„Mér líður frábærlega, þetta var svo mikill karaktersigur hjá okkur,“ segir Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn ótrúlega á KR í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag.
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
„Þrátt fyrir að vera tólf stigum undir í hálfleik, þá héldum við bara áfram að berjast og höfðum alltaf trú á þessu.“
Dagur segir að liðið hafi aldrei efast um eigin getu í dag. Stjarnan fór heldur betur í gang þegar Pavel var farinn útaf meiddur.
„Það eru samt alltaf fimm KR-ingar inná vellinum gegn fimm Stjörnumönnum og við unnum þá einfaldlega í dag.“
Dagur Kár: Höfðum alltaf trú á þessu
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Stjarnan 83-85 | Stjarnan endurtók leikinn gegn KR
Stjarnan er bikarmeistari karla í körfubolta eftir ótrúlegan sigur á KR.

Endurtekur Stjarnan leikinn frá 2009?
Bikarúrslitin í körfunni fara fram í dag. Keflavík mætir Grindavík í kvennaflokki og KR og Stjarnan eigast við í karlaflokki. Búist er við spennuleik hjá konunum en eins og 2009 er Stjarnan litla liðið hjá körlunum.

Allir nema einn spá KR sigri
Á Stjarnan möguleika gegn KR í bikarúrslitum karla í körfubolta í dag?

Hrafn: Sveiflast milli gleði og tára
"Maður sveiflast bara milli gleði og tára,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á KR í úrslitaleik Powerade-bikarsins í dag.

Justin: Ekki hægt að stoppa KR - bara hægja á því
Justin Shouse leiddi Stjörnuna til sigurs í bikarúrslitum gegn KR 2009 og liðin mætast aftur í dag.