Sex kylfingar deila forystunni á Northern Trust Open 20. febrúar 2015 15:15 Vijay Singh einbeittur að vanda á fyrsta hring í dag. Getty Sex kylfingar eru jafnir í efsta sæti á Northern Trust Open sem fram fer á Riviera vellinum í Kaliforníuríki en þar ber helst að nefna gömlu brýnin Vijay Singh og Retief Goosen sem rúlluðu aftur árunum á fyrsta hring og léku á 66 höggum eða fimm undir pari. Það gerðu einnig Bandaríkjamennirnir Daniel Summerhays, James Hahn, Derek Fathauer og Nick Watney en Carlos Ortiz frá Mexíkó er einn í sjöunda sæti á fjórum undir pari.Jordan Spieth fór einnig vel af stað og lék fyrsta hring á tveimur undir pari, einu höggi betur en hinn högglangi Dustin Johnson og sigurvegari síðasta árs, Bubba Watson, en þeir léku báðir á einu höggi undir pari. Þá voru nokkur stór nöfn í tómum vandræðum á fyrsta hring, þar á meðal Hunter Mahan sem lék á fjórum yfir pari, Luke Donald á sex yfir pari og Ernie Els á sjö yfir en hann er meðal neðstu manna. Northern Trust Open verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina en útsendingartíma má sjá hér. Golf Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Sex kylfingar eru jafnir í efsta sæti á Northern Trust Open sem fram fer á Riviera vellinum í Kaliforníuríki en þar ber helst að nefna gömlu brýnin Vijay Singh og Retief Goosen sem rúlluðu aftur árunum á fyrsta hring og léku á 66 höggum eða fimm undir pari. Það gerðu einnig Bandaríkjamennirnir Daniel Summerhays, James Hahn, Derek Fathauer og Nick Watney en Carlos Ortiz frá Mexíkó er einn í sjöunda sæti á fjórum undir pari.Jordan Spieth fór einnig vel af stað og lék fyrsta hring á tveimur undir pari, einu höggi betur en hinn högglangi Dustin Johnson og sigurvegari síðasta árs, Bubba Watson, en þeir léku báðir á einu höggi undir pari. Þá voru nokkur stór nöfn í tómum vandræðum á fyrsta hring, þar á meðal Hunter Mahan sem lék á fjórum yfir pari, Luke Donald á sex yfir pari og Ernie Els á sjö yfir en hann er meðal neðstu manna. Northern Trust Open verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina en útsendingartíma má sjá hér.
Golf Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira