Hvaða bergtegund er steinn Íslands? Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2015 20:02 Haraldur Sigurðsson handleikur móberg, sem að hans mati er steinn Íslands. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ef Ísland á mikið af einhverju, þá er það sennilega helst af grjóti. En hver skyldi vera steinn Íslands? Þessa spurningu lagði Kristján Már Unnarsson fyrir einn kunnasta jarðvísindamann Íslendinga, Harald Sigurðsson eldfjallafræðing. Á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi er Haraldur með sýnishorn ef öllu því grjóti sem finnst á Íslandi. Bergtegundirnar eru raunar ekki fleiri en svo að þær komast allar fyrir á einu borði á safninu, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. En er hægt að tala um að einhver ein bergtegund einkenni Ísland umfram aðrar? „Það er ein steintegund sem ætti að vera steinn Íslands og það er móbergið,” svarar Haraldur. „En það er ekki mjög fallegt berg og eiginlega ekki gagnlegt til neins. Það er ekki hægt að byggja úr því. En það er mjög sjaldgæft erlendis en mjög algengt á Íslandi.” Móberg myndast við gos undir jökli eða í sjó, þegar yfir þúsund stiga heit hraunkvikan kemst í snertingu við vatn. Við það verða miklar gufusprengingar, kvikan tætist upp og verður að ösku, eins og sást til dæmis í Eyjafjallajökli, Grímsvötnum og Surtsey. „Svo fellur askan til jarðar, þjappast saman, harðnar og myndar móberg. Það er mjög lítið til af því annarsstaðar en á Íslandi, af því að við höfum þessar sérstöku aðstæður með ís og eld, jökul og eldgos undir jökli,” segir Haraldur Sigurðsson. Í þáttunum „Um land allt" á Stöð 2 fyrr í mánuðinum fylgdi Haraldur áhorfendum um Stykkishólm og Eldfjallasafnið og einnig um eldgarð Snæfellsness. Eldgos og jarðhræringar Stykkishólmur Um land allt Tengdar fréttir Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Ef Ísland á mikið af einhverju, þá er það sennilega helst af grjóti. En hver skyldi vera steinn Íslands? Þessa spurningu lagði Kristján Már Unnarsson fyrir einn kunnasta jarðvísindamann Íslendinga, Harald Sigurðsson eldfjallafræðing. Á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi er Haraldur með sýnishorn ef öllu því grjóti sem finnst á Íslandi. Bergtegundirnar eru raunar ekki fleiri en svo að þær komast allar fyrir á einu borði á safninu, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. En er hægt að tala um að einhver ein bergtegund einkenni Ísland umfram aðrar? „Það er ein steintegund sem ætti að vera steinn Íslands og það er móbergið,” svarar Haraldur. „En það er ekki mjög fallegt berg og eiginlega ekki gagnlegt til neins. Það er ekki hægt að byggja úr því. En það er mjög sjaldgæft erlendis en mjög algengt á Íslandi.” Móberg myndast við gos undir jökli eða í sjó, þegar yfir þúsund stiga heit hraunkvikan kemst í snertingu við vatn. Við það verða miklar gufusprengingar, kvikan tætist upp og verður að ösku, eins og sást til dæmis í Eyjafjallajökli, Grímsvötnum og Surtsey. „Svo fellur askan til jarðar, þjappast saman, harðnar og myndar móberg. Það er mjög lítið til af því annarsstaðar en á Íslandi, af því að við höfum þessar sérstöku aðstæður með ís og eld, jökul og eldgos undir jökli,” segir Haraldur Sigurðsson. Í þáttunum „Um land allt" á Stöð 2 fyrr í mánuðinum fylgdi Haraldur áhorfendum um Stykkishólm og Eldfjallasafnið og einnig um eldgarð Snæfellsness.
Eldgos og jarðhræringar Stykkishólmur Um land allt Tengdar fréttir Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13
Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45
Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16
Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32