Tiger Woods verður ekki með á Arnold Palmer Invitational sem hefst á fimmtudaginn en hann tilkynnti þetta í nýrri bloggfærslu á heimasíðu sinni.
Hann hefur ekki leikið keppnisgolf síðan snemma í febrúar þegar að hann dró sig úr leik á Farmers Insurance mótinu vegna meiðsla en hann hafði þá leikið afar illa. Hann tilkynnti í kjölfarið að hann myndi taka sér stutt frí frá golfi til þess að vinna í leiknum sínum.
Þetta frí virðist samt verða aðeins lengra en flestir bjuggust við því Woods hefur oftar en ekki notað Arnold Palmer Invitational í undirbúningi sínum fyrir Masters mótið sem fram fer snemma í apríl.
Woods hefur sigrað átta sinnum á mótinu og halað inn yfir sjö milljónum dollara í því en margir bjuggust við því að hann myndi mæta til leiks um næstu helgi.
Þrátt fyrir að Woods verði ekki munu allir bestu kylfingar heims taka þátt en þar má helst nefna Rory McIlroy sem freistar þess að sigra á sínu öðru atvinnumannamóti á árinu.
Tiger verður ekki með á Arnold Palmer Invitational
Kári Örn Hinriksson skrifar

Mest lesið





Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti



Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn


Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn