Sundsvall Dragons vann sinn þriðja sigur í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld er liðið hafði betur gegn Umeå á útivelli, 89-61.
Sigurinn var sannfærandi eins og tölurnar bera með sér en Sundsvall náði forystunni á upphafsmínútunum og hún jókst eftir því sem leið á leikinn.
Jakob Sigurðarson skoraði sautján stig fyrir Drekana og var næststigahæstur í liðinu. Hlynur Bæringsson skoraði sjö stig og Ægir Steinarsson fimm, sem og Ragnar Nathanaelsson.
Sundsvall er í fjórða sæti deildarinnar með 40 stig ásamt tveimur öðrum liðum og er aðeins tveimur stigum frá toppliði Norrköping.
Solna Vikings vann Örebro, 101-88, þar sem Sigurður Þorsteinsson skoraði 21 stig og tók fimm fráköst. Sigurður var stigahæstur í liði Solna sem er í sjöunda sæti deildarinnar með 22 stig.
Öruggt hjá Drekunum | Sigurður stigahæstur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn



Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn


Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti




Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld
Enski boltinn