TalkSPORT birti í dag tölfræði yfir síðustu aukaspyrnur Ronaldo, en ótrúlegt en satt hefur hann ekki skorað úr einni slíkri fyrir Real Madrid síðan 29. apríl á síðasta ári.
Síðast skoraði Ronaldo úr aukaspyrnu fyrir Real í sigri á Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra.
Í heildina eru því 310 dagar síðan Ronaldo skoraði úr aukaspyrnu fyrir Madrídarliðið, en hann hefur tekið 51 aukaspyrnu síðan hann skoraði síðast.
Flestar hafa farið í varnarvegginn eða 21 spyrna, fjórtán hafa ekki hitt markið og 16 verið varðar af markvörðunum eða smollið í tréverkinu.
Ronaldo hefur þó ekkert hætt að skora yfir höfuð, en hann setti 51 mark í öllum keppnum á síðasta tímabili og er búinn að skora 39 mörk á yfirstandandi leiktíð. Í heildina hefur hann skorað 291 mark í 282 leikjum fyrir Real Madrid á fimm og hálfri leiktíð.

Time for @Cristiano Ronaldo to let @GarethBale11 take @realmadrid's free-kicks? #RealMadrid RT pic.twitter.com/fKqxB7BvGO
— talkSPORT (@talkSPORT) March 5, 2015