. Fólk hefur dáið í fjallgöngum, í ísklifri, í íshellum, í fjöruferðum, og jafnvel í bílferðum,“ segir leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson. „Á hverju ári deyr fólk fyrir asnaskap og vegna fákunnáttu. Við ættum kannski að láta fólk gangast undir greindarpróf áður en það kemur hingað. Svo eru sumir (ansi margir jafnvel) sem sækjast eftir áhættu og að taka sénsa.“ Þórarinn tekur að vissu leyti undir orð Barkar. Það væri samt ágætt ef hægt væri að koma í veg fyrir með einhverjum hætti að fólk dræpi sig. „Það endar með því að einhver drepur sig þarna,“ segir Þórarinn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón "Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til,“ segir íslenskur leiðsögumaður. 17. mars 2015 09:55 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón "Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til,“ segir íslenskur leiðsögumaður. 17. mars 2015 09:55