„Maður sveiflast bara milli gleði og tára,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á KR í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag.
„Þvílíkur efniviður sem við erum með í Stjörnunni. Það var grimmt fyrir KR-ingana að missa Pavel útaf, við vorum búnir að vera í vandræðum með hann allan leikinn.“
Hrafn segir að Stjarnan hafi komið sér inn í leikinn með ótrúlegu hugafari og baráttu.
„Það er ekki hægt að tapa fyrir framan þetta lið, þau eru ótrúleg og stuðningurinn var ótrúlegur,“ segir Hrafn sem stökk síðan strax í hópmyndatöku með liðinu.
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
