Faðir Datsun Z deyr 105 ára Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2015 09:48 Yutaka Katayama fyrir framan Datsun Z bíl. Yutaka Katayama, sem oft hefur verið nefndur faðir sportbílsins Datsun Z, er fallinn frá 105 ára gamall. Hann var þekktur undir gælunafninu „Mr. K“ meðal aðdáenda Datsun Z-bíla. Katayama var einn af stjórnendum Nissan fyrirtækisins og í starfi sínu þar kom hann því manna helst til leiðar að framleiddur var hinn goðsagnarkenndi bíll Datsun Z. Hann kom fyrst fram árið 1969 og þá með nafninu Datsun 240Z. Honum fylgdu síðan 260Z og 280Z, en árið 1978 fengu þessir bílar Nissan nafnið en báru þó áfram Z-stafinn. Síðan þá hefur Nissan framleitt Z-sportbíla, fyrir utan árin 2000 til 2002. Yutaka Katayama var einnig þekktur fyrir að gegna forstjórastarfi Nissan í Bandaríkjunum á árunum 1960 til 1977, en það ár hætti hann hjá Nissan. Þá var hann 67 ára gamall og hefur því lifað í 38 ár eftir sinn síðasta starfsdag og náð háum aldri, ekki ólíkt mörgum öðrum íbúum Japan. Eiginkona Katayama er enn á lífi og eignuðust þau 4 börn, 11 barnabörn og 18 barnabarnabörn. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent
Yutaka Katayama, sem oft hefur verið nefndur faðir sportbílsins Datsun Z, er fallinn frá 105 ára gamall. Hann var þekktur undir gælunafninu „Mr. K“ meðal aðdáenda Datsun Z-bíla. Katayama var einn af stjórnendum Nissan fyrirtækisins og í starfi sínu þar kom hann því manna helst til leiðar að framleiddur var hinn goðsagnarkenndi bíll Datsun Z. Hann kom fyrst fram árið 1969 og þá með nafninu Datsun 240Z. Honum fylgdu síðan 260Z og 280Z, en árið 1978 fengu þessir bílar Nissan nafnið en báru þó áfram Z-stafinn. Síðan þá hefur Nissan framleitt Z-sportbíla, fyrir utan árin 2000 til 2002. Yutaka Katayama var einnig þekktur fyrir að gegna forstjórastarfi Nissan í Bandaríkjunum á árunum 1960 til 1977, en það ár hætti hann hjá Nissan. Þá var hann 67 ára gamall og hefur því lifað í 38 ár eftir sinn síðasta starfsdag og náð háum aldri, ekki ólíkt mörgum öðrum íbúum Japan. Eiginkona Katayama er enn á lífi og eignuðust þau 4 börn, 11 barnabörn og 18 barnabarnabörn.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent