Emil Barja með þrennu í fimmta sigri Haukanna í röð | Úrslit og tölfræði Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2015 21:09 Emil Barja átti flottan leik. vísir/vilhelm Haukar eru á miklum skriði í Dominos-deild karla í körfubolta, en þeir unnu fimmta leikinn í röð í kvöld. Nú völtuðu þeir yfir ÍR, 89-65, á heimavelli. Haukarnir voru búnir að vinna fjóra leiki í röð á móti liðum sem voru fyrir ofan þá í töflunni, og áttu ekki í neinum vandræðum með ÍR í kvöld sem er í mikilli fallbaráttu. Emil Barja, leikstjórnandi Hauka, hefur spilað mjög vel að undanförnu og á því var engin breyting í kvöld. Hann bauð upp á þrennu með ellefu stigum, tíu fráköstum og fimmtán stoðsendingum. Trey Hampton skoraði 20 stig og tók ellefu fráköst fyrir ÍR sem var að spila án leikstjórnandans Matthíasar Orra Sigurðarson. Hann er meiddur. ÍR er áfram í tíunda sæti deildarinnar með tíu stig en Skallagrímur náði ekki að nýta sér tap Breiðhyltinga í botnbaráttunni. Skallagrímur tapaði heima fyrir Njarðvík, 108-96, þar sem Stefan Bonneau fór enn eina ferðina á kostum fyrir gestina. Hann skoraði 35 stig en Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur Skallanna með 24 stig. Þeir eru á botninum með átta stig. Tindastóll lagði svo Snæfell, 80-77, í spennandi leik í Stykkishólmi þar sem Myron Demspey skoraði 20 stig og Darrell Lewis 19 fyrir gestina. Chris Woods átti stórleik fyrir Snæfell og skoraði 29 stig en Sigurður Þorvaldsson skoraði þrettán stig og tók 6 fráköst. Topplið KR vann Stjörnuna á útivelli, 103-100, og Keflavík vann Suðurnesjaslaginn gegn Grindavík, 89-81. KR er efst í deildinni með 36 stig og stólarnir öruggir í öðru sæti með 30 stig. Haukar eru komnir upp í þriðja sætið með 24 stig eins og Njarðvík en Stjarnan er í fimmta sæti með 22 stig. Keflavík er nú í sjötat sæti með 20 stig eins og Þór og Grindavík sem er í áttunda sæti. Snæfell er með 16 stig og nánast úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.Úrslit og tölfræði kvöldsins:Skallagrímur-Njarðvík 96-108 (21-33, 25-20, 26-29, 24-26)Skallagrímur: Páll Axel Vilbergsson 24/4 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 23/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 16, Tracy Smith Jr. 15/9 fráköst, Egill Egilsson 9/4 fráköst, Davíð Ásgeirsson 5, Trausti Eiríksson 2/6 fráköst, Atli Aðalsteinsson 2.Njarðvík: Stefan Bonneau 35/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 19/6 fráköst, Logi Gunnarsson 18/5 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 13/11 fráköst, Ágúst Orrason 10, Maciej Stanislav Baginski 9, Ragnar Helgi Friðriksson 2, Ólafur Helgi Jónsson 2.Haukar-ÍR 89-65 (22-16, 22-14, 29-17, 16-18)Haukar: Alex Francis 31/11 fráköst, Haukur Óskarsson 14, Kári Jónsson 12/5 stoðsendingar, Emil Barja 11/10 fráköst/15 stoðsendingar/5 varin skot, Kristinn Jónasson 8/5 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 5, Kristinn Marinósson 4/4 fráköst, Alex Óli Ívarsson 2, Hjálmar Stefánsson 2, Jón Ólafur Magnússon 0, Ívar Barja 0, Helgi Björn Einarsson 0.ÍR: Trey Hampton 20/11 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 13/7 fráköst/3 varin skot, Kristján Pétur Andrésson 7/8 fráköst, Hamid Dicko 6/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 5, Sæþór Elmar Kristjánsson 4/6 fráköst, Kristófer Fannar Stefánsson 3, Sveinbjörn Claessen 2/5 fráköst, Friðrik Hjálmarsson 2, Daníel Freyr Friðriksson 2, Pálmi Geir Jónsson 1/6 fráköst.Snæfell-Tindastóll 77-80 (14-15, 22-18, 23-25, 18-22)Snæfell: Christopher Woods 29/13 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 13/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 8, Óli Ragnar Alexandersson 8, Austin Magnus Bracey 5/6 fráköst/5 stoðsendingar, Snjólfur Björnsson 4/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 1.Tindastóll: Myron Dempsey 20/6 fráköst, Darrel Keith Lewis 19/6 fráköst/5 stolnir, Helgi Rafn Viggósson 13/7 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 8, Darrell Flake 6/4 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 5, Svavar Atli Birgisson 4, Ingvi Rafn Ingvarsson 3/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 2/6 fráköst/5 stoðsendingar.Grindavík-Keflavík 81-89 (24-25, 19-17, 11-21, 27-26)Grindavík: Rodney Alexander 34/12 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 10/5 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 9, Oddur Rúnar Kristjánsson 7/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/8 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 2/7 fráköst/5 stoðsendingar, Hinrik Guðbjartsson 2.Keflavík: Davon Usher 21/10 fráköst, Damon Johnson 21/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 12, Valur Orri Valsson 10/5 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 8, Þröstur Leó Jóhannsson 8/5 fráköst, Gunnar Einarsson 4, Reggie Dupree 3, Arnar Freyr Jónsson 2. Stjarnan-KR 100-103 (25-21, 30-29, 22-28, 23-25)Stjarnan: Jeremy Martez Atkinson 32/15 fráköst/5 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 28, Marvin Valdimarsson 19, Justin Shouse 12/4 fráköst/11 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 4, Tómas Þórður Hilmarsson 3, Elías Orri Gíslason 2.KR: Michael Craion 37/20 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 18/6 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 15/5 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 10/5 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 8, Darri Hilmarsson 8/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 5, Finnur Atli Magnússon 2/5 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Haukar eru á miklum skriði í Dominos-deild karla í körfubolta, en þeir unnu fimmta leikinn í röð í kvöld. Nú völtuðu þeir yfir ÍR, 89-65, á heimavelli. Haukarnir voru búnir að vinna fjóra leiki í röð á móti liðum sem voru fyrir ofan þá í töflunni, og áttu ekki í neinum vandræðum með ÍR í kvöld sem er í mikilli fallbaráttu. Emil Barja, leikstjórnandi Hauka, hefur spilað mjög vel að undanförnu og á því var engin breyting í kvöld. Hann bauð upp á þrennu með ellefu stigum, tíu fráköstum og fimmtán stoðsendingum. Trey Hampton skoraði 20 stig og tók ellefu fráköst fyrir ÍR sem var að spila án leikstjórnandans Matthíasar Orra Sigurðarson. Hann er meiddur. ÍR er áfram í tíunda sæti deildarinnar með tíu stig en Skallagrímur náði ekki að nýta sér tap Breiðhyltinga í botnbaráttunni. Skallagrímur tapaði heima fyrir Njarðvík, 108-96, þar sem Stefan Bonneau fór enn eina ferðina á kostum fyrir gestina. Hann skoraði 35 stig en Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur Skallanna með 24 stig. Þeir eru á botninum með átta stig. Tindastóll lagði svo Snæfell, 80-77, í spennandi leik í Stykkishólmi þar sem Myron Demspey skoraði 20 stig og Darrell Lewis 19 fyrir gestina. Chris Woods átti stórleik fyrir Snæfell og skoraði 29 stig en Sigurður Þorvaldsson skoraði þrettán stig og tók 6 fráköst. Topplið KR vann Stjörnuna á útivelli, 103-100, og Keflavík vann Suðurnesjaslaginn gegn Grindavík, 89-81. KR er efst í deildinni með 36 stig og stólarnir öruggir í öðru sæti með 30 stig. Haukar eru komnir upp í þriðja sætið með 24 stig eins og Njarðvík en Stjarnan er í fimmta sæti með 22 stig. Keflavík er nú í sjötat sæti með 20 stig eins og Þór og Grindavík sem er í áttunda sæti. Snæfell er með 16 stig og nánast úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.Úrslit og tölfræði kvöldsins:Skallagrímur-Njarðvík 96-108 (21-33, 25-20, 26-29, 24-26)Skallagrímur: Páll Axel Vilbergsson 24/4 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 23/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 16, Tracy Smith Jr. 15/9 fráköst, Egill Egilsson 9/4 fráköst, Davíð Ásgeirsson 5, Trausti Eiríksson 2/6 fráköst, Atli Aðalsteinsson 2.Njarðvík: Stefan Bonneau 35/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 19/6 fráköst, Logi Gunnarsson 18/5 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 13/11 fráköst, Ágúst Orrason 10, Maciej Stanislav Baginski 9, Ragnar Helgi Friðriksson 2, Ólafur Helgi Jónsson 2.Haukar-ÍR 89-65 (22-16, 22-14, 29-17, 16-18)Haukar: Alex Francis 31/11 fráköst, Haukur Óskarsson 14, Kári Jónsson 12/5 stoðsendingar, Emil Barja 11/10 fráköst/15 stoðsendingar/5 varin skot, Kristinn Jónasson 8/5 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 5, Kristinn Marinósson 4/4 fráköst, Alex Óli Ívarsson 2, Hjálmar Stefánsson 2, Jón Ólafur Magnússon 0, Ívar Barja 0, Helgi Björn Einarsson 0.ÍR: Trey Hampton 20/11 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 13/7 fráköst/3 varin skot, Kristján Pétur Andrésson 7/8 fráköst, Hamid Dicko 6/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 5, Sæþór Elmar Kristjánsson 4/6 fráköst, Kristófer Fannar Stefánsson 3, Sveinbjörn Claessen 2/5 fráköst, Friðrik Hjálmarsson 2, Daníel Freyr Friðriksson 2, Pálmi Geir Jónsson 1/6 fráköst.Snæfell-Tindastóll 77-80 (14-15, 22-18, 23-25, 18-22)Snæfell: Christopher Woods 29/13 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 13/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 8, Óli Ragnar Alexandersson 8, Austin Magnus Bracey 5/6 fráköst/5 stoðsendingar, Snjólfur Björnsson 4/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 1.Tindastóll: Myron Dempsey 20/6 fráköst, Darrel Keith Lewis 19/6 fráköst/5 stolnir, Helgi Rafn Viggósson 13/7 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 8, Darrell Flake 6/4 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 5, Svavar Atli Birgisson 4, Ingvi Rafn Ingvarsson 3/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 2/6 fráköst/5 stoðsendingar.Grindavík-Keflavík 81-89 (24-25, 19-17, 11-21, 27-26)Grindavík: Rodney Alexander 34/12 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 10/5 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 9, Oddur Rúnar Kristjánsson 7/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/8 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 2/7 fráköst/5 stoðsendingar, Hinrik Guðbjartsson 2.Keflavík: Davon Usher 21/10 fráköst, Damon Johnson 21/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 12, Valur Orri Valsson 10/5 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 8, Þröstur Leó Jóhannsson 8/5 fráköst, Gunnar Einarsson 4, Reggie Dupree 3, Arnar Freyr Jónsson 2. Stjarnan-KR 100-103 (25-21, 30-29, 22-28, 23-25)Stjarnan: Jeremy Martez Atkinson 32/15 fráköst/5 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 28, Marvin Valdimarsson 19, Justin Shouse 12/4 fráköst/11 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 4, Tómas Þórður Hilmarsson 3, Elías Orri Gíslason 2.KR: Michael Craion 37/20 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 18/6 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 15/5 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 10/5 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 8, Darri Hilmarsson 8/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 5, Finnur Atli Magnússon 2/5 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn