Fótbolti

Spánarmeistararnir áfram eftir vítaspyrnukeppni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Suarez kom Atletico í 1-0 forystu.
Suarez kom Atletico í 1-0 forystu. Vísir/Getty
Atletico Madrid er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á þýska liðinu Bayer Leverkusen í vítaspyrnukeppni í kvöld.

Leverkusen leiddi eftir fyrri leik liðanna, 1-0, en Mario Sanchez skoraði mark Atletico Madrid í kvöld sem tryggði liðinu framlengingu. Ekkert var skorað í henni og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni.

Leikmönnum þýska liðsins brást bogalistin í þremur spyrnum í vítaspyrnukeppninni og Atletico komst því áfram eftir 3-2 sigur í henni. Fernando Torres skoraði úr síðustu spyrnu Spánverjanna en sigur Atletico Madrid var tryggður þegar Stefan Kiessling skaut yfir úr síðustu spyrnu Leverkusen.

Tvö spænsk lið (Real Madrid og Atletico Madrid) eru komin áfram í 8-liða úrslitin, tvö frönsk (PSG og Monaco), eitt þýskt (Bayern) og eitt portúgalskt (Porto).

16-liða úrslitunum lýkur á morgun með leikjum Barcelona gegn Manchester City og Dortmund gegn Juventus.

Mario Suarez kom Atletico Madrid yfir á 27. mínútu:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×